top of page
Search

Leikskýrsla: Hreint lak fjórða leikinn í röð - Góð liðssframmistaða á Turf Moor



Gangur leiksins

Fyrstu mínútur þessa leiks voru heldur rólegar og var Chelsea liðið ekki að skapa sér neitt gífurlega á vallarhelmingi Burnley liðsins. Við vorum meira að segja nálægt því að lenda ekki undir þegar Zouma sofnaði á verðinum og Ashely Barnes slapp í gegn en mokaði boltanum yfir markið. Vorum heppnir þar. Það var síðan á 26 mínútu þegar Chelsea liðið á gott samspil sem endar þannig að Tammy Abraham leggur upp á Hakim Ziyech sem á snyrtilegt skot í nærhornið og Nick Pope í smá skrípaleik í markinu. Annars var þetta nokkuð rólegur fyrri hálfleikur og fórum við inn í háflleikinn með 0-1 forskot. Burnley liðið reyndi að sækja aðeins meira í seinni hálfleik án þess að vera að skapa sér nein alvöru færi. En alltaf óþægilegt að vera bara með þetta eina mark því lið eins og Burnley þarf bara eitt fast leikatriði og þá gæti staðan verið allt öðruvísi. En við gátum andað aðeins léttar þegar Kurt Zouma skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Mason Mount. Alvöru hafsentamark! Það var síðan Timo Werner innsiglaði sigurinn þegar hann slapp í gegn einn á móti Pope vinstra megin í teignum og lagði hann snyrtilega í fjærhornið. Góð stoðsending á Ziyech sem kom Werner í gegn.

Nokkir punktar

  • Christian Pulisic átti að byrja þennan leik í staðinn fyrir Timo Werner en einhver meiðsli hafa átt sér stað í upphitun. Vonandi eru þetta einungis minniháttar meiðsli hjá Captain America.

  • Erum við að fara að sjá þetta leikkerfi í fleiri leikjum gegn veikari andstæðingum? Að Kanté sé eini varnarsinnaði miðjumaðurinn? Þetta kom alla vega nokkuð vel út í dag.

  • Ziyech heldur áfram að byrja vel. Mark og stoðsending hjá honum í dag.

  • Að mínu mati var enginn yfirburðabestur í liðinu í dag. Bara mjög góð liðsframmistaða og þannig viljum við hafa það

  • Enn og aftur heldur Mendy hreinu, átti reyndar náðugan dag í markinu, en var alltaf mjög öruggur.

  • Thiago Silva er alveg hriklega góður varnarmaður.

Einkunnir

Mendy 6

James 7

Chilvell 7

Silava 8

Zouma 7

Kante 8

Mount 8

Havertz 7

Werner 6

Abraham 6

Ziyech 8 - Maður leiksins


Varamenn

Hudson-Odoi 6

Jorginho 6

Giroud 6


KTBFFH

- Sigurður Torfi

bottom of page