top of page
Search

Úlfarnir heimsækja Stamford Bridge og Todd Boehly færist nær Chelsea

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagur 7. maí kl 14:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport

Upphitun eftir: Jóhann M. HelgasonÞað eru risatíðindi sem bárust í kvöld! Viðskiptahópurinn sem leiddur var af bandaríska viðskipajöfrinum Todd Boehly hefur skrifað undir samkomulag um að kaupa Chelsea Football Club. Salan er háð því að bæði breska ríkið og enska Úrvalsdeildin samþykki kaupin - eitthvað sem talin er vera lítil fyrirstaða. Þetta bindur endi 19 ára valdatíð Roman Abramovich sem og kippir klúbbnum úr verulegri rússíbanareið sem verið hefur í gangi allar götur síðan Rússland hóf innrás sína inn í Úkraínu. Þetta mun þýða að Chelsea getur aftur farið að semja við leikmenn, semja við nýja styrktaraðila, selja vöruvarning og auðvitað fylla Stamford Bridge af áhorfendum. Við munum að sjáfsögðu gera þessu máli betri skil þegar samningurinn hefur verið undirritaður af öllum aðilum.


En áfram heldur enska Úrvalsdeildin og núna fá okkar menn Wolverhampton Wanderers í heimsókn á Brúnna. Bæði þessu lið steinlágu í síðustu umferð, Frank Lampard mætti með sína menn dýrvitlausa gegn okkar mönnum og fóru Everton verðskuldað með 1-0 sigur af hólmi um síðustu helgi. Wolves töpuðu illa á heimavelli gegn Brighton 3-0. Svæði þessi lið mæta særð inn í þennan leik.


Chelsea hafa aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum í deildinni og segja má að leikurinn gegn Real Madrid í 8. liða úrslitum Meistaradeildarinnar hafi slegið allan takt úr spilamennsku liðsins. Leikmenn virka þreyttir, andlausir og mjög fátt um fína drætti bæði sóknarlega og varnarlega. Everton vann Chelsea einfaldlega vegna þess að þeir börðust meira fyrir stigunum. Ef ekki á illa að fara getum við misst af þessu 3. sæti og mögulega hleypt einhverri óþarfa spennu í keppnina um sætin í Meistaradeildinni, þar er báráttan á milli Spurs og Arsenal um fjórða sætið við skulum ekkert vera að hleypa þessum liðum neitt nærri okkur.


Ég vil sjá Tuchel hrissta aðeins upp í byrjunarliðinu. Ég vil að hann hleypi mönnum eins og Ziyech og Lukaku inn í byrjunarliðið og að Kai og Timo hvíli þennan leik. Mount þarf alltaf að spila. Kante og Jorginho eru meiddir ásamt bæði Chilly B og Hudson-Odoi. Spái liðinu svona:

Wolves

Úlfarnir eru búnir að eiga flott tímabil. Það var nokkur óvissa í kringum þá eftir að Nuna Santo yfirgaf liðið síðasta sumar og Bruno Laige tók við. Segja má að Bruno hafi áfram byggt Wolves upp á sama grunni og gildum og forveri sinn gerði, Wolves eru ennþá lið sem fær á sig fá mörk, eru þéttir fyrir en geta líka spilað hörkuflottan fótbolta. Þeir eru samt ekkert voðalega skemmtilegt lið og hafa til að mynda skorað þriðju fæstu mörkin í deildinni. En þeir nýta sín mörk vel því þeir sigla þennan fræga lygna sjó í 8. sæti með 49 stig sem er býsna góður árangur.


Að mínu mati hafa Wolves á að skipa besta miðjumanni deildarinnar sem spilar utan "topp-sex" liðanna. Það er Portúgalinn Ruben Neves sem hefur átt virkilega gott tímabil og er hann t.d. orðaður við lið eins og Man City, Man Utd og Arsenal í komandi leikmannaglugga. Það fer oft ekki mikið fyrir Neves í leikjum, en ef vel er að gáð er hann potturinn og pannan í bæði sóknar og varnarleik Wolves.


Spá

Spái okkur torsóttum 2-1 sigri þar sem Mount og Thiago Silva skora mörkin.


Comments


bottom of page