top of page
Search

Brighton vs. Chelsea - Fyrsti leikur ársins 2020.

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 1. janúar 2020 kl. 12:30

Leikvangur Amex Völlurinn

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn SPORT, BeIN Sports HD

Upphitun eftir: Sigurð Torfa Helgason

Chelsea

Litli tilfinningarússíbaninn sem okkar menn létu okkur ganga í gegnum á sunnudaginn var. Frammistaða liðsins í fyrri hálfleik var hrein hörmung og á bara alls ekki að vera í boði þegar komið er í svona stóran nágrannaslag. Þriðja leikinn í röð stillir Lampard upp í þriggja manna vörn og var augljós frá byrjun að þetta var engan veginn að ganga. Arsenal komst yfir á 13 mínútu leiksins með marki úr föstu leikatriði þar sem Emerson sofnaði rækilega á verðinum. Emerson virðist ekki höndla þessa wing-back stöðu líkt og Alonso gerir svo meistaralega. Það var augljóst að breyting þurfti að eiga sér stað og stórt prik á Lampard að grípa til aðgerða strax eftir 34 mínútur þegar Jorginho kemur inná í stað Emerson og um leið farið var í fjögurra manna varnarlínu.


Jorginho kom inn með gífurlegan kraft og breytti leiknum algjörlega. Chelsea tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik en átti þó erfitt með að skapa sér opin marktækifæri en stíflan brast að lokum á 83 mínútu þegar Bernd Leno gerði sjaldséð mistök þegar hann misstu nokkuð auðveldan bolta yfir sig og Jorginho laumaði sér bak við og potaði boltanum í netið. Þarna voru sjö mínútur eftir og meðbyr með Chelsea liðinu. Það var síðan á 87 mínútu að Chelsea fór upp í skyndisókn þar sem Willian kemur boltanum út í teiginn þar sem Tammy Abraham nær að snúa sér snilldarlega í teignum og koma boltanum í netið. 2-1 fyrir Chelsea og game over. Arsenal menn voru ekki líklegir til neinna afreka eftir þetta. Það má einnig benda á frábæra frumraun frá hinum 19 ára Tariq Lamptey sem kom inn í hægri bakvörðinn og stóð sig afspyrnu vel og að mínu mati tryggði sér byrjunarliðssæti í næsta leik á móti Brighton.Ef það á einhvern tímann að nota hópinn þá er það núna á nýársdag á móti Brighton. Reece James og Giroud eru ennþá frá á meðan Alonso og Pulisic eru tæpir þó svo að Pulisic vilji meina sjálfur að hann sé full heils samkvæmt Twitter svari frá honum. Við munum alltaf fara í fögurra manna vörn með Zouma og Rudiger í miðjunni. Hudson Odoi mun koma inn fyrir Willian því við verðum að nota hópinn okkar og hvíla lykilmenn. Erfitt er að hvíla Tammy Abraham því Batshuayi er bara ekki með sömu gæði.


Brighton

Ég er að fýla Potter-inn þjálfara Brighton í botn. Náungi sem lætur liðið halda boltanum á jörðinni. Graham Potter á sér mjög athyglisverðan þjálfaraferil. Hann var í átta ár hjá Östersund þar sem hann kom liðinu upp í efstu deild árið 2015 og fór með liðið í mikið Evrópuævintýri tímabilið 2017-2018. Eftir eins árs stopp hjá Swansea þá réði Brighton þennan athyglisverða þjálfara.

Brighton vann þægilegan 2-0 sigur gegn Bournemouth í síðustu umferð þar sem Aaron Moy lykilleikmaður liðsins skoraði síðara mark liðsins. Shane Duffy og Lewsis Dunk fyrirliði liðsins mynda sterkt miðvarðarpar. Ég viðurkenni að ég hef ekki verið að glápá á mikið af Brighton leikjum á tímabilinu en ég veit að Graham Potter vill halda boltanum á jörðinni og gefa áhorfendum eitthvað fyrir peninginn, þeir voru til að mynda verulega óheppnir að tapa fyrir Spurs um daginn, í raun voru þeir betra liðið í leiknum. Þeirra eiga svo flotta leikmenn fram á við í þeim Neil Maupay og Leandro Trossard og ekki má gleyma hinum unga Matt Connally sem er eldfljótur ungur strákur sem slegið hefur í gegn á þessu tímabili. Brighton eru sýnd veiði, en alls ekki gefin.


Spáin

Ég held í vonina að við förum nú loksins að halda hreinu og að við vinnum 0-2 sigur með mörkum frá Mount og Tammy Abraham.

Comments


bottom of page