top of page
Search

Hudderfield kemur í heimsókn


Chelsea mætir Huddersfield á heimavelli í kvöld kl. 19.45. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Eftir góðan sigur gegn Liverpool á sunnudag verður þessi leikur að vinnast til að halda í meistradeildarvonina fram á sunnudag þó sú von sé nú ekki mikil en maður veit aldrei.

Ef þessi leikur vinnst ekki er sá möguleiki úr sögunni. Leikurinn er einnig mjög mikilvægur fyrir Huddersfield sem er í baráttu við Swansea um að halda sæti sínu í deildinni. Þeir eiga 2 leiki eftir en auk þessa leik gegn Arsenal á heimavelli á sunnudag í lokaleik Arsenal undir stjórn Wenger. Swansea á hins vegar eftir heimaleik gegn Stoke og vinnist sá leikur verður Huddersfield að ná í stig annað hvort í kvöld eða lokaleiknum þar sem maraktala Swansea er betri. Það er því allt undir í kvöld og verður að búast við erfiðum leik þar sem andstæðingar okkar muna bakka og reyna að halda hreinu sem lengst. Búast má við einhverjum breytingum í kvöld frá síðasta leik þar sem við vorum að spila 3-5-2. Ekki ólíklegt að Conte fari í 3-4-3 aftur og Willian komi inn í liðið fyrir Bakayoko. Gætu þó orðið fleiri breytingar þar sem við eigum síðan erfiðan útleik gegn Newcastle á sunnudag.


Morata var eitthvað smávægilega meiddur í síðasta leik en þó hann sé klár eru engar líkur á að hann byrji þennan leik, enda Giroud reynst okkur happafengur. Lið Huddersfiled náði markalausu jafntefli gegn meisturum Man. City á útivelli í síðasta leik þannig að ljóst má vera að það getur tekið tíma að brjóta þá niður.

Við vonum það besta.

KTBFFH


bottom of page