top of page
Search

Ferð til Hvíta RússlandsOkkar menn eru mættir í austur veg til Borisov í Hvíta-Rússlandi þar sem þeir mæta BATE kl. 18.00 í dag og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport.

BATE


Við fjölluðum nokkuð ítarlega um BATE liðið í upphituninni fyrir fyrri leikinn á Brúnni fyrir tveimur vikum. Í þeim leik unnu okkar menn einkar sannfærandi 3-1 sigur þrátt fyrir að tefla fram mikið breyttu liði. Það er eitthvað sem segir mér að BATE muni mæta grimmari til leiks núna enda á sínum heimavelli fyrir framan sína áhorfendur. Völlurinn sem leikurinn er spilaður á, Borisov Arena, er nokkuð nýr en hann var tekinn í notkun árið 2014. Hann tekur 13.126 manns í sæti og hefur bara einu sinni verið fullur, en það var þegar Hvíta-Rússland lék gegn Spáni í undankeppni EM 2016. Verður fróðlegt að sjá hversu vel Chelsea mun trekkja að hjá heimamönnum.

Chelsea

Ekki er ólíklegt að liðið í dag verði nokkuð svipað og það sem við sáum í síðasta leik gegn BATE. Alls voru fimm leikmenn úr hópnum skyldir eftir heima, sem sagt hvíldir, þeir Alonso, Luiz, Rudiger og Morata en að auki veiktist Fabregas sem átti að spila leikinn og ferðaðist því ekki. Þetta þýddi það Kante fór með, en hugmyndin var víst að hvíla hann líka. Það vakti athygli að Victor Moses var ekki valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert spilað - greinilegt að Sarri ætlar sér ekki að nota hann í þessum leikjum og að framtíð hans liggur ekki á Stamford Bridge.

Sarri gaf það út á blaðamannafundi að Hazard myndi spila í 45 mín til að koma sér í leikæfingu fyrir leikinn gegn Everton á sunnudag, það er í raun bara spurning hvort hann spili fyrri eða seinni hálfleikinn. Ég ælta að spá liðinu svona:


Ég vona að ungu strákarnir tveir fái að byrja þennan leik og að Ampadu byrji á kostnað Jorginho, við erum efstir í riðlinum með 9 stig öll hin liðin með 3 stig og sigur í þessum leik tryggir okkur áfram og ef hinn leikurinn endar með jafntefli erum við búnir að vinna riðilinn þó tvær umferðir séu eftir.

Það þarf líka að taka mið af leiknum á sunnudag. Everton er að spila hörku flottan fótbolta um þessar mundir og alveg ljóst að liðið verður að vera eins vel úthvílt og hugsast getur. Vonandi fá leikmenn eins og Kanté, Jorginho, Azpilcueta og Willian verðskuldaða hvíld en þeir hafa allir spilað mikið að undanförnu.

Spá

Miðað við fyrri leikinn eigum við að vinna þennan leik en það er ólíkt að spila í Evrópukeppni á heimavelli og útivelli eins og ýmis ónefnd lið hafa fengið að kynnast, en ég ætla að spá okkur 2-0 sigri og að þrennumaðurinn Loftus-Cheek og Giroud skori mörkin.

COYB!


bottom of page