Það er boðið upp á rosalegan konfektmola á morgun (laugardag) þegar Man City mæta á Stamford Bridge. Þetta er síðdegisleikur á laugardegi svo þetta gerist ekki betra. Þessi upphitun byrjar samt á að fjalla aðeins um síðasta leik okkar manna. Sigurinn á Atletico Madrid var einn besti leikur sem Chelsea hefur spilað undir stjórn Conte. Vissulega voru sigrarnir í fyrra gegn City, Everton (heima) og Man Utd (heima) mjög góðir en þessi leikur var roslega vel leikinn gegn einu besta heimavallarliði heims. Diego Simone, þjálfari Atletico hafði aldrei tapað á heimavelli í Meistaradeild Evrópu, vert er hafa í huga að Atletico hafa reglulega verið að mæta sterkustu liðum Evrópu í þessari keppni. Conte breytti um taktík í þessum leik og lét liðið leika "hreina" 3-5-2 frá upphafi með Morata og Hazard frammi. Þetta svínvirkaði og áttu Atletico menn nánast ekki séns í vel skipulagt lið Chelsea. Það var hrein unun að horfa á Hazard blómstra í þessum leik, hvað eftir annað var hann skapa usla og "linkaði" rosalega vel við Morata í framlínunni.
Ég sá frábæra færslu á Twitter sem sagði að síðast þegar við mættum Atletico á útivelli þá höfðum við spilað með 10 menn fyrir aftan boltann allan tímann og spilað upp á jafntefli. Undir Conte förum við á þeirra heimavöll, fáum nánast öll færin, eigum fleiri sendingar, erum meira með boltann og vinnum leikinn. Þetta er framför. Mögulegt byrjunarlið gegn Man City
Ég ætla að vona að Conte geri sem fæstar breytingar fyrir þennan leik. Það er auðvitað gefið að David Luiz er í banni og Christensen mun koma inn í hans stað. Spurningin er hvort að Rudiger nái að ýta við Cahill sem átti skínandi leik gegn Atletico. Einnig vona ég innilega að Conte haldi tryggð við 3-5-2 kerfið sem virkaði svo frábærlega. Það spilar vissulega inn í að þessi leikur er aðeins þremur dögum eftir Atletico leikinn og því spurning hvort að leikmenn eins og Willian, Pedro og Zappacosta komi einnig inn í liðið til að hafa ferska fætur. Ég ætla samt að vona ekki.
Margir munu eflaust halda að Fabregas eigi að vera annað hvort fyrir framan Bakayoko og Kante eða þá fyrir aftan þá, sem afturliggjandi leikstjórnandi. Ef eitthvað er að marka leikinn gegn Atletico þá var Fabregas að spila vinstra megin í þriggja manna miðju þar sem Bakayoko var þessi "djúpi" miðjumaður. Sjá hér "Heat Map" af leiknum frá liði Chelsea:
Fyrir mér segir þessi mynd meira en 1000 orð. Þarna sést bresýnilega hvernig miðjan raðar sér upp og einnig hvað vængbakverðir okkar spila hátt uppi á vellinum. Það sem er líka einstaklega áhugavert er að sjá hvað Hazard og Morata voru nálægt hvor öðrum og voru duglegir að finna hvorn annan í þessum klassísku "pass-and-move" hreyfingum.
Man City
Chelsea er að fara mæta einu best spilandi liði heims. Pep Guardiola er núna á sínu öðru ári með Man City og það eru miklar framfarir á liðinu. Hann fékk opið tékkhefti í sumar og nýtti þá fjármuni einstaklega vel þess að byggja í kringum þennan flotta kjarna sem var fyrir. Pep er einnig að gera góða leikmenn enn betri og sést það á framförum Leroy Sané og jafnvel Raheem Sterling sem er kominn með 5(!) mörk í deildinni. að mínu viti hafa City verið að spila besta fótboltann það sem af er tímabili. Eini leikurinn sem þeir misstígu sig í var í 2. umferð gegn Everton þar sem þeir spiluðu 2/3 af leiknum manni færri og voru samt miklu betri.
Ég ætla spá byrjunarliði Man City svona:
Man City hafa verið að missa mikilvæga leikmenn í meiðsli undanfarna daga. Kompany meiddist fyrir nokkrum vikum (kemur ekki á óvart), Gundogan endist í einn hálfleik í sínum fyrsta leik til baka eftir erfið meiðsli og Benjamin Mendy var svo úrskurðaður með slitið krossband á hné og verður frá í 9 mánuði. Það bárust svo fréttir af því í dag að Sergio Aguero hefði lent í bílslysi og myndi missa af leiknum gegn CFC. Þrátt fyrir þennan mótbyr getur Pep stillt upp feykilega sterku liði eins og sést hér að ofan.
Þessi leikur verður mjög erfiður fyrir okkar menn. Allir vita hvernig Pep vill að sín lið spili. Hann setur liðið upp þannig að liðið pressar andstæðinginn öllum stundum þegar þeir eru án boltans en halda boltanum svo vel (og lengi) innan liðsins - þannig vill Pep stjórna tempóinu í leiknum. Þetta kerfi er samt alls ekki fullkomið og meira að segja svolítið fíldjarft. City á oft í erfiðleikum með að "loka" leikjum, því sama hvað staðan er þá vill títtnefndur Pep að sínir menn pressi stanslaust og að varnarlínan sé mjög hátt uppi á vellinum, m.ö.o. þeir eru oftast nær opnir fyrir skyndisóknum. John Stones er svo leikmaður sem á það til að gera kjánaleg mistök sem geta kostað sitt. Það er samt alveg á hreinu ef að leikmenn eins og De Bruyne og Silva fá tíma á boltann og tekst að setja Sane, Sterling og Jesus í góðar stöður á vellinum þá munu þeir geta tætt okkur í sundur. Það mun mikið mæða á Bakayoko og Kante sem og öftustu þremur miðvörðunum. Allir verða að eiga toppleik!
Ef Chelsea kemur með sama hugarfar inn í leikinn og gegn Atletico, þar sem við tökum svolítið völdin og þorum að spila okkar leik er klárt mál að við getum lagt þetta City lið að velli. Við unnum þá tvisvar í fyrra og þar með var Conte fyrsti stjórinn til að vinna báða leikina í deild gegn Guardiola, þannig mögulega erum við smá tak á þeim. Ég endurtek samt, þetta verður erfiðasti leikur tímabilsins hingað til, tvö frábær fótboltalið.
Vonandi verður þetta veisla! KTBFFH