top of page
Search

Leikmannaslúður og Newcastle



Chelsea tekur á móti Newcastle í 22. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar á morgun (laugardag). Leikurinn er leikinn á Stamford Bridge og hefst hann kl 17:30.

Leikmannaslúður

Það er mikið fjallað um Chelsea í breskum miðlum þessa dagana og breytast sögurnar hratt á milli daga. Núna á föstudagskvöld gekk Monaco formlega frá kaupunum á Cesc Fabregas fyrir 10 milljónir evra. Ég er langt frá því að vera sáttur við þessa sölu en það er greinilegt að klúbburinn vildi ekki standa í vegi fyrir Fabregas sem mér finnst hafa verið notaður of lítið í vetur á kostnað t.d. Barkley. Victor Moses, Gary Cahill og Danny Drinkwater eru allir (!) orðaðir við Fulham, það væri mjög vel gert hjá stjórninni að ná að selja þessa kappa fyrir ca. 40 milljónir punda samanlagt í þessum glugga. Mikið hefur svo verið ritað um framtíð Alvaro Morata, kappinn virðist vilja fara frá Chelsea og virkar, vægast sagt, óhress með lífið og tilveruna í London. Hann er orðaður við Sevilla, Atl. Madrid og AC Milan.

Svo er það sagan endalausa með hann Callum Hudson-Odoi (CHO). CHO sýndi og sannaði það í síðasta leik gegn Spurs að hann er alvöru leikmaður með alvöru hæfileika, það skal engin efast um hann lengur. Skv. mönnum eins og Matt Law hjá Telegraph virðist yfirstjórn Chelsea hafa miklar áhyggjur af því að missa kappann unga til FC Bayern. Þýsku meistararnir hafa lagt fram fjögur tilboð í CHO sem öllum hefur verið hafnað og hefur Chelsea gengið svo langt að hóta því að klaga FC Bayern til FIFA fyrir brot á reglum um leikmannakaup. Mitt mat er mjög einfalt; hafna öllum tilboðum Bayern og láta drenginn fá stærra hlutverk í liðinu. Það vonandi verður þá til þess að hann framlengi samning sinn hjá félaginu fyrir næsta sumar. Það er engin ástæða til að selja hann núna!

Barcelona tóku sig svo til og reyndu aftur að fá Willian. Það tilboð er mjög óljóst á þessari stundu en er þó talið hafa verið í kringum 10 milljónir punda ásamt vængmanninum Malcom sem valdið hefur miklum vonbrigðum hjá þeim spænsku eftir að hafa verið keyptur á 39 milljónir punda sl. sumar. Chelsea hefur hafnað þessu tilboði og sagði Sarri að hann ætti ekki von á því að Willian myndi yfirgefa liðið í janúar.

Þeir leikmenn sem eru orðaðir við Chelsea eru ansi margir! Sarri sagði að hann myndi ekki sleppa Fabregas nema að fá inn annan miðjumann í staðinn. Það hlýtur því að vera tímaspurnsmál hvenær Chelsea gengur frá kaupunum á annað hvort Leandro Paredes eða Nicolo Barella. Paredes er meiri leikstjórnandi í anda Fabregas en Barella er meiri „Box to Box“ miðjumaður – ég skal þó viðurkenna að ég hef ekki séð mikið af þessum köppum.


Mest er skrifað um framherjamálin hjá Chelsea, skiljanlega þar sem okkur bráðvantar alvöru framherja sem skorar mörk. Þar hafa ansi margir verið orðaðir við stöðuna til að leysa Alvaro Morata af hólmi. Það liggur fyrir að Chelsea mun ekki láta Morata frá sér nema að fá inn annan mann í staðinn. Sarri sjálfur er sagður vilja fá Gonzalo Higuain á meðan klúbburinn sjálfur er sagður vilja yngri valkost og hefur Callum Wilson verið nefndur þar til sögunnar. Bournemouth hafa brugðist hart við þeim fréttum og sagt ætla að hafa 50 milljón punda tilboði. Chelsea á einnig að hafa spurst fyrir um Mauro Icardi en það er talið ólíklegt að hann muni vilja fara frá Inter í janúar. Einnig hafa sprottið upp orðrómar um leikmenn eins og Edison Cavani eða Karim Benzema en þeir eru taldir vera ótrúðverðugir.

Til að loka þessu leikmannaslúðri að þá hefur Sarri áhuga á að selja Zappacosta ef það þýðir að hann geti fengið sinn gamla lærisvein Elseid Hysaj frá Napoli.

Ef ég væri alráður yfir þessu málum hjá Chelsea myndi ég einfaldlega skella símanum á FC Bayern í hvert skipti sem þeir reyndu að hringja út af Hudson-Odoi, ég myndi einnig klára kaupin á Paredes, hann er meira í líkingu við Jorginho og gæti veitt honum verðugu samkeppni. Varðandi framherjamálin myndi ég reyna að lána Morata út, helst til Spánar þar sem honum líður best. Hann myndi vonandi standa sig vel sem þýðir að Chelsea getur selt hann næsta sumar á ágætis pening. Ég myndi reyna að fá Higuain inn á 6 mánaða lánssamning, hann þekkir Sarri og veit hvað er ætlast til af honum. Higuain er samt ekki framtíðarlausn, sá leikmaður er að mínu viti Mauro Icardi sem við eigum að reyna kaupa næsta sumar.

Við sjáum hvað setur í þessu – það er alla vega nóg að gerast.

Chelsea

Leikurinn gegn Spurs í vikunni var alveg ótrúlega pirrandi, hann var pirrandi því liðið yfirspilaði Tottenham á þeirra eigin „heimavelli“ en tókst samt að tapa leiknum. Okkar akkílesarhæll á þessu tímabili hefur verið markaskorun og hélt það vandamál uppteknum hætti. Chelsea tekst ekki að nýta sér yfirburði sína og hef Hazard dregur ekki einhverja kanínu upp úr galdrahattinum sínum erum við einfaldlega í vandræðum.


Í leiknum á morgun erum við að spila gegn einhverju varnarsinnaðasta liði deildarinnar undir stjórn Rafa Benítez, þeir munu njóta þess í botn að horfa á okkar menn spila saman boltanum fyrir framan vítateiginn þeirra og munu ekkert þreytast á því.

Byrjunarliðið ætti að vera nokkuð skýrt hvað varðar ca. 8 - 9 stöður á vellinum. Spurningin er einfaldlega hvort að Hudson-Odoi fái áfram traustið eftir góða frammistöðu um helgina eða hvort Sarri muni áfram hafa Pedro, Hazard og Willian sem sína fremstu menn. Persónulega vonast ég til þess að Hudson Odoi, Hazard og Giroud byrji, held að þeir þrír geti verið gott combo. Svo er algert lykilatriði að Kovacic komi inn á miðjuna í stað Barkely sem hefur valdið vonbrigðum upp á síðkastið.

Spá

Ég ætla spá því að Chelsea poti inn einu marki á morgun sem verður nóg til þess að vinna 1-0 sigur.

KTBFFH


bottom of page