top of page

CFC.IS

BLOGGSÍÐA TILEINKUРCHELSEA FOOTBALL CLUB
Keep the blue flag flying high

Jóhann Már heiti ég og er blóðheitur stuðningsmaður Chelsea. Ég byrjaði að styðja klúbbinn  af miklum eldmóð árið 1995 eða þegar Ruud Gullit gekk til liðs við Chelsea, ég var 10 ára gamall. Ekki skemmdi fyrir að faðir minn hafði einnig stutt liðið með ráð og dáð frá því á sjöunda áratugnum.
 

Þessi síða byrjaði fyrst og fremst sem áhugamál og vettvangur fyrir mig sjálfan til að koma pælingum mínum um Chelsea Football Club á framfæri. Sumarið 2019 gengu svo sjö aðrir pistlahöfundar til liðs við síðuna og er planið að reyna að vera með vikuleg innslög þar sem fjallað verður um málefni líðandi stundar í klúbbnum, úrslit, leikmannamál osfrv. 

Ef einhver þarna úti hefur áhuga á að skrifa um Chelsea þá er sjálfsagt mál að birta slíka pistla hér á síðunni. 

KTBFFH

Hafið samband
Jóhann Már Helgason

bottom of page