top of page
Search

Enska Úrvalsdeildin klárast - Newcastle úti


Jæja, eftir gríðarlegan góðan sigur á Liverpool um síðustu helgi mætti Chelsea Huddersfield á miðvikudagskvöldið og gerðu það sem Chelsea hafa gert allt þetta tímabil - klúðruðu málunum með því að sýna gríðarlegan óstöðugleika. Menn geta kallað það sem þeir vilja, klaufaskap, óheppni, stöngin út - staðreyndin er bara sú að taflan lýgur ekki.

Conte ákvað að rótera liðinu mikið fyrir Huddersfield leikinn og var sú ákvörðun umdeild. Ég get fullkomlega skilið að láta menn eins og Willian og Christensen byrja leikinn og jafnvel Zappacosta líka en að hvíla bæði Hazard og Giroud var fullkomlega galið og það beit okkur í rassinn.

Vonir Chelsea felast í því að Liverpool tapi á móti Brighton og að Chelsea vinni Newcastle á útivelli. Gerist það þá fer Chelsea í Meistaradeildina, annars er það bara Evrópudeildin.

Newcastle

Okkar gamli félagi Rafa Benítez er búinn að vinna frábært starf hjá þessum sofandi risa. Hann fór beint upp með liðið í fyrra og hefur nælt í 41 stig í þessum 37 leikjum sem búnir eru, það er að skila þeim í 10. sætið á markahlutfalli - mjög fínn árangur hjá liði sem eyddi mjög litlum fjármunum í báðum leikmannagluggunum og koma inn í deildina sem nýliðar.

Þeirra bestu menn á tímabilinu hafa verið Lascelles, Matt Ritchie og Ayoze Perez. Svo hefur Matt Dubravka komið mjög sterkur inn í markmannsstöðuna sem og hann Kenedy okkar, hann hefur heillað mann og annan þarna í Newcastle, ekki er ólíklegt að Newcastle reyni að kaupa kauða fyrir næsta tímabil.

Newcastle kemur inn í leikinn í fjögurra leikja taphrynu svo þeir hafa ekki verið í miklu stuði undanfarið.

Chelsea

Conte hefur engu að tapa í þessum leik. Ég vil bara sjá okkar menn keyra á Newcastle og þá verða okkar bestu menn að vera inni á vellinum. Ég vil sjá þetta lið:


Bakayoko og Kanté myndu byrja saman á miðjunni og Emerson kæmi inn fyrir Alonso. Cahill myndi vera í hjartanu á vörninni á kostnað Christsensen og vonandi er Courtois búinn að jafna sig á meiðslunum sem létu hann missa af Huddersfield fíaskóinu.

Það er mangað að segja frá því að Chelsea hefur aðeins unnið 1x í síðustu fimm leikjum á St. James Park, þessi völlur hefur reynst okkur verulega erfiður og þá sérstaklega þegar Jose Mourinho var þjálfari. Chelsea þarf því að hafa sig alla við ef þeir eiga að klára tímabilið með sigri.

Stór hluti af mér er pínu feginn að síðast leikurinn í deildinni sé runninn upp - þetta hafa verið of mikil vonbrigði á köflum.

KTBFFH


bottom of page