top of page
Search

Southampton á St. Mary's


Í hádeginu á laugardag taka okkar menn á móti Southampton. Eftir úrslit síðustu leikja er fjórða sætið orðið að fjarlægðum draumi og frammistaðan í samræmi við það. Ekki þarf að ítreka vonbrigði tímabilsins hér og stefnir í að þjálfaraskipti verði hjá okkar mönnum í lok tímabils þó svo að vandinn liggi mun dýpra innan klúbbsins heldur en einungis hjá Conte og co.

Síðasti leikur

Leikurinn gegn nágrönnum okkar í West Ham síðustu helgi var dæmigerður fyrir tímabilið í heild sinni. Það vantaði þetta ´´killer instinct´´ í okkar menn og á meðan liðið heldur áfram að leka mörkum þá er ekki nóg að skora eitt mark. Á síðasta tímabili hefði þetta verið þægilegur 2-0 sigur sem liðið hefði siglt þægilega í gegnum.

Andstæðingurinn

Mjög auðveldlega er hægt að færa rök fyrir því að Southampton liðið mæti betur stemt til leiksvheldur en okkar menn. Liðið er í bullandi fallbaráttu og mun hvert stig vera dýrkeypt fyrir þá. Mark Hughes hefur náð að koma upp smá stemmningu í liðið. Þó svo að liðið hafi tapað fyrir Arsenal síðustu helgi þá spilaði liðið vel og var óheppið að ná ekki úrslitum. "Sparky" eins og Mark Hughes er jafnan kallaður er gamall refur og hann mun finna það að okkar menn eru sært dýr um þessar mundir. Ég held að Southampton muni keyra á okkar menn af fullum þunga fyrstu 10-15 mínúturnar í von um að ná inn marki.

Chelsea

Undirrituðum finnst þreytt að þurfa að blaðra um sömu hlutina viku eftir viku. Einfaldlega spilar liðið ekki nógu sterkan varnaleik viku eftir viku og nær ekki að klára leikina þegar færi er á. Ég get lítið sett út á leikmannaval Conte undanfarnar vikur, mér finnst hann vera að spila á sterkasta liðinu sem hann getur teflt fram. Vandamálið liggur dýpra í klúbbnum, t.d. hjá aðilunum sem stjórna leikmannakaupunum innan félagsins. Að losa sig við Conte í sumar mun ekki leysa vandamál klúbbsins, langt því frá.

Ég vil sjá Christansen koma aftur inn í liðið fyrir Cahill. Cahill hefur ekki hraðan í að spila þarna miðju varnarinnar. Victor Moses er búinn að vera arfa slakur undandarið og vona ég að Zappacosta verði klár í að leysa hann af. Ég held að það sé kominn tími á að gefa Giroud start á morgun en er ekki svo

viss um að Conte geri það.


Spá

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég ekkert hvernig þetta mun enda á morgun. Southampton liðið er að berjast fyrir lífi sínu á meðan okkar menn líta út fyrir að nenna þessu varla. Bjartsýnisspáin mín segir að við klárum þetta 1-2. Shane Long hefur verið okkur erfiður í minningunni og setur hann

snemma leiks en Zappacosta (sem ég vona að komi inn fyrir Moses á morgun) og Willian klára þetta fyrir okkar menn.

KTBFFH


bottom of page