top of page
Search

Newcastle vs Chelsea - Heimsókn á St. James' Park

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 30. október 2021, klukkan 14:00

Leikvangur: St. James' Park

Hvar er leikurinn sýndur? Sjónvarp Símann (opin dagskrá).

Upphitun eftir: Jóhann M. HelgasonÁfram heldur fjörið í enska boltanum og nú um helgina mæta okkar menn hinu nýríka félagi Newcastle. Eftir erfiðan leik gegn Southampton í miðri viku sem endaði með sigri í vítaspyrnukeppni (þökk sé Kepa) tekur alvaran við í ensku Úrvalsdeildinni.


Chelsea finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á St. James' Park, sérstkalega ef mið er tekið af getustigi liðanna. Newcastle hefur undanfarin ár verið í tómu veseni en þrátt fyrir það hafa þeir unnið Chelsea fimm sinnum á heimavelli síðan 2010, á sama tímabili höfum við bara unnið þá þrisvar sinnum og tveir leikir endað með jafntefli.


Svo "sagan" er ekki beint hliðholl okkur að þessu sinni. En Thomas Tuchel er slétt sama um söguna, hann vill bara vinna næsta leik og halda toppsætinu í ensku Úrvalsdeildinni.


Byrjunarliðið

Tuchel staðfesti á blaðamannafundi að fjórir leikmenn væru á meiðslalistanum; Werner og Lukaku eru báðir meiddir ásamt Kovacic. Pulisic er byrjaður að æfa en er ekki klár í þennan leik. Mjög slæmt að missa Kovacic í meiðsli en hann hafði verið einn besti maður liðsins hingað til.


Ég reikna með Mendy komi aftur í markið, þrátt fyrir hetjulega framgöngu Kepa í síðasta leik. Azpiliceuta, Thiago Silva og Rudiger verða líklega í öftustu línu og þeir Jorginho og Kante á miðjunni. Ruben Loftus-Cheek á skilið að byrja þennan leik, en ef Kante er klár í slaginn, þá fær hann kallið. Markahrókurinn Ben Chilwell verður á sínum stað í vinstri vængbakverði og Reece James hægra megin. Fremstu þrír verða svo líklega Mason Mount, Callum Hudson-Odoi og Kai Havertz.


Stærsta spurningamerkið er hvort Tuchel setji Andreas Christensen í liðið, hann kæmi þá væntanlega í stað Reece James og Azpi færi í vængbakvörð. Ég vona nú samt að Reece haldi sæti sínu enda var hann frábær gegn Norwich.Newcastle

Margt hefur verið rætt og ritað um Newcastle undanfarin misseri. Nýir eigendur, Steve Bruce farinn, ennþá í þjálfaraleit og annar hver leikmaður orðaður við þá. Bara til þess að setja hlutina í samhengi þá eru þeir hvað mest orðaðir við Eden Hazard þessa dagana!


En það er ennþá talsvert langt í janúar og í millitíðinni þurfa Newcaste að vinna með það sem þeir hafa. Graeme Jones er tímabundin þjálfari liðsins og hann náði góðu stigi gegn Crystal Palace í síðasta leik.


Í þeim leik notaðist Jones við leikkerfið 5-3-2 þar sem tveir bestu menn liðsins, Callum Wilson og Allan St. Maximin voru saman í fremstu víglínu. Fyrir utan þessa tvo leikmenn eru í raun fátt um fína drætti í leikmannahópnum og því skiljanlegt að ansi margir leikmenn séu orðaðir við Newcastle þessa dagana.


Cieran Clark, Jamal Lascelles og Emil Krafth voru miðverðir liðsins í síðasta leik og er þetta klárlega veika svæðið í liðinu. Hudson-Odoi og Mount eiga að geta teymt þessa leikmenn úr stöðum ef þeir eru á sínum besta degi.


Spá

Þrátt fyrir að St. James' Park hafi reynst okkur bölvanlega erfiður þá er þetta ekkert yfirstíganlegt fjall. Við skulum samt ekkert vanmeta Newcastle, það er mjög góð stemming á vellinum þeirra, Ashley er farinn, Bruce er farinn og það eru bjartir tímar framundan. Svo er líka hver einasti leikmaður Newcastle að spila fyrir framtíð sinni í liðinu.


Ætla að spá okkur solid 2-0 sigri þar sem Mount og Havertz skora mörkin.


KTBFFH
Comments


bottom of page