Keppni: Sú elsta og virtasta.
Dag- og tímasetning: Sunnudagurinn 17. apríl 2022. Kl: 15:30
Leikvangur: Wembley
Dómari: Anthony Taylor
Hvar er leikurinn sýndur: Stöð 2 sport 2
Upphitun eftir: Hafstein Árnason.
GLEÐILEGA PÁSKA!
Nú er að duga að drepast. Síðasti séns á silfurbúnaði fyrir tímabilið 2021-22. Við erum úr leik í meistaradeildinni, þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Real Madrid á Bernebau. Þvílíka sýningin sem sá leikur var. Thomas Tuchel var búinn að negla heldur betur í brestina í liðinu, eftir fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni á Stamford Bridge. Ætli við getum ekki sagt að það einvígi hafi farið alveg með þetta. Of mörg ódýr mörk þar sem heimkletturinn mætti með silfurfatið ásamt þeim danska, sem átti einnig afleitan leik. Viðbrögð Thomas Tuchel voru auðséð. Það sauð á okkar manni – eðlilega. Liðið var ekki þekkt fyrir svona spilamennsku. Strax í næsta leik gegn Southampton sáum við liðið bregðast við eins og allir hefðu viljað. Allir leikmenn uppá tánum og settu allt sitt energí í leikinn.
Eitt núll, tvö núll, þrjú núll. Klukkan var skriðin af fyrsta korterinu. Í stuttu máli sagt, var liðið gjörsamlega frábært og við sáum alltíenu Timo „Turbo“ Werner, í sínu besta Red Bull formi. Það kom því kannski ekki sérlega á óvart að hann skyldi vera valinn aftur í liðið gegn Real Madrid. Og maður lifandi. Við sáum Timo Werner skora. Í aðdraganda marksins, þá rassaði hann ekki einn, heldur tvo leikmenn! Ef comeback túrinn hjá Timo heldur áfram, og verður jafn skemmtilegur og hann hefur verið síðustu tvo leiki – þá er von á góðu.
Það má líka einnig benda á það, að þessi framlína – með Timo, Kai og Mase hefur startað bara í þrjú skipti saman á þessari leiktíð. Þetta var línan sem vann meistaradeildina síðast! Við horfðum upp á Chelsea, okkar bláa, fallega lið – gjörsamlega boxa Real Madrid liðið út í horn. Þeir voru í köðlunum nánast allan helvítis tímann! Thomas Tuchel sá til þess að það engin hætta af sóknarleik Real – megnið af leiknum. Hann er búinn að enduruppgvöta liðið, þá væntanlega í annað eða þriðja skiptið. Þessi frammistaða var alveg til háborinnar fyrirmyndar! En því miður, þá er Luka Modric, af einhverjum ástæðum, ennþá að spila. Gæðin í þessari stoðsendingu, í fyrra marki real, var af yfirburðagæðum. Real þurfti nákvæmlega þetta ti að sigra okkur. Svo líka, náðu þeir þessari skyndisókn með ótrúlegum skalla hjá Alaba og því miður rann Rüdiger til, sem varð til þess að Benzema fékk frían skalla. Því fór sem fór, við – miklu betra lið leiksins, duttum því út úr meistardeildinni þetta árið. Erum samt Evrópumeistarar þar til þeir næstu verða krýndir.
Liðið fær þokkalega hvíld, eða um 5 daga milli leikja, þannig að ég get ekki búist við öðru en að Thomas Tuchel stilli aftur upp svipuðu liði. Ruben Loftus Cheek er líklegastur til að detta út úr liðinu, líklegast fyrir Azpilicueta. Að öðru leyti tel ég liðin verða eins. Afhverju að breyta framlínunni þegar Money Mase og Turbo Timo eru þetta heitir?
Byrjunarliðið verður Mendy í markinu, þriggjamanna varnarlínan verður Rüdiger, Thiago Silva og Cæsar Azpilicueta. Vængbakverðir verða Marcos Alonso og Reece James. Miðjumenn eru N‘Golo Kante og Mateo Kovacic. Skytturnar þrjár, eru auðvitað Kai, Timo og Mason Mount. Leikmenn sem eru fjarverandi eru auðvitað Ben Chilwell, Callum Hudson Odoi, Romelu Lukaku og Ross gamli Barkley.
Crystal Palace hefur komið þokkalega á óvart á þessu tímabili undir stjórn Patrick Vieira. Þeir verða þó án Conor Gallagher – þar sme hann er auðvitað í láni frá okkur. Palace sóttu um leyfi um að fá að nota hann, en abbababb! Við þurfum silfurbúnaðinn.
Palace töpuðu annars fyrir Leicester í síðasta leik, kannski óvænt eftir að hafa tekið góðan sprett í mars mánuði, og náð stigum af mjög sterkum liðum. Crystal Palace spila kraftmikinn og skemmtilegan fótbolta. Það voru ekkert allir sem höfðu mikla trú á Vieira fyrir tímabilið og margir sem spáðu þeim tómu veseni og fallbaráttu. En þeir hafa verið um miðja deild allt tímabilið og þessi umbreyting á liðinu hefur heppnast frábærlega hjá Vieira. Það hafa margir leikmenn sprungið út hjá þeim á þessu tímabili, meðal annars hinn stórskemmtilegi Michael Olise, bakvörðurinn Tyrick Mitchell og svo hefur akademíustrákurinn okkar Marc Guehi sýnt að hann er alvöru Úrvalsdeildarleikmaður.
Byrjunarlið Crystal Palace verður líklega Guaita í markinu, Mitchell í vinstri bakverði, Nathaniel Clyne í hægri, Joachim Andersen og Marc Guehi í miðvörðum. Kouyate, Schlupp og Eze á miðjunni, með Jordan Ayew /Olise hægramegin og Wilfred Zaha vinstra megin. Jean Phillippe Mateta verður að öllum líkindum strikerinn.
Spá
Þar sem Crystal Palace eru án Conor Gallagher hef ég ekki mikla trú á að þeir vinni Chelsea, m.v. form síðustu daga. Fókusinn er kominn á FA bikarinn væntanlega eftir tapið gegn Real. Segjum að leikurinn fari 2-0 með tveimur mörkum frá TurboTimo.
KTBFFH
Hafsteinn Árnason
Comments