top of page
Search

Man. City - Chelsea



Chelsea fer á morgun í heimsókn til Manchester borgar og mætir þar ríkjandi meisturum í Man. City. Leikurinn hefst á morgun sunnudag kl. 16.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Síðasti leikur

Eftir afhroðið gegn Bournemouth rifu menn sig upp um síðustu helgi og sýndu fína frammistöðu gegn Huddersfield sem reyndar er lang lélegasta lið deildarinnar. Engu að síður er það ætíð kúnst að vinna slík lið sem liggja með allt liðið til baka og það hefur oft reynst okkur erfitt, sérstaklega að klára slíka leiki án þess að vera í stessi með leikinn fram á síðustu mínúta verandi bara 1-0 yfir og hræðast horn og aukaspyrnur andstæðinganna eins og ég veit ekki hvað. En það var ekkert slíkt upp á tenginginn að þessu sinni og Hazard var á deginum sínum og Higuain sýndi af hverju hann hefur verið einn af bestu sóknarmönnum heims undanfarin ár. Sarri var enda ánægður með frammistöðuna en tók fram að hann vildi stöðugleika hjá liðinu, ekki gengi að sýna slíka frammistöðu bara aðra hverja viku. Andstæðingurinn Það þarf svo sem ekki að hafa mörg orð um andstæðing okkar á morgun. Man. City er einfaldlega lang best mannaða lið deildarinnar, er í raun með nánast tvöfalt lið, þannig að þó einhverja menn vanti í liðið breytir það voðalega litlu. Eina staðan sem er ekki með 100% "cover" er djúpi miðjumaðurinn sem brassinn Fernandino hefur leyst af stakri snilld fyrir þá ljósbláu. Eftir óvænt tap gegn Newcastle fyrir 2 vikum hafa fylgt sigrar gegn Arsenal 3-1 um síðustu helgi og síðan 0-2 gegn Everton núna á miðvikudag í leik sem var flýtt vegna úrslitaleiksins gegn Chelsea í deildarbikarnum þann 24. febr. n.k. Þennan leik vann City án þess að sýna nokkuð sérstakt og gat leyft sér að hvíla tvo af sýnum bestu mönnum, Sterling og De Bruyne fyrir leikinn á morgun. Þeir verða því með sitt allra sterkasta lið gegn okkur fyrir utan Mendy og Kombany sem eru meiddir. Chelsea. Staðan á okkar liði er ágæt. Rudiger var lítillega meiddur í síðasta leik, var samt á bekknum en er núna klár. Hins vegar hefur okkar vonarstjarna Hudson-Odoi verið veikur og er óvíst með þátttöku hans á morgun þegar þetta er skrifað. Það er því ekki sérlega flókið að ráða í líklegt byrjunarlið hjá Sarri. Það verður að öllum líkindum eitthvað þessu líkt:


Eina spurningin held ég er hvort Barkley kemur í stað Kovacic og hvort Pedro byrji í stað Willan. Ross stóð sig ágætlega gegn Huddersfield og gæti alveg haldið stöðu sinni. Við erum búnir að mæta City tvisvar sinnum á þessu tímabili, tapað 0-2 í leiknum um Góðgerðarskjöldin en unnum þá síðan eftirminnilega 2-0 á Brúnni í byrjun desember. Í þeim leik vorum við í miklum vandræðum í fyrri hálfleik en Kante náði að skora rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var mjög góður og við unnum í raun sanngjarnan sigur þrátt fyrir að vera minna með boltann og eiga færri marktilraunir. Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sama verður upp á teninginn á morgunn, við þurfum að verjast vel, Luiz þarf t.d. að eiga A-leik og nýta þau tækifæri sem við fáum örugglega með skyndisóknum.

Ætla að spá þessum leik 1-1 og vona síðan efir betri niðurstöðu í lok febrúar á Wembley.

KTBFFH


bottom of page