top of page
Search

Miðvikudagsliðið á Brúnna - Hudson-Odoi á förum?Chelsea tekur á móti Sheffield Wedensday á morgun sunnudag kl. 18.00 og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikmannamál

Það er ekki annað hægt að fjalla örlítið um tíðindi síðustu daga í leikmannaglugganum. Þegar þetta er skrifað er Alvaro Morata á leið í læknisskoðun hjá Atletico Madrid. Lánssamningurinn er til loka tímabilsins og greiðir Atl Madrid 5 milljónir evra í svokallað lánsfé. Atl Madrid getur svo keypt Morata á 50 milljónir evra næsta sumar. Chelsea gæti því fengið 55 milljónir evra fyrir Morata. Chelsea keypti Morata sumarið 2017 fyrir 57 milljónir punda sem gera um 65 milljónir evra. Ég vona innilega að Morata standi sig vel hjá Atletico og að Chelsea nái að selja hann næsta sumar fyrir þessa fjárhæð. Morata er drengur góður og hefur óneitanlega hæfileika en hlutirnir hafa engan veginn gengið upp hjá honum í Chelsea treyjunni.

Svo eru það fréttir gærkvöldsins þegar allir helstu miðlarnir greindu frá því að Callum Hudson-Odoi hefði farið fram á sölu. Þetta kemur í kjölfar þess að FC Bayern gerði fjórða tilboðið í kappann sem talið er hljóða upp á 35 milljónir punda.


Chelsea hafa ekkert tjáð sig um þessar fregnir en slúðrið segir að þeir vilji ekki selja Hudson-Odoi nema hafa klásúlu í samningnum um að geta keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð á ákveðnum tíma (buy-back clause). Það vilja Bayern ekki sjá og eru því samningaviðræðurnar í ákveðinni sjálfheldu. RB Leipzig eru að reyna nýta sér þetta ástand en þeir hafa boðið 20 milljónir punda í CHO og í því tilboðið er fyrrgreind klásúla um endurkaup.

Það væri verulega sárt að missa Hudson-Odoi, en enginn leikmaður er stærri en sjálfur klúbburinn. Ef hann vill alls ekki vera áfram þá á að selja hann fyrir eins háa upphæð og mögulegt er.

Síðasti leikur

Síðari undanúrslitaleikurinn í deildarbikarnum gegn Tottenham fór á endanum vel, þótt okkar menn hefðu átt að vera búnir að klára þann leik örugglega, en nýttu ekki færin gegn vængbrotnu liði Spurs sem náðu að knýja fram vítaspyrnukeppni. Það voru síðan Eric Dier og Kepa markvörður sem tryggðu okkur sigurinn 4-2. Þessi leikur var mikil framför frá hinum afleita leik gegn Arsenal, menn mættu tilbúnir til leiks og höfðu greinilega tekið skammir Sarri á blaðamannafundinum eftir leik vel til sín.

Sheffield Wedensday Lið Sheff. Wed. eða "Uglurnar" eru sem stendur í 16. sæti Championship deildarinnar með 35 stig eftir 28 leiki. Þetta er eins og við vitum fornfrægt lið sem hefur orðið enskur meistari 4 sinnum, unnið FA Cup 3 og deildarbikarinn einu sinni. Liðið er að auki með einn stærsta leikvöll Englands, Hillsborough sem tekur um 40 þús áhorfendur og hefur oft verið notaður í stórum leikjum undanfarna áratugi. Liðið hefur í gegnum tíðina yfirleitt spilað í efstu deild, en hefur átt erfiða tíma undanfarin ár eða frá því að þeir féllu úr Úrvalsdeildinni árið 2000. Liðið átti erfiða byrjun í deildinni í ár og það endaði með því að þjálfarinn Hollendignurinn Jos Luhukay var rekinn í desember eftir einungis 11 mánuði í starfi. Í staðinn var ráðinn Steve Bruce sem þá var nýbúið að reka frá Aston Villa. Hann hefur þó ekki ennþá tekið formlega við liðinu, kemur ekki til starfa fyrr en 1. febr. og hafa væntanlegir aðstoðarmenn hans stýrt liðinu undanfarið og er það því Steve Agnew sem stýrir liðinu á morgun, væntanlega í síðasta skipti. Meðal leikmanna Uglanna er lánsmaður frá okkur Michael Hector en hann er ólöglegur í þessum leik. Að öðru leyti eru nú ekki mörg þekkt nöfn í liði andstæðinanna, helst má nefnt skotana Steven Fletcher og George Boyd.

Chelsea Eftir hinn hressilega blaðamannafund eftir Arsenal leikinn sendi Sarri Zola á fundinn fyrir leikinn gegn Sheffield Wed. Þar kom m.a. fram að okkar nýasti maður Gonzalo Higuain yrði í hópnum auk þess sem Loftus-Cheek hefði hafið æfingar og tæki hugsanlega einhvern þátt í leiknum, hins vegar ætti Christensen við einhver smávægileg meisli að stríða. Annars verður að reikna með talsverðum breytingum á liðinu frá Tottenham leiknum því á miðvikudag er erfiður útileikur gegn Bournmouth sem hafa verið að ná vopnum sínum á ný eftir mjög slakt gengi undanfarið. Þetta byrjunarlið er því nokkuð út í loftið:


Það er alveg klárt mál að Hudson-Odoi átti að byrja þennan leik en það verður að teljast ansi ólíklegt m.v. nýjustu fréttir. Því munu líklega Willian Og Pedro byrja á vægnjunum. Ef ég væri Sarri myndi ég minna aðeins á Drinkwater kallinn ef við erum að reyna að losna við hann því þetta er góður leikmaður sem myndi gagna inn í flest liðin í deildinn frá 7. til 20. sætis. Hann gæti tekið stöðu Jorginho sem þarf á hvíld að halda. Það verður samt að teljast ólíklegt.

Ætla að spá 2-0 sigri og gaman væri að Higuain myndi skora.

KTBFFH


bottom of page