Uppgjör og hugleiðingar eftir tímabilið 2018/19
Ef það ætti að finna eitt orð yfir þetta nýliðna tímabil hjá Chelsea þá væri það líklega orðið; viðburðarríkt. Í þessum pistli ætla ég að reyna gera tilraun þess koma með einhverskonar uppgjör um þetta tímabil sem hafði vissulega sínar lægðir en einnig sína sætu sigra.
Ef einhver hefði spurt mig við byrjun síðsta tímabils hvort það yrði ásættanlegur árangur ef Chelsea myndi enda í þriðja sæti deildarinnar, komast í úrslitaleik deildarbikarsins og vinna Evrópudeildina, þá he