top of page
Search

Chelsea Malmö - part IIChelsea fær sænska liðið Malmö í heimsókn á fimmtudagskvöldið í Evrópudeildinni. Fyrri leikur liðanna í Svíþjóð endaði með 1-2 sigri Chelsea. Leikurinn hefst kl 20:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Síðasti leikur

Stórt og dökkt ský gnæfir yfir Stamford Bridge þessa daganna. Hræddir leikmenn og þjög svo þrjóskur stjóri einkenna leik liðsins. Þegar undirritaður var að horfa á bikarleikinn gegn Man Utd á mánudagskvöldið þá fékk ég aldrei þá tilfinningu að Chelsea væri að fara að vinna þennan leik, eða jafnvel bara að skora eitt stykki fótboltamark. Uppstilling liðsins kom þvi miður ekkert óvart og virðist svo að ákveðnir leikmenn virðast vera með áskrift af sæti liðinu óháð frammistöðu inná vellinum. Man Utd voru þéttir til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Það segir sitt um spilamennsku liðsins þegar miðlungsmenn eins og Ander Herrera eru farnir að eiga stórleiki á Stamford Bridge. Jamie Carragher orðaði þetta vel efir leikinn á mánudaginn. ´´Sarri er búinn að breyta Chelsea í Arsenal´´. Lið sem heldur bara boltanum en gerir ekkert við hann. Vond frammistaða í alla staði og sætið hjá Sarri orðið mun meira en volgt.

Þrjóskur Sarri

Þrátt fyrir þessar mörgu vonlausu frammistöður undanfarið þá neitar Sarri enn að prófa að hafa besta varnasinnaða miðjumann í heiminum í sinni réttu stöðu. Allt væri þétta réttlætanlegt hjá Sarri ef að úrslitin og frammistöðurnar væru að detta með okkur. Ég hugsa að það sem verður Sarri að falli á endanum sem stjóri Chelsea er þessi þrjóska og þessi afneitun að reyna að aðlagast enska boltanum. Við sjáum það meira að segja á Pep Guardiola að hann þurfti heldur betur að finna nýjar leiðir til að fá sitt Man City lið til að tikka. Fólk talar um að Sarri þurfi tíma, en ef maðurinn getur ekki aðlagað leik liðsins á núvernadi vandamálum þá verður Sarri ekki langlífur á Stamford Bridge.

Liðið


Eftir að félagsskipaglugginn lokaði virðist Sarri vera búinn að frysta Hudson Odoi. Lítur út eins og að hann hafi bara verið að gefa honum þessar mínútur í Janúar til að halda honum góðum. Ef það verður ekki hugað að þessum unga dreng þá munum við missa hann í sumar og þá gæti hann endað eins og Kevin De Bruyne, Romelo Lukaku og Mo Salah. Ungur og einn efnilegasti leikmaður evrópu sem mun slá í gegn hjá öðru liði því hann fékk ekki sénsinn hjá Chelsea.

Það eru ákveðnir leikmenn sem bara verða að fara á bekkinn fyrir frammistöðurnar undanfarið, og nefni þar helst David Luiz, Jorgino og Marcos Alonso. Það væri eflaust hægt að nefna fleiri í þessu samhengi en þessir leikmenn virðast vera á einhversskonar free pass hjá Sarri. Alltaf í liðinu óháð frammistöðu.

Þetta Malmo lið ætti ekki að valda okkur miklum vandræðum í kvöld ef allt er eðlilegt og þá hlýtur Sarri að gefa mönnum sem hafa fengið minni spilatíma sénsinn í kvöld. Kepa og Pedro verða frá vegna meiðsla. Annars vona ég að liðið ná öruggum sigri í kvöld og fái kannski eitthvað vott af sjálfstrausti fyrir sunnudaginn, ekki veitir af.

Spáin: 3-0 Giroud 2, Hudson Odoi

KTBFFH


bottom of page