top of page
Search

Meistarar síðustu tveggja ára mætast


Í dag tekur Chelsea á móti Leicester City, leikurinn fer fram á Stamford Bridge hefst á klassíkum 15:00 tíma.

Síðasti leikur:

Leikjaálagið hefur verið mikið frá því í desember og á því er engin breyting. Chelsea spilaði í undanúrslitum Carabao bikarsins gegn Arsenal sl miðvikudag. Leikurinn endaði 0-0 og var það annað markalausa jafnteflið í röð og þriðja jafnteflið sem við okkar menn gera á árinu 2018. Leikurinn gegn Arsenal var að mínu viti slakur. Okkar menn voru á sínu sterkasta liði á meðan Arsenal spilaði án Cech, Kosicelny, Monreal, Ramsey og Özil. Alexis Sanchez var svo á bekknum. Þrátt fyrir þetta tókst Chelsea ekki að skora þrátt fyrir nokkur ágætis tækifæri.

Andstæðingurinn

Leicester City gerðu frábær skipti um miðjan október þegar þeir sögðu Craig Shakespeare upp störfum og réðu inn Claude Puel. Frakkinn hefur rifið þetta Leicester lið upp og hafa leikmenn eins og Ryiad Mahrez fundið sitt gamla form eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Leicester er nú í fínum málum í 8. sæti deildarinnar með 30 stig, aðeins fjórum stigum á eftir spútníkliði Burnley. Puel lætur Leicester spila alvöru fótbolta og reyna þeir að ýta vængmönnunum hátt upp völlinn þegar þeir sækja, auk þess sem Jamie Vardy og Demarai Gray eru báðir eldfljótir framherjar. Gray er upprunalega vængmaður en frá því Puel tók við hefur hann verið að spila meira sem framherji eða "tía".

Það er því mikill hraði sem býr í liði Leicester auk þess sem þeir kunna að verjast og halda skipulagi virkilega vel. Að mínu viti er Leicester City best spilandi lið deildarinnar ef undan eru skilin topp sex liðin. Þetta verður því erfiður leikur.

Chelsea

Ég spái byrjunarliði Chelsea svona:


Ég vonast til að sjá 3-4-3 kerfið í þessum leik. Pedro spilaði ekkert í miðri viku og ætti því að vera ferskur. Fabregas hefur spilað mjög mikið upp á síðkastið og mun því væntanlega víkja fyrir Bakayoko sem myndar miðjuteymi með Kanté. Restin er nokkuð sjálfgefin fyrir utan Rudiger vs Cahill baráttuna, þar held ég að Captain Cahill fái kallið.

Þetta verður ekki auðveldur leikur. Varnarlega verðum við að stoppa Mahrez, Cahill og Alonso munu eiga í fullu fangi með það. Leicester eru snillingar í því að sækja hratt upp völlinn, Chelsea verða því að vera varkárir og passa sig að lenda ekki í eltingaleik við menn eins og Vardy.

Það er lykilatriði að Alvaro Morata finni markaskóna sína aftur. Hann hefur verið að koma sér í færin, bara ekki klára þau. Ég vonast til þess að 3-4-3 kerfið gæti veitt honum meira pláss í þessum leik, hann og Hazard voru frekar einangraðir í leiknum gegn Arsenal í miðri viku. Morata er þannig framherji að hann þarf þjónsutu, einn auka væng framherji gæti akkurat verið það sem Chelsea liðinu vantar núna, taktísklega séð.

Chelsea er með miklu betra fótboltalið en Leicester og líklega kæmust bara 3-4 leikmenn úr þeirra byrjunarliði í leikmannahópinn hjá okkur. Vonandi tekst okkur mönnum að keyra pressuna vel í gang og koma Leicester liðinu í vandræði.

Ég spái 2-1 sigri í hörkuleik og að Morata finni netmöskvana.

KTBFFH


bottom of page