top of page
Search

Tap gegn Liverpool - Leikskýrsla og einkunnir



Gangur leiksins

Það er alltaf hundleiðinlegt að fjalla um svona leiki. Sérstaklega svona strax eftir leik og sviðinn frá tapinu ekki almennilega runninn af manni. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalaus, hvorugt liðið náði að skapa sér einhver færi að viti. Allt virtist ætla fara á þann veg að liðin gengu jöfn inn í búningsklefana í hálfleik. Svona allt þar til Mane fær frábæra sendingu sem komur honum í þá stöðu að vera einn á móti markmanni með Chritsensen andandi niður hálsmálið á honum. Kepa hleypur út á móti en í stað þess að treysta á markvörðinn ákveður Christensen að rífa Mané niður…..flautið kemur frá dómaranum og lítið annað hægt í stöðunni en að gefa honum beint rautt.


Liverpool nýtti sér að vera manni fleiri í seinni hálfleik og það tók ekki nema tæplega 5 mín fyrir þá að setja eitt í netið framhjá Kepa. Það var svo á 54. mín sem Kepa einfaldlega gaf Liverpool sitt annað mark með ævintýralegum mistökum. Það kæmi eflaust fáum á óvart ef þetta hafi verið síðasti leikurinn sem við sjáum Kepa í úrvalsdeildinni.


Jorginho fékk svo tækifæri til að koma Chelsea aftur í baráttuna þegar Werner fiskaði vítaspyrnu. Manni líður alltaf vel þegar Jorginho fer á punktinn þar sem hann hefur ekki klúðrað víti í háa herrans tíð. En það hlaut að koma að því, Alisson varði og þannig enduðu leikar.


Umræðupunktar

  • Byrjunarliðið var nokkurn veginn eins og ég spáði fyrir um, fyrir utan að ég hefði viljað sjá Alonso á bekknum miðað við útreiðina sem hann fékk frá hinum 19 ára Lamptey í síðasta leik á móti Brighton. Eftir á að hyggja finnst mér hann eiga nokkuð hrós skilið. Hann náði að vinna varnarvinnuna á þann hátt að Salah nánast sást ekkert í þessum leik, verðum að muna að það er ekki á færi hvaða varnarmanns sem er að gera það.

  • Áfram með byrjunarliðið – Heilt yfir (fyrir utan rauða spjaldið) fannst mér vörnin standa sig prýðilega og sýnist mér hann Zouma vera festa sig í sessi meir og meir með hverjum leiknum. Við fengum svo að sjá Tomori koma inn á í seinnihálfleik. Mér fannst frábært að fá hann aftur inná og hlakka til að sjá meira af honum.

  • Miðjan fannst mér heilt yfir vera veik, Kovacic ekki að finna sig og svipaða sögu má segja af Jorginho. Pressan frá Liverpool bar þá (sem og aðra) ofuliði og illa gekk að koma boltanum upp völlinn.

  • Ég er fáranlega spenntur fyrir sóknarleiknum hjá okkar mönnum þetta árið, hlaupin, sprettirnir, og þessir slíkir þættir sem Werner hefur upp á að bjóða eru geggjaðir. Það er bara tímaspursmál hvenær þýsku mörkin fara að hlaðast inn.

  • Havertz byrjaði sinn annan leikinn í röð á kantinum/frammi. Því miður dró lítið til tíðinda hjá honum þar, líkt og í síðustu viku. Verður fróðlegt að sjá hvernig hann þróast í annarri stöðu þegar leikmenn eins og Ziyech og Pulisic verða orðnir klárir.


Einkunnir

Byrjunarliðið

Kepa – 2

Reece James – 6

Christensen – 5

Marcos Alonso – 6,5

Zouma – 7

Kanté – 6,5

Jorginho – 5

Kovacic – 5,5

Havertz – 5,5

Mount – 7

Werner – 7,5 - Maður Leiksins hjá Chelsea


Varamenn

Tomori – 6,5

Barkley - 5

Abraham - 5

KTBFFH

- Snorri Clinton

Comments


bottom of page