Núna eru liðnir nokkrir dagar frá hörmungunum sem áttu sér stað í síðasta leik gegn Bournemouth. Allt við þann leik var glatað, allt frá undirbúningi til frammistöðu. Svo virtist sem flestir hafi verið með hugann við leikmannamarkaðinn sem var að loka þetta sama kvöld og hreinlega gleymt að pæla í þeirri staðreynd að það þarf að sýna hverju einasta liði í ensku Úrvalsdeildinni virðingu.
Bournemouth gjörsigruðu okkar menn 3-0 þar sem allir leikmenn Chelsea voru lélegir - hugsanlega fyrir utan Andreas Christensen, en hann fór meiddur af velli.
Það nennir ekki nokkur maður að lesa of mikið um síðasta leik, ég ætla því að reyna horfa á hlutina í víðara samhengi út frá nokkrum mismunandi umræðuefnum:
Antonio Conte:
Þessi bráðsnjalli Ítali á ekki sjö daga sæla um þessar mundir. Hann er búinn að vera í fílu meiri hlutann af þessu tímabili og það líður nánast ekki sá blaðamannafundur að hann komi ekki með einhverja pillu í átt að stjórninni sem hann greinilega (réttilega?) kennir um stöðu liðsins. Hann vill fá ákveðna leikmenn, en fær aðra leikmenn, sem allir eru slakari en þeir sem hann bað um sjálfur. Í þessari viku hafa verið orðrómar um að hann verði hreinlega rekinn ef þessi leikur tapast á mánudagskvöld gegn Watford eða þá ef liðið steinliggur gegn Barcelona síðar í mánuðinum.
Persónulega hef ég mikla samúð með Conte og finnst hann vera að skila virkilega góðu starfi, heilt yfir. Gleymum ekki að á "venjulegu" tímabili værum við mun nær toppsætinu en ella - Man City er einfaldlega að rústa þessari deild. Segja má að við séum á pari við Man Utd hvað árangur varðar í vetur. Bæði lið á svipuðum stað í deildinni, inni í bikarnum og í 16. liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Samt er engin orðrómur um að reka Mourinho frá Manchester, þvert á móti er hann að fá nýjan samning og fékk að kaupa Alexis Sanchez í janúar - Conte fékk Ross Barkley.
Nei, Conte er ekki vandamálið einn og sér. Vandamálið er að mínu viti þetta fyrirkomulag eða samskiptin á milli Conte og yfirstjórnarinnar - hvernig er hægt að leyfa því að gerast að Conte sé að tala við stjórnina í gegnum fjölmiðla? Það er ófyrirgefanlegt að allra hálfu að láta klúbbinn líta svona illa út.
Á meðan þessi óeining ríkir á milli Conte og stjórnarinnar skulum við bara gera ráð fyrir því að þessir orðrómar um Luis Enrique haldi áfram að birtast okkur.
Leikmannahópurinn:
Er Chelsea með betri leikmannahóp heldur en Arsenal? Liverpool? Eða jafnvel Tottenham? Við erum klárlega ekki með betri hóp en Man Utd og Man City - þeir hópar hafa meiri breidd og meiri gæði heilt yfir.
Hér að neðan er einföld tafla þar sem ég flokka leikmenn Chelsea niður eftir 5 getustigum. Mögulega er ég of góður í mér að stimpla menn gagnslausa en ég tel Drinkwater vera eina leikmanninn í hópnum sem sé ekki á þeim kalíber að eiga spila fyrir Chelsea. Bakayoko og Zappacosta rétt sleppa við að fara inn í þann hóp með Drinkwater.
Það er hægt að rífast endalaust um það hver eigi að vera hvar. Staðreyndin er hins vegar sú að Chelsea hefur bara 3 heimsklassa leikmenn á sínum snærum og bara aðra þrjá sem geta talist verulega góðir. Margir myndu ekki setja Fabregas þangað en að mínu viti er Fabregas enn með mjög mikil gæði og kæmist í flest byrjunarlið í heiminum.
Stóra umræðuefnið í þessu er að liðið hefur of fáa afgerandi leikmenn og þar af leiðandi eru of margir miðslungsleikmenn í hópnum. Munið þið þegar við vorum með fjóra heimsklassa miðjumenn? Lampard, Ballack, Essien og Makelele, í því liði var líka einn besti miðvöður sinnar kynslóðir og stórkostlegur markmaður. Þetta lið hafði svo Didier Drogba frammi. Chelsea í nútíðinni vantar meiri gæði, svipuð gæði og liðið hafði hér á árum áður.
