top of page
Search

Verðlaunaafhendingar fyrir 2019/20 (hingað til).



Ritstjórn CFC.is ákvað að hafa nokkurskonar verðlaunaafhendingu fyrir tímabilið það sem af er. Valinn var besti leikmaður, besti ungi leikmaður, mestu vonbrigðin og svo fékk Frank Lampard einkunn á skalanum 0-10.


Besti leikmaður Chelsea: Mateo Kovacic með 5 atkvæði af átta mögulegum. Í öðru sæti var Tammy Abraham sem fékk þrjú atkvæði.


Besti ungi leikmaður:Mason Mount með 7 atkvæði af 8 mögulegum. Tammy fékk eitt atkvæði.


Mestu vonbrigðin: Kepa Arrizabalaga vinnur þetta með miklum yfirburðum. Kanté, allir miðverðir Chelsea og Ross Barkley komust líka á blað.


Meðaleinkunn Lampard: 7,6 - Það verður að teljast sem fínasta einkunn fyrir Super Frank á sínu fyrsta tímabili.


Hér að neðan er svo hægt að lesa hvað hver og einn meðlimur í ristjórninni skrifaði um hvern og einn lið.

Árni Steinar

Hver er leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Tammy Abraham. Á sínu fyrsta tímabili í PL hefur stráksi skorað 13 mörg of gefið 3 stoðsendingar í 25 leikjum og haldið mönnum eins og Giroud og Batshuayi á bekknum. Hann skortir ennþá stöðugleika en heilt yfir hefur hann verið virkilega flottur.

Hver er ungi leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Mason Mount. Hefur komið af krafti inn í liðið með hraða sínum, greddu og leikni – er sífellt að reyna að skapa og ógna. Hefur skilað sínu, sbr. 6 mörk og 4 stoðsendingar. Framtíðarleikmaður.

Hvaða leikmaður hefur valdið mestum vonbrigðum?

Kepa, Ross Barkley og Hudson-Odoi. Take your pick.

Hvaða einkunn, á skalanum 0-10, fær Frank Lampard og hvers vegna?

Þétt 7,5. Hefur sýnt þroska og yfirvegun í joggaranum sínum á hliðarlínunni og öðlast virðingu og stuðning meðal leikmanna og stuðningsmanna. Á móti hefur hann verið í vandræðum með að finna sitt „rétta lið“ og liðið hefur skort stöðuleika undir hans stjórn. Klárlega kominn til að vera (þangað til Roman ákveður annað!:)).


Snorri Clinton

Leikmaður ársins

Verð að segja Kovacic eða króatíski Iniesta eins og ég kalla hann. Króatinn hefur verið hreint frábær á miðjunni það sem af er tímabils. Er hann líklega sá eini í liðinu sem hefur sýnt fram á stöðugleika og hefur að mínu mati sýnt okkur af hverju Lampard vildi halda honum, hlakka til að sjá hann áfram í bláu treyjunni.

Ungi leikmaður ársins

Mig langar rosalega að segja Pulisic, að mínu mati hreint magnaður, en ekki sanngjarnt þar sem hann var mikið frá sökum meiðsla. Ég vel því Mount, strákurinn hefur staðið sig hreint ótrúlega vel undir handleiðslu Frank og er ekki að sjá að hann sé á fyrsta ári með stóru strákunum.

Vonbrigðin

KEPA!! Mér fannst hann alls ekki eiga slæmt tímabil í fyrra og sýndi á köflum frábæra takta sem réttlættu verðmiðann. Aftur á móti hefur hann ekki náð að fylgja því eftir í ár hefur í raun verið gagnslaus, fyrir utan bikarleikinn á móti liverpool. En ein góð frammistaða bætir ekki upp fyrir lélegt tímabil.

Einkunn Lamps

Áður en tímabilið hófst spáði ég okkar 6. sæti. Sú spá var byggð á reynsluleysi Lampard, kaupbannsins, sölu Hazard og að stjórinn þurfti að setja traust sitt á unga og óreynda leikmenn. Við stöndum þó sem fastast í 4ja sæti sem er í raun lýginni líkast. En fjórða sætið er samt raunin og því get ég sagt að Lampard hafi náð að fara framm úr mínum væntingum. Ég gef honum því 7,5 í einkunn. Fínasta fyrsta ár hjá honum í úrvalsdeildinni.


Markús Pálmason

Hver er leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Að mínu mati var Kovacic besti maðurinn, þó ég vilji líka segja Tammy. Tammy byrjaði best, ásamt Mason, en slappaði aðeins af seinni hluta tímabilsins. Kovacic var nánast aldrei lélegur þó hann átti suma leiki betri en aðra.

