top of page
Search

Dynamo Kiev í EvrópudeildinniDynamo Kiev mætir á Stamford Bridge í 16 liða úrslitum Evrópudeilarinnar. Leikurinn hefst kl. 20:00 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Síðasti leikur

Fyrrvernadi Chelsea maðurinn Scott Parker stýrði sínum fyrsta leik sem stjóri Fulham eftir brottrekstur Claudio Ranieri. En það má til gamans geta að það var einmitt Ranieri sem fékk Parker til Chelsea í Janúar 2004. Þessi leikur mun ekki fara í neinar sögubækur hvað frammistöðuna varðar. Chelsea liðið spilaði þokkalegan fyrri hálfleik sem skilaði liðinu tveimur mörkum frá Gonzalo Higuain og Jorginho. En Callum Chambers setti eitt mark fyrir þá hvítklæddu eftir slæman misskiling okkar manna í föstu leikatriði. Seinni hálfleikur var arfa slappur hjá Chelsea liðinu og megum við telsjast heppnir að hafa ekki fengið á okkur jöfnunarmark ef Kepa hefði ekki verið á tánum í markinu.

Dynamo Kiev

Þetta fornfræga félag hefur legið í skugganum á Shaktar Donetskt í heimalandi sínu undanfarin ár og ekki eins miklir fjármunir til staðar eins og hjá Shakhtar. En samt sem áður þá hefur þeim tekist að skáka Shakhtar tvisvar sinnum á síðustu tíu árum í deildarkeppninni heimar fyrir. Dynamo mætti Olympiakos í 32 liða úrslitum þar sem þeir gerðu 2-2 jafntefli Grikklandi en unnu svona sterkan 1-0 sigur heima fyrir.

Undirritaður renndi yfir leikmannahópinn hjá Dynamo Kiev og ég kannaðist ekki við einn einasta leikmann í röðum þeirra. En ég er nokkuð viss um að ef ég væri enn að spila Football Manager þá hefði maður kannast við nokkur nöfn.

Liðið


Það er ómögulegt að segja hvernig Sarri mun tækla byrjunarliðið. Einhverjar fréttir segja að hann muni gera mikið af breytingum, og persónulega vona ég að það sé raunin því þessir fimmtudag til sunnudags leikdagar geta reynt ansi mikið á hópinn. Ég mæli með að við hvílum Hazard eins og við getum í þessum leik. Hudson Odoi á alveg að geta komið þarna inn og skilað góðu verki. Alonso kemur í stað Emerson, en með öllu eðlilegu verður Emerson kominn aftur í liðið á sunnudag enda er hann búinn að vera að heilla mjög svo undanfarið. Kante er ofurmenni og þarf því enga hvíld. Marco Kovacic hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir að ná ekki að koma tuðrunni í netið en hann hefur tæknina og leikskilningin í að leysa Jorginho af hólmi svo líklega kemur hann inn í þá stöðu. Loftus-Cheek verður svo bara að byrja.

Spáin

Mikilvægt að fara með solid forskot til Úkraínu. 2-0. Alonso og Giroud með mörkin.

KTBFFH


bottom of page