Til að loka þessari umræðu um hópinn þá sagði Conte á blaðamannafundi að Chelsea vantaði þrjá heimsklassa leikmenn til að berjast við Man City, ég held það sé hárrétt hjá honum.
Roman Abramovich og stefna Chelsea:
Einvher erfiðasti einstaklingur til að greina og meta er okkar maður Roman Abramovich. Hann fer aldrei í viðtöl né heldur hann einhverjar opinberar ræður eða neitt slíkt. Hann passar mjög vel upp á einkalífið sitt. Þegar Roman keypti Chelsea þá sagði hann að eitt af markmiðum sínum væri að láta liðið vera sjálfbært, eitthvað sem þótti langsótt á þeim tíma þar sem Chelsea var nánast gjaldþrota er hann keypti liðið. Á ca. 10 árum tókst þetta markmið og í dag er Chelsea vel rekinn klúbbur sem skilar iðulega hagnaði þegar horft er til EBITDA eða rekstrarreiknings fyrir skatta og afskriftir. Á síðasta ári skilaði klúbburinn til að mynda 15,5 milljón punda hagnaði.
Hvers vegna reynir Chelsea ekki lengur við stærstu bitana á markaðnum? Er það út af nýja vellinum sem á að kosta okkur 1 milljarð punda? Eða vegna þess að Financial fair play (FFP) reglurnar séu svo stífar? Eða er klúbburinn einfaldlega búinn að marka sér nýja stefnu?
Persónulega held ég að allir þættirnir spili þarna inn í og eflaust einhverjir fleiri. FFP reglurnar eru reyndar handónýtar og það hafa Man City og PSG sannað reglulega. Völlurinn er klárlega breyta sem stjórnendur Chelsea eru að taka alvarlega, þetta eru gríðarlegir fjármunir. Að lokum held ég svo að Chelsea vilji eftir fremsta megni sleppa því að þurfa kaupa menn á yfirsprengdum verðum. Vilji reyna að kaupa leikmenn sem eru við það að verða superstjörnur og gera þá að slíkum - Eden Hazard er þar besta dæmið og eiginlega Kevin De Bruyne og Mo Salah líka. Við bara seldum þessa tvo síðastnefndu alltof snemma. #TakkMourinho
Hvað þessi nýja stefna þýðir verður bara að koma í ljós. Á meðan við höldum áfram að kaupa Emerson fyrir Alex Sandro og Ross Barkely fyrir Alexis Sanchez er morgunljóst að liðið mun veikjast og óhjákvæmilega dragast aftur úr.
Hvernig Roman Abramovich sér Chelsea fyrir sér eftir 10 ár er erfitt að svara til um.
Leikurinn gegn Watford:
Ég spái byrjunarliðinu svona:
Ef einhver er að vonast til að sjá Giroud frá byrjun að þá slökkti Conte í þeim vonum á síðasta blaðamannafundi þar sem hann er að stíga upp úr meiðslum. Við neyðumst því til að spila með Hazard frammi sem mér finnst alltaf jafn slappt, honum er sóað þar að mínu viti. Ég vona innilega að Willian verði orðinn nægilega sprækur til þess að hefja leik svo Conte geti gefið Bakayoko leyfi í þessum leik, þ.e. ef hann tekur Fabregas fram yfir Baka líka.
Vörnin er áhyggjuefni. Christensen er frá og Luiz er tæpur. Þetta þýðir að Capteinn Cahill verður í hjartanu á vörninni, eitthvað sem var hörmulegt gegn Bournemouth. Vonumst eftir að Luiz verði klár og með hausinn rétt stiltann.
Hvað andstæðinginn varðar að þá er Watford á einstaklega slæmu skriði þessa dagana. Nýlega búnir að reka þjálfarann Marco Silva og með fullt af mönnum í meiðslum. Nýi þjálfarinn Javi Garcia er varnarsinnaðari en forveri sinn og vill spila agaðari bolta. Watford eru á slæmu skriði og okkar menn eiga að vinna þá.
Eins gott að menn mæti rétt stilltir í þennan leik.
KTBFFH