top of page
Search

Evrópudeildin - Chelsea vs Slavia Prag



Chelsea mætir tékkneska liðinu Slavia Prag í seinni leik 8 liða úrslita Evrópudeidarinnar kl. 19.00 á Stamford Brigde í kvöld og leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrri leiknum lauk, eins og menn muna, með 1-0 sigri okkar manna. Síðasti leikur liðsins gegn Liverpool var erfiður þó framan af hafi allt litið þokkalega út, en eftir þessi tvö mörk átti Hazard að sjálfsögðu að nýta þessi tvö dauðafæri sem hann fékk og þá hefðu úrslit leiksins eflaust orðið önnur. En það er eins og æðri máttarvöld hafi gengið í lið með þessum andstæðingi okkar, ef þeir ná ekki að klára leikina sjálfir koma andstæðingarnir, dómararnir eða einhvejir aðrir til hjápar. En nóg um það, spurning hvort þessi lukku varir út tímabilið, þá er ekki að sökum að spyrja. Hjá okkar mönnum eru engin ný meiðsli utan þess að Rudiger fór meiddur af velli gegn Liverpool og missir a.m.k. af næstu tveimur leikjum, upphaflega var óttast um að tímabilið væri búið hjá þeim þýska en það er ekkert staðfest í þeim efnum. Um er að ræða meiðsli í hné en þau eru þó ekki talin eins alverleg og útlit var fyrir. Það er því líklegt að Gary Cahill fyrirliði okkar komi inn í leikmannahópinn í kvöld en þar hefur hann ekki verið lengi. Ég reikna ekki með öðru en að Sarri tefli fram öflugu liði í kvöld, það er ekki svigrún fyrir nein mistök hér þó staðan sé vissulega góð. Þessi keppni er nú okkar líklegasta leið til að tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þar sem síðustu leikir liðisins í deildinni eru erfiðir og ekki á vísan að róa þar.

Uppstllingin gæti því orðið einhvern vegin svona:


Sterkt lið sem á að klára tékkana létt. Það er ekki leikur í deildinn fyrr en á mánudag, heimaleikur gegn Burnley þannig að það er ekki þörf á að hvíla einn né neinn nema menn séu eitthvað tæpir. Spái öruggum 3-0 sigri.

COYB


bottom of page