top of page
Search

Lampard rekinn - Tuchel að taka við



Stjórn Chelsea tók í morgun þá ákvörðun um að reka Frank Lampard úr starfi. Þetta byrjaði allt saman snemma í morgun er hann Matt Law flutti fregnir að því að Lampard yrði rekinn í dag.



Skömmu síðar tóku aðrir miðlar upp þessa frétt of kepptust um að staðfesta þessar fréttir. Frank Lampard stýrði Chelsea í 571 dag og stjórnaði liðinu í samtals 84 leikjum, þar af voru 44 sigurleikir, 15 jafntefli og 25 töp. Þetta gerir sigurhlutfall upp á 52,3%. Arfleið Frank Lampard hjá Chelsea verður líklega sú að hann var fyrsti þjálfarinn til að gera sér alvöru mat úr akademíu félagsins. Leikmenn eins og Mason Mount, Tammy Abraham og Reece James eru orðnir alvöru aðalliðsmenn þökk sé trausti Lampard.


Matt Law og The Athletic greina frá því að eftirmaður Frank Lamaprd verði hinn þýski Thomas Tuchel.


Við tökum upp þátt af Blákastinu annað kvöld til að fara yfir þessi mál frá a-ö.

bottom of page