top of page
Search

Leikskýrsla - Chelsea vs. SevillaFyrsti leikur Chelsea í Meistaradeild Evrópu lauk með fyrsta 0-0 jafntefli Chelsea undir stjórn Frank Lampard gegn sterku liði Sevilla á heimavelli. Gott stig í stóra samhenginu, en taugatrekkjandi leikur að horfa á. Hér eru nokkrir punktar sem ég tók eftir í þessum leik.

  • Havertz spilaði að mínu mati alltof aftarlega á vellinum, ekki mikil hætta af honum. Mætti vera ofar á vellinum og ógna marki Sevilla meira.

  • Pulisic týndur á hægri kannti. Mun líflegri þegar hann var færður yfir á þann vinstri í seinni hálfleik.

  • Mount augljóslega þreyttur eftir mikið leikjaálag. Ósammála Lampard að byrja honum fram yfir Callum og Ziyech í þessum leik.

  • Zouma er alltof oft tæpur. Hann á í oft í erfiðleikum með einföldustu hluti. Hann var heppinn að kosta liðið ekki mark í dag.

  • Mendy er ótrúlega öruggur í öllum sínum aðgerðum og lætur hlutina líta út fyrir að vera mjög einfalda. Varnarlínan greinilega mun afslappaðri og öruggari með hann í markinu.

  • Werner mætti fá meiri hjálp upp á topp, fleiri leikmenn þurfa að linka upp með honum.

  • Jorginho verður að hætta að fá á sig gul spjöld í hverjum einasta leik.

  • Chilwell og Reece James báðir mjög góðir.

  • Thiago Silva er algjör lykilmaður í varnarleik Chelsea. Ég held að ef að Christensen og Zouma hefði verið hafsentaparið í þessum leik hefði Chelsea fengið á sig 2-3 mörk.


Gott stig í erfiðum leik og frábært að halda hreinu. Sevilla er með hörkulið og mikilvægt að tapa ekki gegn þeim og missa þá framúr okkur í riðlinum. Rennes og Krasnodar gerðu 1-1 jafntefli sem er gott fyrir Chelsea í riðlinum. Heilt yfir góður leikur, ágætt spil á köflum en héldum boltanum afar illa. Varnarleikurinn mjög góður í dag og Sevilla fékk örfá góð marktækifæri. Hefðum mátt skapa meira fram á við, oft vantaði aðeins hærslumuninn á seinustu sendingunni.


Einkunnir (0-10)


Mendy - 8. Með öryggið uppmálað og steig ekki feilspor í leiknum. Varði tvíveigis afar vel og greip nokkrar fyrirgjafir. Frábærlega vel gert þegar hann skóflaði boltanum af hættusvæðinu í erfiðum aðstæðum í fyrri hálfleik.


Chilwell - 8. Flestar snertingar í Chelsea liðinu í dag, varðist vel og var líflegur fram á við. Bjargaði Zouma frá stórslysi í seinni hálfleik og varðist kanntmönnum Sevilla afar vel allan leikinn. Maður leiksins.


James - 8. Öruggur, sterkur og hraður. Barðist vel í vörninni og gerði fá mistök. Átti nokkur góð hlaup upp hægri kanntinn.


Silva - 7. Hann lyftir Chelsea vörninni upp á hærra plan, aðeins með því að vera inn á vellinum. Góður í loftinu og stýrði vörninni frábærlega.


Zouma - 6. Nokkrum sinnum tæpur, tvisvar sinnum mjög tæpur. Heppinn að gefa ekki mark. Fyrir utan það var hann mjög góður í loftinu og heilt yfir ágætur leikur.


Kanté - 7. Varðist vel að vanda en sást lítið til hans í leiknum.


Jorginho - 7. Fyrir utan klaufaleg mistök sem leiddu að broti og gulu spjaldi átti Jorginho mjög góðan leik og stjórnaði uppspili Chelsea á þeim stuttu köflum sem við stjórnaði leiknum.


Pulisic - 6. Sást lítið sem ekkert í fyrri hálfleik og var alveg týndur á hægri kanti. Mun skárri í seinni hálfleik eftir að hann var færður yfir á vinstri kant, en heilt yfir frekar dapur leikur hjá Bandaríkjamanninum.


Havertz - 5. Að mínu mati lélegur leikur hjá Þjóðverjanum knáa. Mögulega á Lampard einhverja sök, en mér fannst Havertz alltof aftarlega á vellinum í dag. Hann var of mikið í miðjumoði í baráttu um boltann sem hann tapaði oftar en ekki. Vill sjá meiri ógn fram á við frá honum.


Mount - 5. Augljóslega þreyttur, en skilaði samt góðri pressu eins og hann gerir alltaf. Lítið að frétta fram á við hjá honum og Lampard gerði mistök með því að byrja honum inn á að mínu mati.

Werner - 6. Nokkrir góðir sprettir og með smá heppni hefði hann hæglega geta skorað í dag. Hefði mátt fá meiri hjálp frá kantmönnum og Havertz í dag. Virkaði þreyttur í seinni hálfleik og Lampard hefði mátt setja Tammy inn á mikið fyrr að mínu mati.


Varamenn

Kovacic - 5. Fín innkoma, hann er rosalega góður í að leysa pressu andstæðingsins með því að sóla sig í gegnum fyrstu pressu.


Ziyech - 5. Sást lítið, en gerði fá mistök og pressaði vel.


Callum Hudson - Odoi - Spilaði of lítið til að fá einkunn


Tammy Abraham - Spilaði of lítið til að fá einkunn.


KTBFFH

- Þór Jensen


Comments


bottom of page