top of page
Search

Slæmt tap gegn Leicester – Verður Lampard rekinn?Chelsea mættu á King Power völlinn í kvöld með sókndjarft byrjunarlið í farteskinu. Lampard smellti þeim Kai Havertz og Hudson-Odoi í byrjunarliðið ásamt Reece James. Það var nánast augljóst strax frá fyrstu mínútu að okkar menn voru ekki tilbúnir í þetta verkefni. Strax á 6‘ mínútu leiksins kom Wilfred Ndidi Leicester yfir með góðu skoti eftir stutta hornspyrnu heimamanna. Við þetta krumpuðust okkar menn inn í skelina og það litla sjálfstraust sem skapaðist með sigrinum á Fulham hvarf eins og dögg fyrir sólu. Lítið markverkt gerðist hjá okkar mönnum fyrir utan góða sókn sem endaði með skoti frá CHO í hliðarnetið. Það var svo á 41‘ mínútu að James Maddison kom Leicester í 2-0 eftir barnalegan varnarleik í boði Rudiger og James. Þarna má segja að rothöggið hafi komið – okkar menn voru aldrei að fara koma til baka.

Leikur liðsins batnaði í síðari hálfleik en það var að stórum hluta sökum þess að Leicester tóku miklu minni sénsa í sínum leik og hentu færri mönnum fram völlinn. Timi Werner tókst að skora en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu sem líklega var réttur dómur samkvæmt núgildandi reglum.

Mjög vont 2-0 tap staðreynd.


Umræðupunktar

  • Mun Lampard vera þjálfari Chelsea þegar okkar menn mæta Luton n.k. sunnudag? Ég er ekki viss.

  • Liðið er í djúpri holu. Er Super Frank maðurinn til að koma okkur upp úr holunni? Ég er ekki viss.

  • Staða liðsins í deildinni er gjörsamlega óboðleg í alla staði, erum í 8. sæti og flest öll liðin fyrir ofan okkur eiga leik til góða.

  • Fokking WEST HAM með DAVID MOYES sem stjóra eru fyrir ofan okkur í töflunni.

  • Ef Roman Abramovich tekur í gikkinn og rekur Lampard – þá get ég ekki mótmælt þeirri ákvörðun.

  • Muniði þegar aðalvandamál Chelsea var Kepa í markinu? Það sem málin hafa versnað!Einkunnir leikmanna

Edouard Mendy – 7: Þurfti að taka á honum stóra sínum 2-3 í leiknum og varði vel gegn Vardy, Tielemans og Justin. Fær nafnbótina maður leiksins fyrir að forða stórslysi.

Thiago Silva – 6: Var ekki auvðelt fyrir hann að verjast svona hátt á vellinum gegn liði eins og Leicester. Stóð sína plikt ágætlega og bjargaði nokkrum sinnum vel.


Toni Rudiger – 5,5: Virðist vera búinn að slá Zouma út úr liðinu – mér finnst það ekki skynsamlegt.Leit ekki vel út í kvöld.


Ben Chilwell – 5: Slakur leikur hjá Chilly B. gegn sínum gömlu félögum.


Reece James – 4: Svakalega lélegur leikur hjá Reece, bæði sóknar-og varnarlega.


Mateo Kovacic – 6: Einn af örfáum leikmönnum sem bætti leik sinn í síðari hálfleik og reyndi að láta hlutina gerast.


Mason Mount – 5,5: Langt frá sínu besta, skapaði eitt gott færi í fyrri hálfleik en var partur af miðju sem var bara hlaupið yfir í kvöld.


Kai Havertz – 5: Lampard breytti leikkerfinu í kvöld til þess að láta Havertz spila „sína“ stöðu. Havertz þakkaði ekki traustið og var slakur.


Christan Pulisic – 5: Spilar allar mínútur og greinilegt að Lampard leggur mikið traust á herðar Captain America. Vandamálið er bara að Pulisic nær ekki að láta hlutina gerast. Þurfum að fá hann í gang.


Hudson-Odoi – 5: Ekki góð frammistaða hjá CHO. Hann þarf samt að spila og að mínu mati átti ekki að taka hann af velli.


Tammy Abraham – 4: Gekk nákvæmlega ekkert upp hjá Tammy og voru Fofana og Evans með hann í vasanum.


Timo Werner – 6: Var hreyfanlegur í svona fljótandi framherja hlutverki í 4-4-2. Vel klárað mark hjá honum, sem var því miður rangstaða.


Hakim Ziyech – 5,5: Komst aldrei í neinn takt við leikinn.


KTBFFH

- Jóhann Már


Comments


bottom of page