
Chelsea spilaði síðast fótboltaleik þann 8 mars sl. Þá gjörsigruðu okkar menn Everton 4-0. Svo skall Covid-19 á Evrópu af fullum þunga og fótboltinn fór í pásu. Þangað til núna, búið er að staðfesta leiktíma á fyrstu þrjá leiki Chelsea á þessu "Project Restart", eins og það er kallað. Leikirnir og leiktímarnir eru eftirtaldir:
Sunnudagur, 21. júní kl 15.30: Aston Villa vs. CHELSEA
Fimmtudagur, 25. juní kl 19.15: CHELSEA vs. Manchester City
Miðvikudagur, 1. júlí kl 19.15: West Ham vs. CHELSEA
Þetta eru krefjandi leikir, þar sem bæði Aston Villa og West Ham eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Leikurinn gegn Man City er svo auðvitað einn af allta erfiðustu leikjum tímabilsins.
Okkar menn verða að klára þessa síðustu níu leiki af miklum krafti til að tryggja sæti í Meistaradeild Evrópu - allt annað væri gríðarlega vonbrigði. Nánar um það síðar.
Biðin styttist...
KTBFFH
Commentaires