Fínasta frammistaða hjá Chelsea liðinu í þriðju umferð Carabao deildarbikarsins þar sem Chelsea hamraði hið ágætlega spilandi lið Barnsley 6-0. Gestirnir byrjuðu mun betur og voru að setja góða pressu á okkar menn, Willy Caballero stóð sig hins vegar frábærlega í markinu. Það var síðan á 19. mínútu að Chelsea liðið fær algjört gjafamark þegar Tammy Abraham sleppur í gegn og klárar vel. Síðan var það Kai Havertz sem opnaði markareiking sinn fyrir Chelsea eftir góðan undirbúning frá Mount og Tammy.
Í seinni hálfleik bætti Chelsea strax við marki á 49 mínútu. En þar gerði Havertz vel í aðdragandanum þegar hann vann boltann með góðri tæklingu þar sem Ross Barkley skoraði svo í kjölfarið. Í fjórða markinu var Tammy aftur með góða takta þegar hann hælar á Havertz sem setur boltann í netið.
Tammy stoðsendingakall var síðan enn og aftur á ferðinni þegar hann lyfir háum bolta yfir vörn Barnsley þar sem Havertz kemst framhjá markmanninum og kórónar þrennuna. Mr. Reliable (Giroud) kom síðan inná fyrir Tammy og setti síðasta mark leiksins efir góða fyrirgjöf frá Ben Chilwell sem kom inná í seinni hálfleik.
Umræðupunktar
Þó svo að það sé erfitt að líta framhjá þrennu Kai Havertz þá var það Tammy Abraham sem var maður leiksins í kvöld að mínu mati. Var að vinna frábærlega fyrir liðið og var klárlega að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu gegn West Brom á laugardag.
Ég held að við séum búnir að finna bestu stöðuna hans Kai Havertz, fremstur á miðju, fljótandi fyrir aftan framherjann. Hann var mikið í boltanum og hættulegur í boxinu.
Tiago Silva kemur með ákveðna ró í vörnina og hef ég tröllatrú á þeim kappa. Zouma var ekki búinn að vera inná í eina mínútu þegar hann var kominn í eitthvað smá vesen.
Hudson-Odoi ætlaði að sýna sig svo mikið í kvöld að það má segja að hann hafi verið að reyna of mikið. Ætlaði að skora í hvert skipti sem hann fékk boltann. Ég vil að hann fái annan séns á móti West Brom á laugardag.
Þar sem undirritaður verður ekki á pennanum í næsta leik þá er þetta liðið sem ég vil sjá byrja á móti West Brom; Mendy, James, Chilwell, Tomori, Tiago Silva, Kanté, Kovacic, Havertz, Werner, Hudson-Odoi og Tammy
Einkunnir
Byrjunarlið:
Willy: 8
Emerson: 7
Azpilicueta: 7
Tomori: 7
Silva: 7,5
Kovacic: 7,5
Barkley: 8
Havertz : 9
Mount: 8
Hudson-Odoi: 6
Tammy: 9 - Maður leiksins
Varamenn:
Zouma: 6,5
Giroud: 7
Chilwell: 7
KTBFFH
- Sigurður Torfi
Comments