top of page
Search

Cardiff vs. Chelsea - UpphitunChelesa mætir Cardiff í Wales á morgun sunnudag kl. 13.05 og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ég ætla ekki að eyða mörkum orðum í síðasta leik, 2-0 tapleikinn gegn Everton þar sem menn nýttu ekki yfirburðina í fyrri hálfleik og mættu síðan ekki til leiks í síðari hálfleik og því fór sem fór. Þetta var þriðja tapið á útivelli í úrvalsdeildinni frá áramótum í fjórum leikjum sem er afleit frammistaða og nokkuð ljóst að liðið þarf að spila mun betur á morgun ef ekki á illa að fara, en það er ljóst að ef ekki vinnst sigur í þessum leik þá getum við gleymt þessu blessaða 4 sæti.

Cardiff

Lið Cardiff er sem stendur í 18. sæti deildarinnar, þriðja fallsætinu, með 28 stig tveimur sigum á eftir Burnley og Southampton. Þeir þurfa því svo sannarlega á stigi eða stigum að halda úr þessum leik. Þeir hafa orðið fyrir áföllum að undanförnu, misst lykilmenn í meiðsli eins og Sol Bamba og Matthew Connolly og um helgina bættist síðan Skotinn Callum Peterson á þennan lista eftir landsleik Skota um helgina. Að auki er Aron Einar víst eitthvað tæpur eftir landsleiki Íslands gegn Andorra og Frakklandi og lét Neil Warnock Eric Hamren heyra það á blaðamannafundinum fyrir leik í gær. Cardiff hefur náð flestum sínum stigum á heimavelli og hafa reynst erfiðir heim að sækja og því þurfa okkar menn að spila vel til að sækja eitthvað á þennan völl, það dugar örugglega ekki spilamennska eins og liðið hefur verið að bjóða upp á á útivöllum í úrvalsdeildinni á þessu ári. Chelsea

Staðan á leikmannahópi Chelsea er ágæt, einu staðfestu meiðslin eru hjá Zappacosta og Ampadu en það er ljóst að hvorugur þeirra myndi hvort sem er spila leikinn. Loftus-Ceek þurfti að draga sig út úr landsliðshópi Englands um síðustu helgi en skv. nýustu upplýsingum er hann búinn að ná sér og ætti að vera í hópnum á morgun. Þá er það bara þessi hefðbunda spurning hvernig Sarri kallinn stillir upp liðinu, heldur hann sig við sína íhaldssömu stefnu að spila reynslumeiri mönnunum í úrvalsdeildarleikjunum og leyfa síðan hinum að spila í Evrópudeildinni. Ef hann heldur sínu striki verður liðið á morgun eitthvað í líkingu við "Lið Sarri" hér að neðan. Ef hann hins vegar brítur odd á oflæti sínu og hristir vel upp í liðinu og leyfir t.d. nýjasta landsliðsmanni Chelsea, Hudson-Odoi, að byrja sinn fyrsta úrvalsdeildarleik sinn gæti liðið t.d. verið eins og "Lið stuðningsmanna". Auðvitað ríkir ekki fullkomin sátt um lið stuðningmanna Chelsea, sumir vilja sjá Giroud spila, aðrir vilja hafa Barkley í stað Jorginho, held samt að flestir séu sammála því að byrja með Hudson-Odoi inn á og leyfa leikmanni eins og Christansen að spila meira.

Lið Sarri Lið stuðningsmannaSpá

Ef Sarri stillir liðinu rétt upp þá verður þetta öruggur 0-3 sigur okkar manni þar sem Giroud, Hudson-Odoi og Hazard deila með sér mörkunum. Þetta getur samt orðið erfiður leikur, Arsenal lenti í miklum vandræðum með Cardiff á útvivelli og við skulum heldur ekki gleyma að okkar menn lentu undir í fyrri leik þessara liða.

KTBFFH


bottom of page