top of page
Search

Man Utd vs Chelsea - undanúrslit FA Bikarsins

Keppni: FA Bikarinn

Tími:  Sunndagur 19. júlí kl. 17.00 Leikvangur: Wembley Hvar er leikurinn sýndur?  Stöð 2 Sport, BBC One og Sportbarinn Ölver Upphitun eftir Sigurð Torfa Helgason

Chelsea Það er skammt stórra högga á milli, núna er komið að undanúrslitum ensku bikarkeppninnar þar sem 4 sigursælustu lið þessarar keppni mætast og jafnframt sigurvegarar síðustu 4 ára. Arsenal mætir ríkjandi meisturum í Man City í dag og Chelsea mætir síðan Man Utd á morgun og fara báðir leikirnir fram á Wembley. (Innskot frá ritstjóra: Arsenal gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Man City í kvöld)

Okkar menn mættu föllnu liði Norwich á þriðjudag og lönduðu þar tæpum 1-0 sigri.  Þó þessi sigur hafi í raun aldrei verið í hættu vantaði eins og svo oft áður að klára leiknn en til þess fengu menn fjölmörg færi.  Norwich átti hins vegar ekki skot á mark í leiknum. Það reyndi því ekki mikið á vörnina en þeir Rudiger og Alonso fengu nú aftur tækifæri eftir að hafa verið utan liðs eftir leikinn hræðilega gegn West Ham.  Mér finnst líklegt að Rudiger haldi stöðu sinni á morgun en Reece James komi inn í liðið og Azpilicueta færi sig yfir í vinstri bakvörðinn.  Á miðjunni komu þeir Loftus-Cheek og Kovacic inn í liðið og Jorginho hélt stöðu sinni.  Fyrir liggur að Kante og Gilmor erum meiddir og verða ekki með á morgun.  Ég spái því að Mount og Barkley komi inn á miðjuna og Kovacic haldi stöðu sinni.  Um fremstu menn þarf ekki að ræða, þeir eru sjálfvaldir, Pulisic, Giroud og Willan.



Man Utd

Lið Man Utd hefur verið á mikilil siglingu síðan keppnin hófst að nýju.  Liðið er búið að spila 8 leiki, vinna 6 og gera 2 jafntefli.  Markatalan er 21-6.  Ole Gunnar hefur tekist að finna sitt lið auk þess sem hann endurheimti marga af sínum mikilvægustu menn úr meiðslum.  Það má því segja að þetta Covid ástand hafi bjargað miklu fyrir Man. Utd. því þegar hléið var gert voru þeir langt á eftir 4. sætinu og ekki líklegur til mikilla afreka.  Í dag geta þeir náð meistaradeildarsæti með sigri í tveimur síðustu leikjum sínum og eru auk þess komnir í þennan undanúrslitaleik gegn okkar mönnum og eru ennþá inni í Evrópudeildinni.  Liðið verður líklega svipað og í síðasta leik liðsins gegn Crystal Palace, en þar var okkar gamli félagi Nemaja Matic hvíldur og Luke Shaw meiddur.  Í stað þeirra léku Scott McTominay og Fosu-Mensah. Lið þeirra verður líklega svona:


Spá

Chelsea hefur gengið afleitlega með Man. Utd. undanfarna leiki eftir að hafa haft ágæt tök á þeim undanfarin ár. Við höfum ekki unnið þá síðan bikarúrslitaleiknum vorið 2018 sællar minningar þar sem við unnum 1-0 með vítaspyrnu Hazard, en hann færði okkur litlar 20 milljónir evra með sigri Real Madrid í La Liga á fimmtudag.  Ekki slæmur bónus það. Þetta var jafnframt síðasti leikur Conte sem stjóri Chelsea. Síðan hafa liðin leikið 6 leiki, þeir unnið 4 og 2 jafntefli. Markatalan er 4-13.

Frá því Lampard tók við sem sjóri hafi liðin spilað 3 leiki og Utd. unnið alla, 4-0 og 2-0 í deildinni og 2-1 í Framrúðunni.  Það er því sannarlega kominn tími til að snúa þessu við. Eins og fyrir viðureignina 2018 spá flest allir miðlar og veðmálasíður Man. Utd. sigri. Stuðlarnir eru yfirleitt 2-2,5 á sigur Utd. og 3-3,5 á sigur CFC.  Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá því að Lampard nái að losa það tak sem Ole Gunnar hefur haft á honum undanfarið. Ég spái því að leikurinn sjálfur fari 1-1 og fari síðan eftir markalausa framlenginu í vítaspyrnukeppni þar sem Kepa kemur loksins til með að gera gæfumuninn.

KTBFFH

bottom of page