top of page
Search

Kaup og sölur sumarið 2018


Þegar þetta er skrifað er Antonio Conte formlega enn þá stjóri Chelsea. Það er líklega verst geymda leyndarmál fótboltans að það stendur til reka Conte og ráða Maurizio Sarri sem þjálfara liðsins. Það sem er að tefja fyrir þessum skiptum eru samningaviðræður milli Napoli og Chelsea um klásúlu sem hljóðar upp á 8 milljónir evra í samningi Sarri við Napoli. Napoli harðneitar að gefa þessa peninga eftir, jafnvel þó þeir séu búnir að ráða Carlo Ancelotti sem eftirmann Sarri.

Vonandi klárast þessi mál fljótt og vel.

Þegar þessi skipti klárast þá munum við fjalla vel um þennan (væntanlega) nýja stjóra okkar sem eru að mörgu leiti dularfullur náungi með óhefðbundna sögu að knattspyrnustjóra að vera.

Leikmannamál

Leikmannaglugginn er núna opinn og eru mörg liðanna byrjuð að ríða á vaðið. Liverpool tryggði sér í gær þjónsutu Fabinho frá Monaco og Riyad Mahrez er við það að ganga til liðs við Man City. Það hefur verið nóg slúðrað um Chelsea á þessum vettvangi en eins og oft áður er erfitt að vita hvort eitthvað sé hæft í þessum sögusögnum eða ekki. Það er alla vega morgunljóst að Chelsea þarf að styrkja sig fyrir komandi átök.

Það er hávær orðrómur um að Batshuahyi muni fara til Dortmund og Chelsea sé að reyna kaupa Christan Pulisic á móti frá Dortmund. Að sama skapi er framtíð Cahill í óvissu auk þess sem Danny Drinkwater og David Luiz hafi verið orðaðir frá félaginu.

Chelsea virðist hafa áhuga á Jean Michael Seri, miðjumanni Nice, en hann var sá leikmaður sem var með flestar heppnaðar sendingar í frönsku deildinni. Svo neitar orðrómurinn um Khoulibaly að fara í burtu.

Ef þessir hlutir myndu verða að veruleika þá myndi leikmannalaugin (Player's pool) líta svona út í 4-3-3 kerfinu hans Sarri:


Svo er bara stóra spurningin - gæti þetta lið keppt alla stóru titlana sem í boði eru?

KTBFFH


bottom of page