Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 12. Nóvember 2022 kl 17:30
Leikvangur: St. James's Park
Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport og betri sportbarir landsins
Upphitun eftir: Hafstein Árnason
Við erum komnir að síðasta leik fyrir HM hlé. Margir varpa öndinni léttar. Meiðsli hrjá okkar bestu leikmenn og árangurinn hefur verið fyrir neðan allar hellur að undanförnu. Graham Potter hefur "huffed and puffed" ásamt leikmönnum liðsins í leit að árangri, að einhverjum sigri, að einhverju stigi. En allt kom fyrir ekki. Við erum orðnir bang average. Við bindum vonir við unga leikmenn. Lewis Hall var sá leikmaður í leiknum City síðustu helgi. Hann stóð sig feykna vel! Átti 40% af sóknarfærum liðsins úr hægri bakverði. Það segir kannski ýmislegt um statusinn á liðinu okkar. Ziyech fékk sjaldséð tækifæri í liðinu. Hann átti nokkra góða spretti. En heilt yfir, þá léku leikmenn Man City að okkur. Ég er ekki að segja að við höfum lent í einhverju fangelsis gang-bang ....en þetta var eins og óumbeðin blöðruhálskirtilskoðun af einhverjum nemum, því Pep Guardiola, ákvað að Pep'a yfir sig með því að spila unglingu í mörgum stöðum.
Það verður ekki annað sagt, en þetta hafi verið býsna neyðarleg uppákoma þegar upp var staðið. Manchester City unnu besta lið Chelsea á einhverskonar B liði. Við erum bara þarna. Við erm langt frá þessu og Graham greyið Potter virkar allt annað en sannfærandi í viðtölum eftir leiki. Hann er að reyna verja leikmennina en um leið setur sjálfan sig á vítiseldinn. Stúkurnar á Stamford Bridge eru að missa trúna.
Chelsea:
Við erum enn án Fofana, Chilwell, Kante, Chukwuemeka og Reece James. Það er ekki við neinu að búast núna. Vonandi komast Lewis Hall og Omari Hutchinson á bekkinn. Við erum að fara í erfiðan útileik - og god forbid - að við fáum annað mark á okkur í föstu leikatriði. Kalidou Koulibaly - leikmaður sem ég hélt mikið uppá fyrir þetta tímabil. Hann hefur bara ollið vonbrigðum. Að hann skildi ekki hoppa upp í skallaboltann gegn City í aukaspyrnumarkinu var bara skammarlegt. Við búust við meiri andsyprnu núna, en Auba, Mase o.fl. koma inn í liðið. Byrjunarliðpið verður svona:
Newcastle:
Það sem Newcastle eru að gera núna, er ekkert nema snilld. Þeir fengu Arabíska ríkið til að sponsa sig. Þeir kaupa leikmenn eftir klæðum - þeir eru ekki að fara of langt frá taktíkinni. Eddie Howe er búinn að gera prýðilegt lið úr ..tjah - algjöru rusli! Eddie Pope er orðinn einn besti markvörður landsins. Kieran Trippier er einn besti bakvörðurinn og brasilíumaðurin brosmildi, Bruno Guimares er bara á toppinum á tilverunni. Það er varla hægt að segja neitt meira um NUFC annað en að þeir eru með frábæra stuðningsmenn og heimsókn á St. James verður erfið.
Leikurinn endar vonandi 0-0 en eitthvað segir mér að Newcastle taki þennan leik eins og þegar Papiss Cissé ákvað að bomba bananabombu yfir Petr Cech hér um árið.
Vonum það besta - andskotinn hafi það.
Comments