top of page
Search

Sigur í FA Bikarnum gegn Morecambe



Chelsea fengu Morecambe í heimsókn í dag þegar sú elsta og virtasta hóf göngu sína fyrir liðin úr efstu deild. Morecambe hafði farið í gegnum stórveldin Maldon & Tiptree og Solihull Moors fyrir viðureign þessara liða en Chelsea og önnur lið úr efstu deild hefja leik í 3.umferð keppninnar.


Það var afmælisbarnið Mason Mount sem kom okkar mönnum á bragðið á 18.mínútu leiksins þegar hann átti þéttings fast skot utan af velli sem sigraði Mark Halstead í marki Morecambe. Stuttu áður hafði Adam Phillips átt sendingu/skot fyrir mark okkar manna sem endaði næstum í netinu en Kepa var vel á verði og kom í veg fyrir það. Chelsea var eins og við var að búast mun meira með boltann í leiknum og stjórnaði leiknum. Þegar 44.mínútur voru að detta á klukkuna átti Hakim Ziyech stórkostlegan bolta fyrir markið sem Kai Havertz skallaði niður fyrir Timo Werner sem skoraði langþráð mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Chelsea menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og var það Callum Hudson-Odoi sem skoraði þriðja mark liðsins eftir frábæra sendingu frá Hakim Ziyech strax á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Leikurinn fór meira og minna fram á vallarhelmingi Morecambe eins og við var að búast en það var svo Kai Havertz sem rak síðasta naglan í kistu Morecambe í þessari keppni.


Þægilegur fjörgra marka sigur Chelsea staðreynd.


Umræðupunktar

● Lampard stillti upp sterkara liði en við var að búast - Hefðum líklega séð allt annað lið spila þennan leik ef hann hefði verið fyrir mánuði.

● Fikayo Tomori fékk ekki tækifæri í byrjunarliði dag - Ýtir undir orðróma um að hann sé á útleið.

● Loksins finnur Timo Werner netið aftur!

● Sömu sögu að segja af Mason Mount - Skoraði sitt 2. mark á tímabilinu og það býr mikið meira í honum.

● Kai Havertz hægt og rólega farin að sýna gæðin sín - Síðustu leikir klárlega eitthvað til að byggja ofan á.

● Hakim Ziyech okkar mikilvægasti maður fram á við? - Stutt svar: Sennilega já.

● Kepa átti góðan leik - Kannski ekki öll von úti?

● Callum Hudson-Odoi með mark í 3.umferð bikarsins 3ja árið í röð.


Einkunnir leikmanna

Kepa Arrizabalaga - 8

Átti flott inngrip í upphafi leiks þegar lúmskur bolti kom fyrir markið og stefndi inn en Kepa gerði vel þar að halda boltanum úr markinu. Var að koma út í bolta og virkaði líflegur.

Cesár Azpilicueta - 8

Gerði það sem þurfti að gera í dag. Átti frábæran bolta fyrir markið sem Kai Havertz stangaði inn.


Kurt Zouma 80’ - 7

Reyndi lítið á hann. Göngutúr í garðinum eins og þeir segja.


Antonio Rudiger - 7

Reyndi lítið á hann en lét finna ágætlega fyrir sér í föstum leikatriðum.


Emerson - 7

Reyndi að taka þátt í sóknarleiknum með misgóðum árangri.


Billy Gilmour - 8

Virkilega skemmtilegt að horfa á þennan leikmann spila. Stýrir miðjunni vel.


Mason Mount 74’ - 8

Skoraði fyrsta mark leiksins sem minnti óneitanlega á mark sem maður hefur margsinnis séð frá Frank Lampard. Heilt yfir flottur leikur frá afmælisbarninu.


Kai Havertz - 9 (Maður leiksins)

Skallaði niður frábæra sendingu frá Ziyech fyrir fæturnar á Werner sem skoraði langþráð mark. Hefði mögulega átt að skora eftir sendingu frá Azpilicueta um miðjan seinni hálfleik en það skal ekkert tekið af Halstead í marki Morecambe þar sem varði frábærlega en stuttu fyrir leikslok fann Havertz loksins leið framhjá Halstead í marki Morecambe þegar hann stangaði boltann inn eftir sendingu frá Azpilicueta.


Hakim Ziyech 67’ - 9

Átti frábæran bolta fyrir markið sem Kai Havert skallaði niður fyrir Timo Werner. Átti þá líka frábæran bolta innfyrir á Callum Hudson-Odoi sem skoraði þriðja mark liðsins. Ótrúlegur leikmaður, stöðug ógn frá honum.


Timo Werner 67’ - 7

Loksins loksins komst Werner á blað! Skoraði annað mark liðsins eftir skalla frá Kai Havertz. Hefði mátt láta finna meira fyrir sér en skilur við leikinn með góðu marki og vonandi er stíflan brostin því við þurfum mörk frá okkar markahæsta manni í næstu leikjum.


Callum Hudson-Odoi 80’ - 7,5

Skoraði þriðja mark Chelsea eftir frábæra sendingu frá Hakim Zieych. Átti nokkrum sinnum að gera betur í stöðunni 1v1 en heilt yfir fínn leikur.


Varamenn:

Christian Pulisic 67’ - 6

Fékk fínt tækifæri til þess að skora stuttu eftir að hann kom inná eftir að hafa hirt frákastið eftir færi Kai Havertz en Halstead í marki Morecambe gerði vel í að bjarga því sem bjargað varð. Hefði verið alvöru innkoma.


Olivier Giroud 67’ - 6

Óheppin að komast ekki á blað. Fékk færi til þess.


Tammy Abraham 74’ - 7

Gerði vel þegar hann kom djúpt niður og opnaði flugbrautina fyrir Cesár Azpilicueta í fjórða markinu.


Tino Anjorin 80’ - 6

Spilaði öruggt og var ekkert að flækja þetta neitt.


Fiakayo Tomori 80’ - 6

Ánægjulegt að sjá Fikayo Tomori aftur á velli. Væri til í að sjá meira af honum en sé hann því miður ekki fá margar mínútur á þessu tímabili.


KTBFFH

-Stefán Marteinn

bottom of page