top of page
Search

Deildarbikarinn - Aston Villa mæta í heimsókn

Keppni: Carabao deildarbikarinn

Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 22 September kl 18:45

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport 3

Upphitun eftir Jóhann M. Helgason

Chelsea hefur leik í Carabao bikarnum á miðvikudagskvöldið. Andstæðingar okkar verða Aston Villa, þannig líklega verður um hörkuleik að ræða. Blákastið var með þátt á sunnudagskvöldið, þeir sem hafa ekki hlustað, þá er hægt að nálgast þáttinn hér.


Fyrstu leikirnir í Carabao bikarnum einkennast oftast að því að þjálfarar stóru liðana rótera hressilega í liðinu og gefa leikmönnum tækifæri sem hafa þurft að þola bekkjarsetu. Chelsea spiluðu erfiðan leik gegn Spurs á sunnudag og eiga risaleik fyrir höndum gegn Man City um næstu helgi svo það verður engin breyting á hjá Chelsea - Tuchel mun rótera hressilega í hópnum.


Tuchel staðfesti á blaðamannafundi að Mendy væri ennþá meiddur þannig Kepa verður í markinu og spilar þar með annan leikinn í röð. Ég held að Chalobah, Christensen og Reece James muni mynda þriggja manna miðvarðalínu. Hinn gleymdi Ross Barkley og Saul Niguez geta mögulega byrjað saman á miðjunni með Chilwell og Hudson-Odoi í wing-backs. Kovacic hefur spilað mjög mikið og Tuchel mun líklega alltaf hvíla Kanté og reynað hvíla Jorginho líka.


Á blaðamannafundi fyrir leikinn hrósaði Tuchel Ruben Loftus-Cheek fyrir að hafa staðið sig vel á æfingum - ég tel því líklegt að hann muni fá tækifæri í fremstu víglínu með þeim Hakim Ziyech og Timo Werner!


Ef Tuchel myndi stilla þessu liði upp þá væri hann að gera níu breytingar á milli leikja sem er býsna gott.


Saul Niguez átti hræðilegan leik gegn Aston Villa í deildinni. Það er samt eina vitið að nota hann í þessum leik og gefa honum annað tækifæri, því við þurfum á honum að halda til þess að geta hvíld leikmenn eins og Kante, Kovacic og Jorginho.Aston Villa

Það er erfitt að geta sér til um það hversu mikla áherslu lið eins og Aston Villa ætla að leggja á Carabao bikarinn. Reyndar komust Villa menn alla leið í úrslitaleik þessa bikars fyrir tveimur árum og töpuðu naumlega fyrir Man City.


Þeir munu vafalaust byrja með hinn öfluga markmann Emi Martinez í markinu og svo mun Buendia koma inn í liðið en hann var einn af þeim leikmönnum sem þurfti að sæta sóttkví eftir landsleikjahléið. Það er orðrómur um að Dean Smith muni hvíla leikmenn eins og Douglas Luiz, John McGinn, Tyrone Mings og Ollie Watkins. Það mun væntanlega þýða að okkar gamli liðsmaður, Bertrand Traore, muni byrja leikinn.


Eins og allir muna er afar stutt síðan við spiluðum gegn Villa og var sá leikur alveg stórfurðulegur þar sem við unnum 3-0, þrátt fyrir að eiga það varla skilið. Villa menn munu því vafalaust mæta peppaðir í þennan leik.


Spá

Ef Dean Smith mun hvíla nokkra af sínum sterkustu leikmönnum þá tel ég að okkar menn muni klára þennan leik. Hins vegar ef Villa menn mæta með allar byssurnar á lofti verður það mjög erfiður leikur.


Spái 2-1 Chelsea sigri. Ziyech og Hudson-Odoi með mörkin.


KTBFFH

- Jóhann Már


Comentarios


bottom of page