Keppni: Enska úrvalsdeildin
Tími, dagsetning: Laugardagur 21. september 2024 kl: 11.30
Leikvangur: London Stadium, London
Dómari: Samuel Barrott
Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport
Upphitun eftir: Hafstein Árnason
Leikmannaglugganum er lokið að þessu sinni. Síðasta vistaskipti tímabilsins voru þegar David Datro Fofana til Göztepe í Tyrklandi, eftir misheppnuð vistaskipti til AEK Aþenu. Eftir stendur 29 manna hópur eins myndin hér að ofan segir. Það sem er áhugavert við hana er að Ben Chilwell er á henni, sem bendir til þess að bomb squad sé ekki lengur við lýði og hann sé partur af hópnum, þá væntanlega sem 29. leikmaðurinn. Við erum með fjóra markverði sem eru allir miðlungsmarkmenn. Í ljósi þess að Jadon Sancho kom inn í liðið á síðustu metrunum hefur það verið nokkuð ljóst að Misha Mudryk er líklega á leiðinni út og núna eru fjölmiðlar farnir að kvissa sögum út um að hann sé falur í janúarglugganum. Carney Chukwuemeka og Cesare Casadei eru einnig miðjumenn sem hafa ekki fengið neitt breik og í raun soldið sérstakt að þeir séu enn á viðkvæmum aldri að safna mínútum á bekknum. Ég tel að án Misha, Chilly, Carney, Casadei og markvarðarins Lucas Bergström, þá værum við með 24 manna hóp sem er æskileg stærð, þó svo liðið sé með of marga miðverði líka - þar sem Badiashile virðist vera síðasta sortin í þessu "bomb squad" liði. Ef hann færi í burtu þá væri þetta hinn æskilega 23 manna stærð. Á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn West Ham gaf Maresca það út að hann væri með Sancho og Mudryk sem vinstri kant. Palmer og Felix sem 10'urnar. Neto og Madueke sem hægri kantinn, og Nkunku, Jackson og Guiu sem strikera. Líklega er þetta einum manni of mikið þar sem við vitum að Mudryk er eiginlega á útilistanum. Cole Palmer er skráður reyndar fyrir utan hóp í Sambandsdeildinni þannig að bomb squad leikmenn fái mínútur í þeirri keppni. Fjölmiðlar vilja samt meina að AC Milan ætli sér að reyna aftur við Carney í janúar, þangað til verðum við að sjá hvað gerist.
Annar útileikurinn í röð verður að þessu sinni á London Stadium, eftir frekar slakan leik gegn Bournmouth um liðna helgi, þá fengu Chelsea stigin þrjú, þar sem Robert Sanchez var besti maður vallarins, óumdeilanlega. Fyrri hálfleikurinn var eiginlega ömurlegur, ef við eigum að vera alveg hreinskilin. Maresca álasaði liðinu fyrir að spila með "hangandi hendi" þegar kom að grundvallaratriðum leiksins, t.d. með áræðni í einvígum og að elta seinni boltana. Það lagaðist þokkalega vel í seinni hálfleik og liðið uppskar 1-0 sigur með marki frá Nkunku, eftir laglega sendingu frá Jadon Sancho. Leikurinn gegn West Ham verður því annar eins baráttuleikur. Maresca gaf það út að hvorki Reece James né Malo Gusto verða með í leiknum vegna meiðsla. Við skulum vona það innilega að hann finni aðrar lausnir í hægri bakverðinum en að spila Axel Disasi, sem fékk startið gegn Bournemouth en gat nákvæmlega ekki neitt. Gefðu okkur Chilwell eða Renato Veiga, eða Josh Acheampong, í fjarveru Reece James og Malo Gusto. Heppilegast væri að spila annaðhvort Cucurella í hægri bakverði og Ben Chilwell í þeim vinstri, bara plís ekki setja hægan þungan miðvörð í hægri bakvarðarstöðuna. Ángæjulegu tíðindi dagsins eru þau að bæði Kiernan Dewsbury-Hall og Enzo Fernandez verða klárir í leikinn þannig að það er mögulegt að hvíla Moises Caicedo eitthvað eftir strembnar vikur. Aðal spurningin er hvort Romeo Lavia verði klár í leikinn. Maresca minntist ekkert á Lavia sem þýðir að mínu mati að hann sé orðinn klár, en líklega ekki í byrjunarliðinu. Með svona sóknarþungt lið er Chelsea orðið að 4-2-3-1 liði með tvo á miðjunni. Enzo virkar illa í þessum djúpu stöðum og KDH virkar alls ekki. Hvort þetta kalli á breytingar á uppstillingu er erfitt að segja um, enda er erfitt a segja til um hvað er i gangi i stjórnarherbergi Chelsea, - meira um það i næsta pistli. Enzo Fernandez er orðinn fyrirliði liðsins og líkast til verðru honum stillt upp með Caicedo á miðjunni. Líklegt byrjunarlið verður án efa Sanchez í markinu, Cucucrella í vinstri bakverði, Colwill og Fofana miðverðir og Tosin í hægri bakverði, þótt undirritaður sé algjörlega á móti þeirri ráðstöfun, þá er það líkleg ráðstöfun hjá Maresca. Caicedo og Enzo munu líklega byrja saman á miðjunni með Palmer í holunni, Madueke á hægri og Sancho fær traustið á vinstri. Nkunku uppsker ríkulega eftir góða frammistöðu í síðasta leik. West Ham hafa verið í vandræðum með sitt lið frá því að Moyes fór og Lopategui tók við. Liðið hefur keypt ágætlega en hópurinn er ennþá stórt mix af ólíkum leikstílum sem erfitt að bræða saman. West Ham sitja í 14. sæti með einn sigur í fjórum leikjum og -1 í markatölu. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fulham um síðustu helgi og töpuðu þar áður fyrir Man City 1-3. London derby leikir eru alltaf erfiðir, sama hvort Chelsea spila við West Ham, Charlton, QPR, Brentford, Arsenal eða Tottenham. West Ham rúlluðu okkur upp 3-1 á London Stadium í fyrra þar sem Carney Chukwuemeka skoraði markið en Chelsea hefndi 5-0 á Brúnni. Það verður dálítið erfitt að ráða í þennan leik þar sem maður er ekki með alveg á hreinu hvernig Maresca vill spila þetta og hvort Cole Palmer verði alveg í banastuði eins og í síðasta leik.
Eigum við samt ekki að vera bjartsýn og vonast eftir öruggum 2-0 sigri með mörkum frá Nkunku og Palmer? Sancho með báðar stoðsendingarnar. Það gleður mann alltaf mjög mikið þegar fyrrverandi leikmenn Manchester United standa sig vel í Chelsea treyjunni.
Áfram Chelsea og KTBFFH!!! P.s. við minnum aðdáendur að skrá sig í Chelsea klúbbinn á Íslandi. Auðveldasti hátturinn til að næla sér í miða á leiki með Chelsea og núna framundan á þessu tímabili er stefnt á hópferð á Chelsea - Ipswich þann 12. apríl næstkomandi. Allar nánari upplýsingar á www.chelsea.is
Kommentare