top of page
Search

Síðasti leikur tímabilsins - Chelsea vs Watford

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 22 .maí 2022 kl 15:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport / MBL.is

Upphitun eftir: Jóahnn Már Helgason



Jæja, þá er þetta tímbil 2021-2022 að renna sitt skeið. Þetta tímabil fer í sögubækurnar, svo mikið er víst, en þó ekki vegna framúrskarandi gengi Chelsea inni á vellinum heldur vegna atburða sem áttu sér stað utan vallar. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um málefni Roman Abramovich, viðskiptaþvinganirnar gegn honum og klúbbnum og allir þeirri miklu óvissu sem fylgdi í kjölfarið. Óvissa sem nú loksins sér fyrir endan á.


Chelsea komust í báða úrslitaleikina í bikarkeppnunum á Englandi. Við töpuðum þeim báðum í vító og báðum gegn Liverpool. Líklega er ekki hægt að hugsa sér grátlegri niðurstöðu. Okkur tókst að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða sem er þá líklega hápunktur þessa tímabils. Við duttum "úr leik" í ensku Úrvalsdeildinni í desember þegar "slæmi kaflinn" okkar byrjaði og vi' áttum aldrei séns á að eltast við City og Liverpool eftir það. Að lokum duttum við svo út úr Meistaradeild Evrópu með svekkjandi hætti gegn Real Madrid þar sem hörmungar fyrri hálfleikur í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge gerði útslagið.


Stóðst þetta tímabil væntingar?


Nei það gerði það ekki að mínu viti. Sem ríkjandi meistarar Evrópu átti ég von á meiri stöðugleika í ensku Úrvalsdeildinni. Thomas Tucel fékk fullt pre-season, gerðum RISA kaup í Lukaku og mikill "feel good factor" í kringum klúbbinn. Þannig væntingarnar voru miklar.


Meiðsli Ben Chilwell og N´Golo Kante gerðu okkur erfitt fyrir auk þess sem öll þessi dramatík í kringum Lukaku hjálpaði ekki. Að lokum voru svo þessi mál með Abramovich sem gerðu útslagið - Kannski er bara afrek að Chelsea hafi farið í tvo úrslitaleiki á Englandi eftir allan þennan hamagang og séu að sigla lygnan sjó í þriðja sæti?


Leikurinn á morgun er einn af fáum leikjum sem Chelsea mun spila sem skipta engu máli. Chelsea munu enda í þriðja sæti og Watford er fallið um deild. Svo er það bara þetta fræga stolt sem er að veði. Chelsea er líka mögulega að kveðja nokkra leikmenn. Rudiger skrifaði tilfinningaþrungið kveðjubréf á vefsíðuna The Players Tribune sem ég hvet alla stuðningsmenn Chelsea til að lesa. Einnig eru miklar líkur á að Marcos Alonso, Cesar Azpilcueta og Jorginho muni spila sinn síðasta leik á morgun. Allt eru þetta farsælir leikmenn félagsins og Cesar Azpilicueta unnið allt sem hægt er að vinna með Chelsea - þvílík kaup sem hann var þarna fyrir níu árum síðan.


Ég skal viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um það hvernig Tuchel ætlar að stilla þessu upp. Er hann að gefa ungum leikmönnum tækifæri úr akademíunni eða ætlar hann að stilla upp sínu sterkasta liði. Ég ætla að veðja á hið síðarnefnda og tippa á þetta lið hér:


Mögulega fáum við að sjá eitthvað allt annað frá TT en þá er það bara þannig. Hann metur þetta og finnur eflaust hvaða leikmenn eru mest hungraðir í að spila þennan leik og standa sig.


Ég ætla ekki að hafa mörg orð um Watford liðið önnur en þau að þetta er að öllum líkindum síðasti leikur Roy Hodgson sem knattspyrnu stjóra - sem er býsna merkilegt út af fyrir sig.


Spá og pælingar

Við munum klára þennan leik og svo fer slúðurlestin á fullt. Thomas Tuchel sagði á blaðamannafundi að hann væri að fara endurbyggja liðið með nýjum eigendum sem rennir stoðum undir þá orðróma að fleiri munu yfirgefa leikmannahópinn en bara Rudiger og Christensen. Framtíð margra leikmanna er í óvissu og margir leikmenn orðaðir við Chelsea.


Það er morgunljóst að Chelsea mun þurfa að kaupa sér a.m.k. tvo miðverði til að fylla í skarð Rudi og AC4. Conor Gallagher er leikmaður sem Tuchel hefur hrifist af með Palace á þessu tímabili og hvað verður um leikmenn eins og Romelu Lukaku, Hakim Ziyech og Timo Werner? Mikil óvissa og þeir verða ansi margir dálkametrarnir sem við stuðningsmenn Chelsea munum þurfa að lesa þetta sumarið.


Kæru lesandi, við munum gera þetta tímbil upp í þætti af Blákastinu í næstu viku. Kærar þakkir fyrir að fylgja okkur þetta tímabilið hér á CFC.is


KTBFFH


PS. Chelsea vinnur þennan leik 3-0.

Comments


bottom of page