Ritstjórn CFC.is ákvað að hlaða í lauflétta spá og um leið svara nokkrum spurningum um komandi tímabil.
Árni Steinar
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
3. sæti á eftir Man. City og Liverpool og allir sáttir.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Ég held að við förum nokkuð örugglega upp úr riðlinum en líkt og undanfarin þrjú skipti okkar í Meistaradeildinni þá dettur liðið út í 16 liða úrslitum eftir hádramatíska rimmu.
Hver verður leikmaður ársins?
Ég hef trú á að Kepa, aka the Bird Master, muni eiga glansandi gott tímabil og verði, þegar upp er staðið, sá leikmaður sem sýndi mestan stöðugleika og heilt yfir bestu frammistöðuna á tímabilinu.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Mjög tricky spurning. Hér er enginn einn augljós valkostur og í raun ógjörningur að spá um hvort það verði Tammy, Giroud eða Bats, nú eða einhver annar, sem stígur upp og byrjar að raða inn mörkum. Ég ætla þó að setja peninginn á Tammy.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Ég spái því að Jorginho muni eiga erfitt uppdráttar á tímabilinu. Hann var potturinn og pannan í hugmyndafræði Sarri, en nú þegar hennar nýtur ekki lengur við held ég að Jorginho verði í bölvuðu basli og muni mögulega gegna aukahlutverki þetta tímabilið. Einnig er ég hræddur um að Alonso muni valda umtalsverðu tjóni í þeim leikjum sem hann spilar.
Hvaða unga leikmann telurðu líklegastan til að brjóta sér leið inn í liðið?
Mason Mount. Lampard veit nákvæmlega hvað þessi drengur hefur fram að færa og hann mun klárlega gefa honum sjénsinn. Nú er það bara hans að sýna sig og sanna á stóra sviðinu, sem ég tel að hann muni gera svo um munar.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
Von mín og trú er að svo verði. Þjálfara-tölfræði CFC í tíð Roman ætti eðli málsins samkvæmt að valda nýjum stjóra hugarangri, en það er eitthvað sem segir mér að Lampard verði í uppáhaldi hjá rússneska Ísraelanum um ókomin ár.
Elsa Ófeigs
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
Ég spái liðinu 4.sæti.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Komumst í 8-liða úrslitin.
Hver verður leikmaður ársins?
Ég ætla spá því að Kante fái þennan heiður.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Skýt á Pulisic.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Ég er ansi hrædd um að það verði Tammy, vona samt ekki.
Hvaða ungi leikmaður er líklegastur til að brjóta sér leið inn í liðið?
Masoun Mount - ég geng út frá því að RLC og CHO séu búnir að brjóta sér leið inn í liðið.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
já!
Stefán Marteinn
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
Ég geri mér vonir um 3.sætið – Meistaradeildarsæti er það sem maður vill sjá, verður erfitt en það eru fáir sem hægt er að treysta jafn vel fyrir velferð Chelsea og Super Frank.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Við förum allavega í 8-liða úrslit – Allt eftir það verður bónus
Hver verður leikmaður ársins?
Ef N‘golo Kanté fer í sína stöðu fyrir framan vörnina þá er hann okkar besti leikmaður. Aðrir sem koma til greina myndi ég hugsanlega segja Kepa ef horft er í pre season leikina. Callum Hudson-Odoi gæti líka verið svarið við hvað tekur við eftir Hazard en spurning hvernig hann kemur úr meiðslum.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Ef Olivier Giroud fær mínútur verða mörk í honum og sama er hægt að segja um Michy Batshuayi, Tammy Abraham óskrifað blað en gæti sprungið út.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Það verða vonbrigði ef Danny Drinkwater verður ennþá á launaskrá Chelsea í vetur en ef við tökum mið af því hverjir séu að fara fá mínútur er ég hræddur við væntingarnar sem settar eru á Pulicic.
Hvaða ungi leikmaður er líklegastur til að brjóta sér leið inn í liðið?
Mason Mount hefur hrifið mig mest og sá sem ég er hvað spenntastur fyrir en Tammy Abraham er þó líklegastur þar sem fremsta víglínan er auðveldasta leið inn. Reece James gæti líka tekið hægri bak þegar hann kemur tilbaka og ýtt Azpi í hafsent.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
Hef fulla trú á því, já.
Markús Pálmi:
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
Ég tel Chelsea líklega til þess að hreppa 3 sætið.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Þetta fer svolítið eftir hvaða riðil við fáum en ég skýt á að við dettum út í 16 liða úrslitum.
Hver verður leikmaður ársins?
Ég ætla spá því að Kante fái þennan heiður.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Held að það sé smá "risk" að skjóta á Tammy en hann verður fyrir valinu. Hann verður að standast þetta próf.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Ég er smá stressaður yfir að Ross Barkley verði ekki jafn góður á tímabilinu og í pre-season, en David Luiz mun valda vonbrigðum held ég. Ef hann nú fær eitthvað að spila.
Hvaða ungi leikmaður er líklegastur til að brjóta sér leið inn í liðið?
Engin spurning. Pulisic. Heyrðuð það fyrst hér.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
Heldur betur. Í ljósi kaupbannsins, þá hlýtur hann að hafa rætt um þetta við stjórnina að hann þyrfti alla vega 2-3 ár í að sýna SITT Chelsea lið.
