top of page
Search

Blákastið - uppgjör á tímabilinu 2021/2022 og yfirtaka Boehly samþykkt!



Núna er aðgengilegur nýr þáttur af Blákastinu á öllum helstu hlaðvarpsveitum, einnig er hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum neðst í færslunni. Við fórum vel yfir sviðið, gáfum öllum leikmönnum einkunnir og veittum ýmiskonar verðlaun í hinum ýmsu flokkum. Einnig voru veðmál gerð upp, eins og sést hér á myndinni hér að ofan.


Helstu verðlaun

Leikmaður ársins: Toni Rudiger

Besti varnarmaður: Rudiger

Besti miðjumaður: Kovacic

Besti sóknarmaður: Mount

Bestur af bekknum: Loftus-Cheek

Besta frammistaðan: Real Madrid á Bernabeau

Versta frammistaðan: Brentford á Stamford Bridge

Mestu framfarir: Reece James

Mark ársins: Kovacic vs Liverpool


Það var einnig staðfest núna í morgunsárið að salan á Chelsea Football er að ganga í gegn og að nýr eigandi klúbbsins er Todd Boehly og viðskiptafélagar hans.


Við munum taka upp nýtt Blákast þegar leikmannamálin eru aðeins farin að komast á hreint og nær dregur næsta tímabili.



Comentarios


bottom of page