top of page
Search

Yfirferð yfir einkunnir leikmanna á CFC.is


Eins og lesendur síðunnar vita höfum við hjá CFC.is verið að gefa leikmönnum okkar einkunnir eftir hverja leiki. Við munum því birta þessa einkunnagjöf, endrum og sinnum, yfir tímabilið.


Einkunnagjöfina má sjá efst í færslunni.


Það er engin annar en Thiago Silva sem leiðir einkunnagjöfina með meðaleinkunnina 7,0. Callum Hudson-Odoi er með sömu einkunn en hann hefur leikið mun færri mínútur en Brassinn trausti.


Heilt yfir er einkunnagjöfin mjög jöfn því Kante, Mount, R. James og Ziyech eru allir með 6,9.


Það sem stingur mann örlítið við þessa yfirferð er einkunnir framherjanna okkar. Giroud, Werner og Tammy eru allir með einkunn frá 6,3-6,5. Enginn þessara leikmanna hefur náð nægilega miklum stöðugleika.

Eins og sést á þessari töflu er Tammy Abraham markahæstur með 11 mörk og með mesta markaframlagið, 17 stykki (mörk+stoðsendingar). Það er einu marki meira en Werner sem er með 9 mörk og 7 stoðsendingar. Giroud er svo með 9 mörk.


Fjögur af þessum níu mörkum Giroud komu í einum og sama leiknum. Werner hefur ekki skorað mark í Úrvalsdeildinni síðan í nóvember og aðeins sex af þessum ellefu mörkum Tammy hafa svo komið í Úrvalsdeildinni.


Með öðrum orðum, enginn af framherjum okkar er búinn að eiga gott tímabil og liðið þarf mjög á hreinræktuðum markaskorara að halda.


Að lokum vil ég benda aðeins á Christan Pulisic. Þetta er líklega hæfileikaríkasti leikmaðurinn okkar og hefur sýnt að hann getur gjörsamlega tekið fyrir leiki, lagt upp og skorað mörk. En hann er hins vegar aðeins með 2 mörk og 2 stoðsendingar - mjög lítið sóknarframlag.


Vonandi nær Thomas Tuchel að rífa liðið í gang, fyrstu ummerki hans á liðinu eru mjög jákvæð en vonandi nær hann að trekkja einn af framherjunum í gang.


KTBFFH

- Jóhann Már


Comments


bottom of page