Þór Jensen
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
Liðin í kringum okkur á seinasta tímabili (Tottenham, Manchester United og Arsenal) hafa öll styrkt sig í félagsskiptaglugganum á meðan Chelsea situr í félagsskiptabanni og missir besta leikmann liðsins og deildarinnar. Þrátt fyrir það trúi ég að ef Lampard finnur rétta byrjunarliðið snemma og ef við byrjum tímabilið vel ættum við að eiga góðan séns í 4. sætið.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Er ekki týpískt að PSG slái okkur út í 16 liða úrslitum? Ekki næg reynsla né gæði í liðinu til að fara lengra að mínu mati.
Hver verður leikmaður ársins?
Ef hann væri ekki meiddur myndi ég segja Ruben Loftus-Cheek en það er spurning hvernig og hvenær hann kemur til baka úr meiðslum. Öruggasta svarið er væntanlega N'Golo Kanté okkar langbesti leikmaður, hann stendur alltaf fyrir sínu. Annars hef ég tilfinningu fyrir því að Kepa muni bjarga mörgum dýrmætum stigum fyrir okkur í vetur og hlýtur þennan titil í kjölfarið.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Hugsa að enginn skori yfir 15 mörk á tímabilinu en ef það er einhver sem mun komast nálægt því verður það Tammy Abraham. 26 mörk með Aston Villa í Championship deildinni á seinasta tímabili en úrvalsdeildin er allt annar handleggur. Batsman og Giroud ná aldrei yfir 10 marka múrinn frekar en Pulisic, Pedro og Willian. Callum kemur vonandi sterkur inn því okkur mun vanta markaskorara í vetur.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Michy Batshuayi.
Hvaða ungi leikmaður mun brjóta sig inn í liðið?
Reece James.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
Já.
Jóhann Már:
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
Ég spái okkur fjórða sætinu að þessu sinni sem er fínn árangur miðað við allt og allt.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Lampard nær að komast í gegnum fyrstu tvær hindranirnar en dettum svo út í 8-liða úrslitum.
Hver verður leikmaður ársins?
Svona fyrir tímabilið held ég að Kanté, Rudiger og Hudson-Odoi muni berjast um það - set minn pening á Kanté.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Ég vona innilega að það verði Tammy Abraham en eitthvað segir mér að hann Giroud og Batsman muni allir skora álíka mikið eða ca. 10-12 mörk.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Ég held að Willian eigi eftir að spila sitt síðasta tímabil fyrir Chelsea í vetur.
Hvaða ungi leikmaður er líklegastur til að brjóta sér leið inn í liðið?
Ég held að Reece James eigi eftir að koma á óvart og veita Azpilicueta harða samkeppni um hægri bakvörðinn.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
Já, ég held að Lampard muni standast prófið í ár og fá tíma til að byggja upp lið.
Sigurður Torfi
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
Væri fínasti árangur hjá Lampard að lenda í topp fjörum. Eigum töluvert í land í að ná City og Liverpool. Þriðja sætið verður okkar í ár.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Ætli við dettum ekki út á móti Barcelona í átta liða úrslitum í einhverju VAR fíaskó.
Hver verður leikmaður ársins?
N'golo Kanté mætir aftur í sína réttu stöðu.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Hefði viljað setja annað hvort Abraham eða Giroud hérna, en ég hugsa að það verði Christian Pulisic.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Ef mörkin detta ekki fljótlega hjá Tammy Abraham þá gæti tímabilið orðið erfitt fyrir hann.
Hvaða ungi leikmaður er líklegastur til að brjóta sér leið inn í liðið?
Mason Mount mun spila mikið og standa sig vel.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
Það er ekki gerð krafa á að landa stórum titli og á meðan það er jákvæð uppbygging í gangi undir stjórn Lampards þá verður hann þarna alveg bókað eftir ár.
Snorri Clinton
Í hvaða sæti endar Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni?
Ég vil meina að 5-6 sæti sé ásættanlegur árangur ef litið er á stöðu mála hjá klúbbnum í dag. Nýr stjóri með litla reynslu, félagsskiptabann, mikið traust lagt á unga og óreyndari leikmenn og í raun mikil uppbygging til framtíðar að fara eiga sér stað. Allt fyrri ofan það er fer gríðarlega fram úr mínum væntum.
Hvað fer Chelsea langt í Meistaradeildinni?
Ég segi að við förum ekki styttra en í 8-liða úrslit.
Hver verður leikmaður ársins?
Kante, verður skrímsli á miðjunni.
Hver verður okkar markahæsti leikmaður?
Ég ætla standa með minni trú á Tammy Abraham, hann setur 13 stykki í deildinni en 20 mörk í öllum keppnum.
Hvaða leikmaður mun valda vonbrigðum?
Jorginho. Hann heillaði mig ekki i fyrra geri ekki ráð fyrir því að hann nái því núna.
Hvaða ungi leikmaður er líklegastur til að brjóta sér leið inn í liðið?
Úff, um marga að velja. Ég held samt að CHO verði sá sem verði fastur byrjunarliðs maður frá fyrsta degi um leið og hann verður heill. Hann er þegar búinn að sanna það að hann á heima þar.
Verður Lampard ennþá stjóri Chelsea eftir 1 ár?
Já, engin spurning. Hann gengur inn í starfið án þess að mega kaupa og fær því væntanlega aðeins meira svigrúm en aðrir. Hef trú á að hann nái að gera góða hluti á fyrsta tímabili með unga leikmenn í bland við reynsluboltana.
Comments