Fyrri hálfleikur var vel spilaður. Chelsea héldu vel í boltann og hleyptu Tottenham ekki inn í leikinn og varla út úr sínum eigin vítateig. Hefðum mátt búa til meira og ógna meira en það var Timo Werner sem sótti vítaspyrnu þegar hann gerði virkilega vel í að sækja snertingu frá Eric Dier sem bauð upp á afskaplega klaufalegan varnarleik.
Jorginho steig á punktinn og kom boltanum framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham og þar við sat í fyrri hálfleik.
Thiago Silva fór meiddur af velli þegar 36 mínútur voru komnar á klukkuna og vonandi er það ekki alvarleg meiðsli þar. Tottenham komu grimmari til leiks í seinni hálfleik pressuðu okkar menn vel en án þess þó að skapa einhvern alvöru ursla. Chelsea vann sig vel aftur inn í leikinn en bæði lið með heldur bitlausar sóknir. Tottenham voru ögn sterkari undir lokin og hefðu getað stolið stigi en Carlos Vinicius náði ekki að stýra boltanum að marki úr fínu skallafæri
Tottenham (0.62 xG) 0 - 1 (2.21 xG) Chelsea sigur staðreynd.
Umræðupunktar eftir leik
● Thomas Tuchel heldur sig við 3 manna varnarlínu
● Reece James kom inn í byrjunarliðið og ungir leikmenn að fá traust frá TT
● Callum Hudson-Odoi að fá mikilvæga leiki undir beltið og traust
● Thiago Silva meiddur af velli - Vonandi er það ekki alvarlegt!
● Mikið af marktilraunum en afskaplega fáar á rammann - Okkar menn þurfa að fara stilla miðið
● Höldum áfram að gefa fá færi á okkur og Mendy að halda hreinu þriðja leikinn í röð - geri aðrir betur.
Einkunnir leikmanna
Edouard Mendy - 7
Greip vel inní þegar þurfti en heilt yfir reyndi lítið á hann.
Antonio Rudiger - 7
Skilaði góðri varnarvinnu og hefur verið að vinna sig vel inn í liðið.
Thiago Silva - 6 (36’)
Var flottur þær mínutur sem hann spilaði. Tottenham ógnaði lítið og reyndi ekkert á aðmennilega á hans krafta.
Cesár Azpilicueta - 7
Alltaf hægt að treysta á Azpi. Sýndi gæði og stýrði okkur yfir hjallann.
Reece James - 7
Átti fínan leik. Dró aðeins af honum í seinni en skilaði sínu.
Marcos Alonso - 7
Fór lítið fyrir Alonso. Kostir og gallar sem fylgja því, kom minna úr honum sóknarlega en við var að búast en varnarlega skilaði hann sínu.
Jorginho - 8 (Maður leiksins)
Skoraði fyrsta mark leiksins af punktinum. Hefur verið að koma vel inn í liðið. Virkilega góður að losa boltan úr vörninni ásamt Kovacic.
Matteo Kovacic - 8 (73’)
Átti flottan leik. Bar boltann vel upp og komst í færi sem hefði vel mátt enda með marki eða stoðsendingu, möguleikarnir voru svo sannarlega til staðar.
Callum Hudson-Odoi - 7 (65’)
Ekki jafn dýnamískur leikur frá CHO og við höfðum séð í síðustu tveim leikjum en skilaði þrátt fyrir það ágætis framlagi sem vel er hægt að byggja á.
Mason Mount - 8
Var duglegur og vinnusamur. Átti gott skot sem Hugo Lloris varði vel.
Timo Werner - 7
Var klókur og sótti víti um miðbil fyrri hálfleiks. Hefði átt að skora í leiknum en allt kom fyrir ekki. Hlýtur að fara detta hjá Þjóðverjanum.
Varamenn
Andreas Christensen - 7 (36’)
Flott innkoma hjá Dananum sem leysti Thiago Silva af hólmi. Skilaði góðu verki.
Christian Pulisic - 7 (65’)
Kom með kraft af bekknum en hefði viljað sjá meira
N’Golo Kanté - 6 (73’)
Fór lítið sem ekkert fyrir Kanté eftir að hann kom inn.
Comments