top of page
Search

Leikskýrsla - Chelsea vs LutonChelsea vann 3-1 sigur á Luton í fjóðru umferð þeirrar elstu og virtustu - FA bikarkeppninnar. Leikurinn fór vel af stað hjá okkar mönnum og var staðan orðin 2-0 eftir 17 mínútur með tveimur góðum mörkum hjá Tammy Abraham. Eftir hálftíma leik kom Kepa Arrizabalaga Luton mönnum inn í leikinn aftur með því að leyfa þeim að skora eitt mark og gera leikinn aðeins meira spennandi.

Í seinni hálfleik láu okkar menn á gestunum og voru nokkrum sinnum nálægt því að bæta við forystuna en alltaf vantaði hærslumuninn. Við áttum nokkrar hættulegar fyrirgjafir en trekk í trekk vantaði sóknarmann á enda fyrirgjafarinnar eða hlaup á fjarstöngina. Sókanrleikur liðsins tók síðan kipp eftir að Callum Hudson-Odoi kom inn fyrir Pulisic á 70. mínútu. Með fyrstu snertingu sinni kom hann sér í gott skotfæri og var ógnandi í hvert sinn sem hann fékk boltann. Fjórum mínútum eftir innkomuna átti Callum frábært þríhyrningsspil með Billy Gilmour sem endaði með fyrirgjöf á Tammy sem potaði boltanum yfir línuna. Gaman að sjá þetta samspil akademíustrákanna.


Á 86. mínútu komst Timo Werner einn í gegn, var tæklaður af varnarmanni Luton og uppskar víti. Timo steig sjálfur á punktinn og tók afar slakt víti í fullkominni hæð fyrir markvörð Luton sem varði þennan æfingabolta auðveldlega. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Werners í leiknum mun hans frammitaða litast af þessu vítaklúðri sem gerir lítið sjálfstraust enn minna. Stundum væri ég til í að gera ‘Factory reset’ á Timo Werner og strauja harða diskinn hans og ‘reboota’ hann algjörlega upp á nýtt. Vonandi getur einhver góður íþróttasálfræðingur komið Werner á góðan stað andlega og brjóta þessa markastíflu sem hann er fastur í.


Hér eru nokkrir punktar sem vöktu athygli mína í þessum leik:


  • Billy Gilmour á skilið byrjunarliðssæti í næsta deildarleik, sérstaklega þegar Kanté er meiddur. Hann á að vera framar en Jorginho og Kovacic í goggunarröðinni fyrir CDM stöðuna.

  • Tammy með frábæran leik, þrenna og hefði getað skorað 2 í viðbót. Fyrsta markið vel klárað, sterkur í öðru marki með góðan skalla og réttur maður á réttum stað í þriðja markinu. Alvöru framherjaframmistaða.

  • Mount að spila sinn fyrsta leik sem fyrirliði, vonandi fyrsti af mörgum.

  • Werner átti ágætan leik og gerði vel í fyrsta markinu. Tók góð hlaup inn fyrir varnirnar og mikil hreyfing á honum. Honum var stillt upp fyrir aftan Tammy Abraham sem eins konar ‘second striker’ eða í holunni, en var mjög fljótandi á milli sóknarlínanna og kom sér oft í góðar stöður inn í teignum. Gaman að sjá hann í nýrri stöðu, spurning hvort að þetta sé eitthvað sem að Lampard vill byggja á í framtíðinni. Frammistaðan verður samt alltaf lituð af þessu hræðilega víti sem var í fullkominni hæð fyrir markvörðinn. Sjálfstraustið er í molum og mark hefði gert mikið fyrir hann.

  • Callum Hudson-Odoi sýnir okkur enn og aftur úr hverju hann er gerður og hvað hann hefur fram fyrir aðra sóknarmenn í liðinu. Allt annar leikur eftir að hann kemur inn, tekur menn á, frábærar sendingar og býr til þriðja markið með frábæru samspili Billy, CHO og Tammy.

  • Kepa gerir hræðileg mistök í marki Luton og skráist markið algjörlega á hann. Gerði vel í að verja fast skot af stuttu færi í seinni hálfleik. Sem betur fer er hann ekki aðalmarkvörður lengur.

  • Pulisic óheppinn að skora ekki en hann þarf að finna gamla formið sitt aftur, það kemur ekki nóg út úr hans leik eins og er.

  • Ziyech skapar eitthvað í hvert einasta skipti sem hann fær boltann. Hann sér sendingar sem enginn annar leikmaður liðsins sér og leitar alltaf fram á við. Sóknarleikur liðsins fór að mestu leyti í gegnum hann á stórum köflum leiksins og ekki að ástæðulausu. Vonandi tekur hann þessa frammistöðu inn í næsta deildarleik.

  • Reece James var betri en í undanförnum leikjum, enda andstæðingurinn slakari. Gerði mistök í sókn Luton í seinni hálfleik þegar Kepa varði vel en fyrir utan það átti hann ágætan leik í sókn og vörn.


Það sem skiptir þó mestu máli er að Chelsea er komið áfram í 5. umferð FA bikarsins og mun þar mæta Championshipliði Barnsley sem sitja sem stendur í 11. sæti ensku B-deildarinnar, tveimur sætum fyrir ofan Luton menn. Áfram fáum við þægilegan andstæðing í þessari keppni, við gætum varla beðið um auðveldari leið að úrslitaleiknum. Málmur í hús 2021 ætti að vera góður möguleiki!


Einkunnir leikmanna

Kepa - 4

James - 7

Christensen - 6

Zouma - 6

Emerson - 6

Billy G - 8

Mount - 7

Ziyech - 8

Pulisic - 6

Werner - 6

Abraham - 9 (maður leiksins)


Callum - 8

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn


KTBFFH

Þór Jensen


Comments


bottom of page