top of page
Search

Chelsea komið undanúrslit Meistaradeildarinnar - Leikskýrsla og einkunnir



Þessi leikur verður seint sakaður um að bjóða upp á mikið skemmtanargildi! Chelsea buðu Porto mönnum í heimsókn á Estadio Ramón Sánchez Pizjuán völlinn í Sevilla. Fyrri leikur þessara liða lauk með eftirminnilegum 2-0 sigri Chelsea manna á sama velli.


Það var alveg ljóst frá byrjun að upplegg Thomas Tuchel var að þétta vel raðirnar og passa upp á að Porto fengi aldrei möguleika á að láta sig dreyma. Edouard Mendy ákvað samt í upphafi leiks að stríða Portúgölunum aðeins með að eiga glataða sendingu frá markinu í engu jafnvægi en Jorginho komst fyrir skot Porto-manna. Upplegg Portúgalana var hinsvegar skýrt virtist vera og það var að sama hvað gerist skulum við brjóta á Christian Pulisic. Bandaríkjamaðurinn var negldur niður hvað eftir annað og var maður farinn að óttast hálfpartinn hvort hann kæmist nokkuð heill frá þessum leik og var farin að vona að Thomas Tuchel myndi nú bjarga greyjið manninum frá þessum látlausu árásum Porto. Það var brotið það oft á Christian Pulisic að hann sló met Lionel Messi yfir leikmann sem hefur verið brotið oftast á í leik en alls var brotið á Bandaríkjamanninum 11 sinnum í leiknum!


Það kom þó mark í leikinn en það lét sjá sig þegar 94. mínúta var við það að ganga í garð eða alveg undir blálok leiksins og var það af dýrari gerðinni frá Mehdi Taremi en það var aðeins of seint fyrir Portúgalana og fór svo að Chelsea tryggðu sæti sitt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar með samanlögðum 2-1 sigri.


Eins og Ríkharð Óskar Guðnason lýsir Stöð 2 sport sagði undir lok leiks, “Þetta er ekki leikur sem ég mun horfa aftur á í endursýningu” þá lýsir það svolítið leiknum í heild, drepleiðinlegt.


xG bardaginn

Chelsea (1.10) 0 - 1 (0.60) Porto


Við bíðum enn eftir staðfestingu á því hvort það verði Liverpool sem bíði okkar í undanúrslitum eða hvort það verði stórlið Real Madrid sem verður að teljast líklegri mótherjin en Real Madrid leiðir einvígið gegn Liverpool 3-1.


Edouard Mendy - 7

Heppin að mistök í fyrri hálfleik kostuðu ekki. Gat lítið gert í markinu undir lokin og skilaði fínustu frammistöðu.


Cesár Azpilicueta - 7

Mr. Reliable og kafteinninn okkar. Stóð sína vakt vel aftast.


Thiago Silva - 7

Hjartað í vörninni. Kastaði sér fyrir þó nokkra bolta og eins og varnarlínan í heild var hann solid.


Antonio Rudiger - 7

Rudi heldur áfram að vinna vel á, skoraði því miður ekki eins og ég var búin að lofa en hann bætir það upp seinna.


Reece James - 7

Skilaði af sér ágætis verki varnarlega en var full oft gripinn í rangstöðunni þegar við leituðum fram á við sem dregur hann örlítið niður.


Ben Chilwell - 7

Átti ein mistök í fyrri hálfleik sem hefðu getað endað illa. Kom ekki mikið út úr honum framarlega en mögulega var það ekki uppleggið heldur.


Jorginho - 7

Var fínn þarna á miðjunni. Gerði það sem hann þurfti að gera og átti nokkar góðar tæklingar auk þess sem hann var flottur að losa boltann.


Ngolo Kanté - 8

Þvílíkur leikmaður! Var eins og jarðýtan sem við þekkjum og var oft á tíðum okkar sprækasti maður fram á við - Hvort það sé hinsvegar gott eða slæmt skal ósagt látið.


Christian Pulisic - 8 (Maður leiksins)

Ef ekki hefði verið brotið á honum í 11 skipti hefði hann verið maðurinn sem skapaði mestu vandræðin fyrir Porto. Var alltaf að komast í kjöraðstæður þegar hann var negldur niður.


Mason Mount - 7

Komst í eitt ákjósanlegt marktækifæri sem varnarmenn Porto náðu að henda sér fyrir á ögurstundu en það hefði líklegast orðið okkar hættulegasta marktilraun hefði hún ratað á markið.


Kai Havertz - 7

Fékk úr litlu sem engu að moða. Átti þó okkar einu marktilraun á ramman þegar hann átti skot úr þröngu færi beint á Marchesin. Sást annars lítið til hans.



Varamenn:

Hakim Ziyech (86’) - N/A

Olivier Giroud (92’) - N/A


KTBFFH

- Stefán Marteinn

Comments


bottom of page