Hver er ungi leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Tammy hlýtur að taka þetta. Markahæsti leikmaðurinn í liðinu og aðeins 22 ára. Spilaði svipað marga leiki og Willian en skoraði eitthvað um 8 mörkum meira en hann.

Hvaða leikmaður hefur valdið mestum vonbrigðum?

Ég veit að Ross Barkley reif sig í gang núna í lokin en var skelfilegur í flestum leikjum, sérstaklega til að byrja með. Sama mætti segja um Kepa.

Hvaða einkunn, á skalanum 0-10, fær Frank Lampard og hvers vegna?

Ég sé mig alveg færan á að henda á hann góðri 8. Hann hélt okkur nálægt toppsætinu helvíti lengi, sérstaklega á miðað við mikið af meiðslum og félagsskiptabann, en þó er nægt rými fyrir bætingar og ég hef það mikla trú á honum fyrir næsta tímabil að ég bara gæti séð það fyrir mér að við berjumst um titilinn á næsta tímabili!

Sigurður Torfi

Besti: Tammy Abraham

Leikmaðurinn sem ég efaðist hvað mest um áður en tímabilið byrjaði. En hefur hefur troðið nokkrum sokkapörum uppí mig með öllum þessum öflugu mörkum.

Besti ungi: Mason Mount

Byrjaði tímabilið svaka vel og skoraði nokkur mjög góð mörk. Dró aðeins af honum síðustu mánuðina en sýndi klárlega að hann er að fara að vera í þessu liði til lengri tíma.

Mestu vonbrigðin:

Allir hafsentar Chelsea. Það þarf verulega að fara í einhverja naflaskoðun í þessari leikstöðu. Enginn af þeim í heimsklassa, en Tomori gæti orðið það.

Frank Lampard einkunn: 7

Í heildina var þetta solid frumraun hjá Lampard en pressan mun verða meiri á næsta tímabili ef það munu nýjir leikmenn koma inn í sumar.

Þór Jensen

Hver er leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Kovacic. Einfaldlega frábær á tímabilinu og í liði tímabilsins (það sem af er) hjá mörgum stærri miðlum. Frábær í að leysa úr pressu andstæðingsins. Ótrúlegur dribblari og býr til mikið pláss fyrir sóknarmenn.

Hver er ungi leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Mason Mount. Hann hefur verið hvað stöðugastur af þeim ungu leikmönnum sem hafa fengið tækifærið á tímabilinu. Vinnusemi, sendingageta og fótboltagreind eru hugtök sem lýsir honum vel. Gott hugarfar og lærir af mistökum.

Hvaða leikmaður hefur valdið mestum vonbrigðum?

Kanté. Vonbrigði hvað hann hefur verið mikið meiddur og hversu lítið impact hann hefur haft þegar hann hefur verið heill, miðað við hvað maður býst við af honum.

Hvaða einkunn, á skalanum 0-10, fær Frank Lampard og hvers vegna?

7,5-8. Það hefði enginn kvartað í byrjun tímabilsins yfir því að vera í meistaradeildarsæti á þessum tímapunkti án Eden Hazard og engann inn í staðinn.

Elsa Ófeigs

Leikmaður ársins og hvers vegna?

Ég ætla að velja annan af okkar frábæra miðjupari, Kovacic / Jorginho. Sendingar þeirra hafa í 88% og 90% tilfella ratað til samherja og hvor um sig hefur unnið tæplega 60% af þeim tæklingum sem þeir hafa farið í. Jorginho hefur þó sigurinn vegna vítaskyttuhæfileka hans og þá kallar vítavalhoppið hans líka iðulega fram bros hjá mér.


Ungi leikmaður ársins og hvers vegna?

Mason Mount. Mér finnst hann vera duglegur inni á vellinum, hleypur mikið og hefur gott auga fyrir leiknum. Þá hefur hann skorðað fimm mörk og átt sex stoðsendingar. Frábært efni þar á ferð.

Vonbrigðin og hvers vegna?

Markmannshjartað grætur innra með mér en þvílík vonbrigði þetta tímabil hjá Kepa greyinu. Það má finna góða úttekt á frammistöðu Kepa þetta tímabilið á cfc.is (https://www.cfc.is/post/we-need-to-talk-about-kepa) en mig langar ekki að rifja það sérstaklega upp. Ég held að flestir, ef ekki allir, stuðningsmenn Chelsea hafi andað léttar þegar Caballero tók við markmannsstöðunni í febrúar. Seinasti leikur okkar fyrir Covid-hlé var fyrsta tækifæri Kepa aftur í markinu og þar sýndi hann frábæra frammistöðu. En maður spyr sig, er það kannski orðið of seint?

