top of page
Search

Óvissa og meiri óvissa...


Chelsea varð bikarmeistari 19. maí sl. Flestir áttu von á því að Conte myndi verða rekinn skömmu síðar út af afar slæmu sambandi milli hans og yfirstjórnar Chelsea. Hér erum við meira en mánuði seinna þó málin virðist vera að þokast í átt að niðurstöðu er ennþá umtalsverð óvissa innan raða Chelsea.

Roman Abramovich

Núna hefur maður fylgst með Chelsea í áraráðir en aldrei hefur maður verið að lesa fréttir af klúbbnun sínum á miðlum eins og London Business Journal og öðrum slíkum síðum. Það bárust fréttir í byrjun maí að Roman ætti í erfiðleikum með að fá endurnýjun á landsvistarleyfi sínu í Bretlandi en hann hefur búið í London frá 2001. Þetta vesen með landvistarleyfið má rekja til hinnar pólitísku milliríkjadeilu milli Bretlands og Rússlands út af morðtilræðinu á fyrrum njósnara KGB Sergei Skriptal.

Vladimir Putin og Theresa May eru í störukeppni og það er að bitna á okkar manni. Roman tók þá til bragðs að gerast ísraelskur ríkisborgari en Roman kemur af gyðingaættum. Planið var þá að fá breska landsvistarleyfið í gegnum Ísrael en ekki Rússland. Roman fékk vissulega landvistarleyfi en ekki atvinnuleyfi (e. work permit). Þegar þetta var staðfest virðist Roman hafa verið orðinn pirraður og ákvað að hætta við byggingu á nýjum velli, en sú fjárfesting var metin á milljarð punda. Sú ákvörðun hefur hleypt illu blóði í fullt af þingmönnum því hluti af þessum peningum átti að fara í uppbyggingu á alemmningsþjónustu á svæðinu.

Mér finnst eins og þessi landvistarmál munu nú blessast þegar fram líða stundir en margir óttast að Roman hyggist selja klúbbinn ef svo gerist ekki. Ég óttast það ekki að Roman selji Chelsea því það er nóg af ríkum einstaklingum þarna úti sem vilja eignast Chelsea og taka klúbbinn áfram.

Conte, Sarri eða einhver annar?

Þegar þetta er skrifað er hver fjölmiðillinn af fætur öðrum búinn að „staðfesta“ að Chelsea sé búið að komast að samkomulagi við Maurizzio Sarri um að gerast næsti þjálfari liðsins. Þetta hefur maður heyrt stanslaust í einhverjar 3 vikur en aldrei er þetta opinberlega tilkynnt. Við vitum öll af þessu veseni sem Sarri virðist vera í gagnvart Napoli og þeirra skrautlega eiganda. Ég verð hins vegar að lasta klúbbinn fyrir þessa óvssu. Þetta lítur illa út gagnvart mögulegum leikmannakaupum og hafa leikmenn eins og Chaill og Hazard talað opinberlega um að þeir vilji fá þessi mál á hreint sem fyrst. Svo er þetta líka vanvirðing gagnvart Conte sem, þrátt fyrir allt, hefur staðið sig frábærlega með Chelsea.

Ég er samt þeirrar skoðunar að Conte verði að yfirgefa klúbbinn. Samband hans og yfirstjórnar félagsins er í molum auk þess sem leikmenn á borð við Hazard, Willian, Fabregas og Luiz hafa engan áhuga á að spila fyrir hann. Hvort Maurizzio Sarri sé rétti maðurinn að taka við Chelsea verður svo bara að koma í ljós – það er alla vega gefið að hann mun umturna leikstíl liðsins, fari svo að hann verði ráðinn stjóri félagsins.

Leikmannakaup / Leikmannasölur

Það hafa margir orðrómar verið á fleygiferð um möguleg leikmannakaup. Lífseigustu sögurnar herma að Chelsea sé við það tryggja sér þjónustu Jean Michel Seri og Daniel Rugani. Seri er miðjumaður Nice og myndi smellpassa inn í þann fótbolta sem Sarri vill spila en hann var sá leikmaður sem átti flestar heppnaðar sendingar í frönsku Ligue 1 deildinni síðasta vetur. Rugani er 24 ára gamall miðvörður sem kemur mörgum í opna skjöldu að Juventus séu reiðubúnir að selja þar sem varnarlínan þeirra er komin til ára sinna. Rugan var ekki fastamaður í vörn Juve en spilaði þó töluvert á síðasta tímbili og þótti standa sig vel.


Jean Seri

Flest annað er meira hreinræktað slúður eins og áhugi Chelsea á Robert Lewandowski og Dries Mertens ofl.

Að mínu viti er samt stærsta áskorun Chelsea á þessu tímabili að endurnýja samninga við bæði Courtois og Hazard. Að tryggja okkur áframhaldandi þjónustu þessara kappa væru líklega okkar stærstu kaup í sumar. Miðað við stemminguna í klúbbnum þessi misserin gæti þetta endað illa, Real gæti keypt þá báða og við keypt Butland og Shaqiri í staðinn, svei mér þá.

Varðandi aðrar mögulegar leikmannasölur að þá virðist Willian vera að reyna koma sér til Man Utd, framtíð David Luiz í mikilli óvissu, Zappacosta gæti farið til Inter og vonandi kaupir einhver Danny Drinkwater af okkur.

Það er samt eitt jákvætt, vonandi átta menn sig á því að Ruben Loftus-Cheek gæti orðið frábær miðjumaður fyrir Chelsea – vonandi fær hann tækifærið.

KTBFFH


bottom of page