top of page
Search

Arsenal á Emirates


Gleðilegt ár! Við áramót þá staldrar maður oft við og fer yfir farinn veg. CFC.is hefur farið fram úr mínum björtustu vonum hvað lestur varðar og slíkt hvetur mann áfram til frekari skrifa. Þannig að, takk kærlega fyrir móttökurnar.

Jólavertíðin klárast hjá Chelsea í kvöld er liðið fer á Emirates og mætir erkifjendum okkar í Arsenal. Þetta verður fyrsti leikur af þremur gegn Arsenal í janúar þar sem liðin eigast líka við í undanúrslitum deildarbikarsins, en í þeirri keppni er leikið heima og að heiman í undanúrslitum.

Síðasti leikur

Chelsea vann vængbrotið lið Stoke sannfærandi 5-0. Chelsea sýndi heldur betur sparihiðarnar í sóknarleiknum og voru Pedro og Willian báðir í banastuði. Það var líka gaman að sjá Danny Drinkwater ná sínu fyrsta marki fyrir klúbbinn og ekki sakaði hvað það var glæsilegt. Þó Chelsea hafi spilað þennan leik virkilega vel verður samt að hafa í huga að andstæðingurinn var í raun að spila á B-liðinu sínu, alla vega hvað vörnina varðar.

Það var samt kærkomið að laga markatölunua og komast upp í 2. sætið eftir umferðina þar sem Man Utd mistókst að vinna Southampton.

Andstæðingurinn

Tímabilið hjá Arsenal er búið að vera skrítið. Þeir hafa í raun verið fastir í 4.-7. sæti og aldrei náð neinu alvöru skriði í deildinni en hafa heldur aldrei dottið í einhverja svakalega lægð. Þeir eru vel inni í hinum svokallaða Wenger-bikar, sem er fjórða sætið í ensku Úrvalsdeildinni.

Sumir stuðningsmenn Gunners tala um óverðurský séu yfir liðinu sökum samningamála Alexis Sanchez og Mesut Özil, Wenger virðist vera búinn að sætta sig við að missa þá báða frítt frá félaginu næsta sumar. Sögusagnir hafa verið á kreyki að annað hvort PSG eða Man City muni reyna að kaupa Alexis í janúarglugganum, framtíð hans virðist alla vega ekki liggja hjá Arsenal. Fari svo að Arsenal missi þessa tvo leikmenn á frjálsri sölu gefur auga leið að félagið þarf að fjárfesta verulega í leikmannahópnum á næsta tímabili.

Hvað varðar spilamennsku Arsenal að þá hefur varnarleikurinn verðið þeirra höfuðverkur það sem af er tímabili. Liðið hefur fengið á sig 26 mörk sem er einu marki meira en arfaslök vörn Liverpool. Vörnin verður líklega áfram þeirra höfuðverkur því Monreal og Koscielny eru tæpir vegna meiðsla. Kolasinac, Ramsey og Özil munu líklega einnig missa af leiknum svo það vantar stóra pósta í lið heimamanna.

Erlendir miðlar eru spá byrjunarliði Arsenal svona:


Chelsea

Antonio Conte náði alfarið að hvíla Eden Hazard gegn Stoke og gat svo leyft sér að skipta Kanté, Morata og Moses út af í þeim sama leik. Chelsea hefur í raun verið liða heppnast með leikjaálagið í kringum hátíðarnar, t.d. þurfti Chelsea aldrei að spila með 48 klst millibili líka og flest önnur lið.

Ég ætla að spá liði Chelsea svona:


Christensen, Bakayoko, Fabregas og Hazard myndu þá koma inn í liðið á kostnað Chaill, Drinkwater, Willian og Pedro. Fyrir mér er þetta algerlega 50/50 ákvörðun varðandi Rudiger eða Cahill og eins Bakayoko eða Drinkwater. Það verður hins vegar að teljast líklegt að 3-5-2 kerfið verði fyrir valinu og því verða Willian og Pedro báðir að víkja.

Leikurinn á Stamdord Bridge í fyrri umferðinni í september var frekar tíðindalítill og endaði 0-0. Chelsea hefur samt harma að hefna frá því í leiknum á Emirates á síðasta tímabili er okkar menn voru kjöldregnir 3-0, en í síðari hálfleik í þeim leik prófaði Conte hina víðfrægu þriggja manna vörn sem hefur verið við lýði allar götur síðan. Arsenal vann okkur einnig í FA úrslitaleiknum sl. vor og svo aftur í leiknum um Samfélagsskjöldin í upphafi þessa tímabils. Það er því tími til kominn að vinna Arsenal, því þeir hafa haft örlítið tak á okkur undanfarið.

Að mínu viti mun það henta okkur ágætlega að spila á móti Arsenal. Þeir eru lið sem opnar sig frekar mikið, spila á háu tempói og sækir á mörgum mönnum. Slík spilamennska á að henta okkur fremstu mönnum vel og sérstkalega ef Fabregas fær tíma á boltanum. Kante og Bakayoko þurfa að ná góðum tökum á miðjunni og þvinga Arsenal í erfiða hluti sem við eigum að ráða vel við varnarlega. Vonandi mun Azpilicueta líma sig á Alexis Sanchez með þeim afleiðingum að Chilemaðurinn muni hverfa úr leiknum. Við þurfum frammistöðu eins og í leiknum gegn Man Utd til að vinna þenna leik, það verður erfitt en alls ekki útilokað!

KTBFFH


bottom of page