top of page
Search

Spá ritstjórnar CFC.is fyrir tímabilið 2020/21

Þegar þetta er ritað eru aðeins þrír dagar í að Chelsea hefji leik í ensku Úrvalsdeildinni. Að vanda birtir ritstjórn CFC.is hér spá sína í hinum ýmsu flokkum. Það kemur kannski fæstum á óvart að Stefán Marteinn spáir okkur titlinum - vonum að hann hafi rétt fyrir sér!


Í hvaða sæti mun Chelsea enda í ensku úrvalsdeildinni 2020/21?

Árni: Solid 3. sæti og ekki vandræðalega langt á eftir Liverpool og Man City.

Elsa: Ég held að 3.sætið verði raunin.

Jóhann: 3. sætið en okkur tekst að minnka bilið.

Sigurður: 3. sætið.

Snorri: Finni Lampard réttu blönduna þá spái ég liðinu í 2. sæti!

Stefán: Allt neðar en 3.sæti er vonbrigði en að sjálfssögðu spái ég okkur titlinum.

Þór Jensen: 3. sæti!


Hvað förum við langt í Meistadeildinni?

Árni: Werner fleytir okkur í 8-liða úrslitin en lengra förum við ekki.

Elsa: Við töpum í undanúrslitaleiknum.

Jóhann: Förum alla leið í 8. liða úrslit.

Sigurður: Undanúrslit

Snorri: · Aldrei styttra en 8 liða úrslit!!

Stefán: Við komumst í 8-liða. Ef við förum fram úr því þá förum við alla leið.

Þór Jensen: 16. liða úrslit.


Vinnum við titil á tímabilinu?

Árni: Nei.

Elsa: Já, við tökum Carabao og FA bikarana.

Jóhann: Tökum FA Bikarinn.

Sigurður: Vinnum FA Bikarinn

Snorri: Já! Ég spái því að við tökum annað hvort Carabao Cup eða FA Cup

Stefán: Við verðum í baráttu um alla titla og löndum 2 af þeim 4 sem eru í boði.

Þór Jensen: Já, FA cupHver verður besti leikmaður tímabilsins?

Árni: Pulisic stimplar sig inn sem einn besti leikmaður deildarinnar.

Elsa: Christan Pulisic

Jóhann: Ef Pulisic helst heill þá springur hann endanlega út.

Sigurður: Timo Werner

Snorri: Ef Pulisic heldur áfram þar sem frá var horfið eftir Covid, þá eru mínir peningar á honum.

Stefán: Hakim Ziyech - Hann mun sýna okkur alvöru töfra!

Þór Jensen: Captain America Pulisic!


Hver verður besti ungi leikmaðurinn(Efnilegasti)?

Árni: Ég ætla að spá því að Hudson-Odoi springi loksins út.

Elsa: Reece James

Jóhann: Kai Havertz

Sigurður: Hjartað vonar að það verði Hudson Odoi en hugurinn segir Havertz.

Snorri: Fyrr nefndur Pulisic finnst mér ansi líklegur.

Stefán: Callum Hudson-Odoi stígur næsta skref.

Þór Jensen: Billy Gilmour


Hver verður markahæstur?

Árni: Hér ætla ég að vera fyrirsjáanlegur og segja Werner.

Elsa: Timo Werner

Jóhann: "Turbo" Timo Werner fer hátt í 30 mörk í öllum keppnum.

Sigurður: Timo Werner

Snorri: Turbo Timo, slúttar 20 stykkjum í EPL og ca 25 í öllum keppnum

Stefán: Timo Werner sýnir okkur þýsk gæði.

Þór Jensen: Timo WernerHver verður kaup tímabilsins?

Árni: Hakim Ziyech. Verður seinn í gang en þegar upp er staðið mun hann standa undir verðmiðanum og rúmlega það!

Elsa: Timo Werner

Jóhann: Timo Werner

Sigurður: Timo Werner

Snorri: Havertz mun sanna sig og sýna okkur af hverju hann kostaði 80 millz!

Stefán: Erfitt að skauta framhjá Ziyech eftir að ætla útnefna hann bestann.

Þór Jensen: Timo Werner


Hver verður vonbrigði tímabilsins?

Árni: Kai Havertz. Hann er þó ungur og á endanum mun stjarna hans skína skært í EPL, en ekki á þessu tímabili.

Elsa: Ben Chilwell

Jóhann: Vona að ég hafi rangt fyrir mér en gef Rudiger þetta.

Sigurður: Er skíthræddur um að það verði Hudson Odoi.

Snorri: Mitt svar við þessu er og verður alltaf Barkley.

Stefán: Ef CHO stígur ekki upp verður hann vonbrigði tímabilsins.

Þór Jensen: Thiago Silva, því miður.


Hver er líklegastur til þess að verða óvænt hetja tímabilsins?

Árni: Ég ætla að tippa á skrímslið Thiago Silva.

Elsa: Kepa Arrizabalaga 😊

Jóhann:Vona að það verði Kepa eða Christensen! Held að það verði Reece James.

Sigurður: T. Silva gæti stýrt þessum meðal-miðvörðum okkar í hæstu hæðir.

Snorri: Jorginho! Fékk fá tækifæri eftir covid en var mjög flottur.

Stefán: Edouard Mendy á greiðustu leiðina svona fyrirfram. Annars Kepa!

Þór Jensen: Kepa Arrizabalaga!


Hvernig enda top 4?

Árni: 1) Liverpool 2) Man City 3) Chelsea 4) Man.Utd

Elsa: 1) Man. City 2) Liverpool 3) Chelsea 4) Man.Utd.

Jóhann: 1) Man. City 2) Liverpool 3) Chelsea 4) Man.Utd.

Sigurður: 1) Liverpool 2) Man City 3) Chelsea 4) Man.Utd.

Snorri: 1) Man City 2) Chelsea 3) Liverpool 4) Tottenham

Stefán: 1)Chelsea 2) Man City 3) Liverpool 4) Tottenham

Þór Jensen: 1) Man. City 2) Liverpool 3) Chelsea 4) Man.Utd.bottom of page