top of page
Search

Man City vs Chelsea - upphitun fyrir úrslitaleikinn?

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 8. maí 2021 kl 16:30

Leikvangur: Etihad Stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport

Upphitun eftir Stefán Martein



Eftir frábæran sigur gegn Real Madrid í vikunni er það heimsókn á gríðarlega erfiðan útivöll, Etihad þar sem verðandi Englandsmeistarar og verðandi mótherjar okkar í úrslitum Meistaradeildar Evrópu bíða, Manchester City!

Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir en við eigum færi á því að færa okkur upp í 3.sæti deildarinnar og uppfyrir Leicester City og Manchester City á færi á því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það verður því ljóst að það verður alvöru barningur en liðin munu líklegast einnig reyna að kortleggja hvort annað fyrir úrslitaleikinn 29.maí.


Það er gríðarlega erfitt að spá fyrir um gang mála í þessum leik þar sem maður fer alltaf í allskonar kenningar um að hvorugur stjóri þessara liða vilji sýna hvað þeir hafi á hendi fyrir 29.maí en í okkar tilfelli þá höfum við ekki svigrúmið í að misstíga okkur í þessari gríðarlegu baráttu um top 4.


Bæði þessi lið eru á svakalegu róli en Chelsea liðið hefur litið gríðarlega vel út í síðustu leikjum og vonum við auðvitað að þessi gangur mála haldi áfram sem lengst en við höfuum unnið 3 af síðustu 5 og gert 2 jafntefli á meðan Manchester City hefur unnið síðustu 5 í öllum keppnum.


Pep og félagar í Manchester City hafa þá harma að hefna eftir undanúrslitin í FA bikarnum, en þar eyðilögðum við fyrir þeim möguleikann á fullkomnu tímabili. Sá leikur endaði 1-0 þar sem Hakim Ziyech skoraði markið eftir frábæran undirbúning frá Timo Werner.


Eru Þjóðverjarnir okkar að finna fjöl sína? Mikið hefur verið rætt og ritað um þjóðverjana tvo sem við fengum til liðs við okkur síðasta sumar en Timo Werner og Kai Havertz hafa báðir ratað á lista yfir “flopp” tímabilsins en þeir eru farnir að líta mun betur út og vonandi að toppa á hárréttum tíma!


Ég hef lengi talað um “the Ketchup effect” en það er þekkt fyrirbæri hjá framherjum í markaþurrð að þegar fyrsta markið dettur þá hrúgast hin inn í kjölfarið sem ég vona svo sannarlega að sé tilfellið hjá Timo Werner en hann hefur nú skorað 2 mörk í síðustu 3 leikjum gegn West Ham og Real Madrid.

Kai Havertz hefur þá verið að koma frábærlega inn í lið Chelsea í síðustu leikjum og virkilega ánægjuleg frammistaða gegn Real Madrid, Fulham og Crystal Palace fær mann til þess að fá örlítinn fiðring í magann af spenningi.


Ég á ekki von á öðru en að Edouard Mendy byrji í rammanum og fyrir framan hann vill ég sjá Cesár Azpilicueta, Andreas Christensen og Toni Rudiger í þriggja manna hafsentum. Reece James og Ben Chilwell í vængbakvörðum. Eins mikið og mig langar að vefja N’Golo Kanté í bómul og passa uppá hann að ekkert geti gerst fyrir úrslitaleikinn 29.maí þá sé ég það ekki gerast og því myndar hann miðjuna með Jorginho. Fremstu þrír ætla ég að vona að verði Mason Mount, Hakim Ziyech og Kai Havertz.



Manchester City spái ég að verði í sínu hefðbundna kerfi og Ederson verði í markinu, Kyle Walker verður í bakverði, miðvarðarpar verður Ruben Dias og Laporte þar sem John Stones er í banni, Cancelo gæti verið í vinsti bakverði.

Á miðjunni hjá City ætla ég að skjóta á Fernandinho, KDB og Rodri. Fremstu þrír verða svo Sterling, Foden og Mahrez.


Það gefur Man City klárlega blóð á tennurnar að geta tryggt sér titilinn og ítrekaði Pep Guardiola það á blaðamannafundi fyrir leik.


Ég ætla að spá okkar mönnum 0-2 sigri í þessum leik þar sem Hakim Ziyech og Kai Havertz reima á sig markaskónna. Christian Pulisic sér um að slíta allt í sundur þarna í City vörninni eftir að hafa komið inná sem varamaður.


KTBFFH

- Stefán Marteinn

bottom of page