top of page
Search

Upphitun fyrir Leicester og nýr þáttur af Blákastinu

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagur 20. Nóvember 2021, kl 12:30

Leikvangur : King Power Stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Sjónvarpi Símanns

Upphitun eftir: Jóhann Már Helgason


Í gærkvöldi tókum við upp nýjan þátt af Blákastinu sem nú er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn hér neðst í færslunni.


En núna í hádeginu á laugardag gera Chelsea sér stutta ferð til Leicester City og mæta þar lærisveinum Brendan Rodgers. Er þetta fyrsti leikur eftir langt og leiðinlegt landsleikjahlé. Við stuðningsmenn Chelsea getum þó þakkað fyrir það að allir okkar leikmenn virðast hafa komist heilir til baka úr landsleikjunum, á þetta sérstaklega við í tilfelli Christan Pulisic og N'Golo Kanté.


Varðandi meiðsli að þá er Mateo Kovacic ennþá frá og Romelu Lukaku er sömuleiðis enn að jafna sig eftir meiðslin í síðasta mánuði. Góðu fréttirnar eru að Timo Werner er allur að koma til og gæti verið í hópnum á laugardag.


Í Blákastinu í gær stilltum við í sameiningu upp byrjunarliði fyrir þennan leik. Það er alltaf örlítið flóknara að stilla upp þessum liðum eftir landsleikina, því menn koma misjafnlega seint til baka og eru með mislöng ferðalög á bakinu.


Edouard Mendy verður á sínum stað í markinu og við giskuðum á að Chalobah, Christensen og Rudiger verði í þriggja manna miðvarðarlínu þar fyrir framan. Markamaskínurnar Ben Chilwell og Reece James verða svo sitt hvoru megin í vængbakvörðunum. Á miðri miðjunni gáfum við Ruben Loftus-Cheek traustið ásamt Kante. Fremstu þrí verða svo, ef spá okkar rætist, Mason Mount, Callum Hudson-Odoi og Kai Havertz.Þetta er auðvitað bara spá og Tuchel gæti vel horft til þess að hafa Jorginho á miðjunni, Azpilicueta í vörninni og Hakim Zieych í sókninni. Við getum a.m.k. ekki kvartað yfir breiddinni.


Leicester City

Refirnir, eins og þeir eru jafnan kallaðir á Bretlandseyjum, hafa ekki farið vel af stað á þessu tímabili. Þeir sitja í 12. sæti með 15 stig og hafa aðeins unnið fjóra af ellefu leikjum í ensku Úrvalsdeildinni. Það er mjög lélegt á þeirra mælikvarða enda hefur Brendan Rodgers verið með Leicester City í Meistaradeildarbaráttu undanfarin ár.


Í upphafi tímabils misstu þeir unga miðvörðin Fofana í meiðsli og hvori Johnny Evans né Jannik Vestergaard hafa náð að fylla hans skarð. Sömuleiðis hafa leikmenn eins James Maddison, Harvey Barnes Kelechi Ihenacho verið langt frá sínu besta. Þeirra bestu menn hafa verið þeir Youri Tielemans og Jamie Vardy en sá fyrrnefndi er meiddur og verður ekki með um helgina.


Eins og flestir muna þá töpuðum við fyrir Leicester í úrslitaleik FA bikarsins á síðustu leiktíð en unnum þá svo í deildinni aðeins nokkrum dögum síðar. Leicester er gott fótboltalið sem spilar flottan bolta. Þó þeir hafi verið slakir hafa þeir líka átt fína leiki eins og gegn Man Utd, sem þeir hreinlega pökkuðu saman.


Spá

Chelsea hafa ekki unnið á King Power Stadium í síðustu þremur heimsóknum í deildinni - þannig þetta verður ekki auðveldur leikur. Ég spáði 1-2 sigri í Blákastinu í gærkvöldi svo ég held mig bara við þá spá.


Havertz og Mount með mörkin.


KTBFFH
Comentários


bottom of page