Einkunn Lampards fyrir fyrsta tímabil með Chelsea og af hverju.

Lampard... Elsku Lampard. Ég gef honum 7,75 í einkunn fyrir tímabilið. Hann er hæfileikaríkur en skortir reynsluna sem margir betri stjórar hafa. Fyrir utan varnarleikinn þá finnst mér engin stór vandamál vera til staðar - sem hlýtur að teljast gott fyrir jafn reynslulítinn stjóraVerðskulduð gagnrýni á skiptingar Lampards, sérstaklega fyrri hluta tímabilsin og af einhverjum ástæðum var hann mjög ragur að fá Giroud inn í liðið þegar við vorum í basli með að skora, sérstaklega eftir að Tammy meiddist.

Stefán Marteinn

Hver er leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna? Þrátt fyrir færri mínútur inni á velli en maður hefði viljað sjá þá fynnst mér Matteo Kovacic hafa verið heilt yfir okkar besti maður á tímabilinu. Hefur stigið upp í leikjum í vetur þegar aðrir hafa verið að draga fæturnar, frábær með boltann og missir hann sárasjaldan sem er gríðarlegur kostur við miðjumann.


Hver er ungi leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna? Mitt atkvæði fer á Mason Mount. Byrjaði af miklum krafti en fjaraði svolítið undan í vetrarægðinni sem reið yfir þarna frá lok nóv en var í miðju uppstigi aftur þegar allt var blásið af. Þegar einn úr geitargarðinum(Lionel Messi) fer að taka eftir þér þá er nokkuð ljóst að það sé eitthvað þarna að sjá. Fyrir áramót hefði sennilega Fikayo Tomori slefað uppfyrir eða Tammy pressað verulega á.


Hvaða leikmaður hefur valdið mestum vonbrigðum? Kepa Arrizabalaga hefur ekki átt gott tímabil verður að segjast en „batnandi mönnum er best að lifa“ segja spekingarnir. Ef við gröfum aðeins dýpra en bara í það augljósa þá hefur Emerson Palmeri ver slappur sömuleiðis og Michy Batshuaiy hefur litlu bætt við sóknarleikinn (Tökum Amsterdam ævintýrið þarna út fyrir sviga)


Hvaða einkunn, á skalanum 0-10, fær Frank Lampard og hvers vegna? Solid 8,5 - 9. Maðurinn er búin að rebranda félagið úr því að vera álitnir nánast „scums of England“ í að verða eitt mest spennandi og „likable“ lið deildarinnar. Við sitjum í 4.sætinu og höfum haldið því þvert á allar spár fyrir mót og það þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn burt og í meiðsli. Ýmislegt sem má og þarf að lagfæra en ég ber fullt traust til Frank Lampard.

Jóhann Már

Hver er leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Ég vel Tammy Abraham, hann rétt sigrar Mateo Kovacic. Fyrir mér hafa þessir tveir leikmenn verið þeir bestu og sýnt hvað mestan stöðugleika. Mörkin hjá Tammy gera útslagið hjá mér, þegar Chelsea var að spila sinn besta bolta í október/nóvember var Tammy frábær og vann fyrir okkur hvern leikinn á fætur öðrum.


Hver er ungi leikmaður ársins að þínu mati og hvers vegna?

Mason Mount fær þetta atkvæði en mögulega hefði Billy Gilmour veitt honum samkeppni ef tímabilið hefði klárast eðilega (og vonandi klárast það í sumar). Mögulega hefði Pulisic líka verið hér ef hann hefði ekki meiðst svona illa í janúar.


Hvaða leikmaður hefur valdið mestum vonbrigðum? Alltaf Kepa Arrizabalaga – var alveg svakalega slakur áður en að Lamps henti honum á bekkinn fyrir tæplega fertugan Willy C.

Hvaða einkunn, á skalanum 0-10, fær Frank Lampard og hvers vegna? Ég gef Lampard 6,5. Alltof margir leikir tapast og liðið oft á tíðum illa skipulegt og fyrirsjáanlegt. Hef samt fulla trú á okkar manni, hann er að þroskast sem stjóri og þarf að taka út sín mistök. Það dregur hann líka niður um a.m.k. einn heilan að hafa tekið Batsman fram yfir Giroud nánast allt tímabilið.

Comments


bottom of page