Keppni: Meistaradeildin
Dag- og tímasetning: Miðvikudagurinn 14. september kl. 19:00
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur? Viaplay
Upphitun eftir: Markús Pálma Pálmason

Chelsea:
Leikur kvöldsins er að þessu sinni heimaleikur í Meistaradeild Evrópu gegn austurríska liðinu RB Salzburg. Þetta verður í fyrsta skipti þar sem þessi lið mætast og Chelsea hefur aðeins tapað 1 af síðustu 4 leikjum gegn austurrískum liðum.
RB Salzburg hefur aldrei unnið lið frá Englandi í evrópukeppnum, í 6 leikjum.
Þessi leikur kemur inn á skrýtinni tímasetningu, eftir að Enska Úrvalsdeildin og í raun allar keppnir á Englandi ákváðu að fresta leikjum sínum eftir andlát Bretlandsdrottningu, Elísabetu II. Þær fréttir eru þó kannski ekki það sem er á vörum allra fyrir þennan leik.

Það væri líklegast það að eigandi okkar, Todd Boehly, ákvað að reka Tuchel eftir leikinn
gegn Dinamo Zagreb. Í hans stað kemur fyrrum þjálfari Brighton, Graham Potter. Potter hefur komið fram og sagt það skýrt að hans lið eigi að spila spennandi, hraðan, possession-based sóknarbolta.
Hvernig byrjunarlið hann mun velja er stór spurning, en við förum yfir það betur hér fyrir neðan.
Fyrsti leikur okkar í riðlakeppninni voru vægast sagt vonbrigði. Við þurfum á alvöru 360 gráðum að halda í frammistöðu liðsins. Frábær hópur á pappír, fullt af hæfileikaríkum knattspyrnumönnum, og glænýr stjóri.
Dinamo Zagreb vann 1-0 heimasigur gegn okkar
mönnum í Króatíu en okkar menn voru “betri” aðilinn meirihluta leiksins. Tölfræði leiksins sýndi að það sem var líkegast til að verða okkur að falli, var að við áttum aðeins 3 skot á markið úr 15 tilraunum, og sóknarmennirnir okkar slógu nánast met í að vera rangstæðir. Sóknarleikurinn var algjörlega hörmulegur.
Ef við ætlum okkur eitthvað áfram í þessari keppni og sýna hvað í liðinu býr eftir svakalegan sumarglugga á leikmannamarkaðnum verðum við að fara að klára færin.
Svona spái ég byrjunarliði okkar:

RB Salzburg:
Þetta unga og spennandi lið RB Salzburg, með rúmlega 23 ára meðalaldur í síðasta leik, gerði 1-1 jafntefli við ítölsku meistarana AC Milan í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Þeir hafa farið sannfærandi af stað í austurrísku deildinni, enda á toppnum með 21 stig eftir 8 umferðir.
Einn af þeirra mest spennandi leikmönnum er Fernando, 23 ára gamall, brasilískur framherji sem er kominn með 4 mörk og 3 stoðsendingar eftir þessar fyrstu umferðir í deildinni.
Ásamt honum eru RB Salzburg með Benjamin Sesko, nýji framherji RB Leipzig á næstu leiktíð.
Þeirra helsti styrkleiki virðist vera sterkur sóknarleikur og þeir fá ekki mörg mörk á sig. 28 mörk í 11 leikjum er virkilega góð tölfræði sóknarlega. Greinilega ekki mikið vandamál hjá þeim að setja boltann í netið, annað en hefur verið upp á teningnum hjá okkur.
Þeir vinna mikið með að spila með Kameri eða Sesko í falskri níu, á meðan Sesko eða Okafor og Fernando spila mjög framarlega.
Líklegt byrjunarlið RB Salzburg:

Spá: Þetta verður “comeback” leikurinn okkar. Tökum alvöru frammistöðu hérna, á heimavelli, undir nýjum stjóra. 3-0 sigur, 2 mörk frá Sterling og 1 frá Aubameyang. Kepa mun svo koma með alvöru frammistöðu í rammanum.
KTBFFH!
Comments