top of page
Search

Dáðadrengir Dyche á Brúnni

Keppni: Premier League

Tími, dagsetning: Laugardagur 17.mars kl: 17.30

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur: Síminn sport

Uppitun eftir: Hafstein ÁrnasonÞað er oft sagt að það sé mesta myrkið fyrir dögun. Þannig var staðan þegar ég greip í pennann síðast fyrir leikinn gegn Tottenham. Mér leist ekkert á blikuna, taldi það næsta víst að Graham gamli Potter, myndi taka pokann sinn. Potter Out lestin, var orðin troðfull, síðustu köllin hljómuðu fyrir brottför, tjútjú!! En! Potter Out lestin fór af sporinu skömmu seinna, þar sem liðið náði að sigra Leeds, Dortmund og nú síðast Leicester. Leikurinn gegn Leicester um liðna helgi var besta frammistaða Chelsea í deildinni á þessu tímabili. PÆNG! Sannarlega besta frammistaðan síðan við pökkuðum vængbrotnu liði AC Milan í meistaradeildinni. Vel að merkja, þá meiddist einmitt Wesley Fofana í því einvígi. Hann hefur komið mjög sterkur til baka, sér í lagi eftir að, Faðir Vor, Thiago Silva, helgist þitt nafn – meiddist skyndilega. Af einhverskonar röð tilviljanna, þá hefur Potter fundið liðsuppstillinguna. Ef við spólum aðeins til baka, í Blákastið þar sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, var gestur, þá tók hann sérstaklega fram að Thomas Tuchel, var ofboðslega snöggur að finna liðið sitt. Þetta atriði hefur tekið mikið lengri tíma fyrir Graham Potter. Hann er búinn að fikta og rótera endlaust, ofan í mikla meiðslakrísu. Niðurstaðan er 3-4-3. Það hentar best í vörn og sókn. En, það eru ákveðnir veikleikar. Það er algjörlega háð heilsu tveggja leikmanna. Reece James og Ben Chilwell. Án þeirra vantar bit í sóknarleikinn. Ef þeir eru með, þá getur liðið unnið hvaða lið sem er. Núna er Graham Potter kominn með smá sjálfstraust. Hann er beinn í baki og segir svo á samkomum að við ætlum að reyna finna þessa FOKKINGS meistaradeild! Það er Potterinn sem ég vil sjá. Kokhraustur. Ekki huffnpuff. Cocky. Hrokafullur. Eins og Móri var upp á sitt besta. En aftur að liðinu. Það sem er hins vegar gríðarlega jákvætt er tvennt. Vörnin er klár. Kalidou Koulibaly, K2 frá Napoli. Ég bar miklar væntingar í brjósti fyrir honum fyrir tímabilið. Varnarmaður ársins í Seríunni, nokkur ár í röð, þar til Bremer tók þann titil í fyrra. Hann hefur spilað vel undir væntingum, þarna vinstra megin í vörninni. Þegar Faðir Vor, helgist þitt nafn – Thiago Silva, meiddist. Þá hefur okkar besti Senegali heldur betur, staðið undir nafni og væntingum. Það er því varlega hægt að áætla – að þessi miðjustaða sé hans langbesta staða. Svo er það, Marc litli, Cucurella. Ég hef ekki séð svona performans frá honum mjög lengi – eins og hann spilaði gegn Leicester. Alltaf að lúskra á leikmönnum. Í raun, þá hef ég ekki séð svona lítinn mann lumbra á neinum, síðan Demetrius „Mighty Mouse“ Johnson var verja titilinn í fjaðurvigtinni í UFC í 15. skiptið eða hvað það var. Marc Cucurella er núna að standast væntingar. Ef hann spilar ekki, þá erum við með Badiashile – sem hefur komið ánægjulega á óvart. Benni gefur liðinu mikla hæð og er traustur. Hægra megin í vörninni, þá er Wesley Fofana kominn til baka. Hann er búinn að spila svo vel, að Didier Deschamps hefur valið hann í franska landsliðið. Hann hefur einnig verið framúrskarandi. Svo eru Chilly og Reece í vængbakvörðum – engar áhyggjur þar. Sama hvernig við horfum á þetta, þá er vörnin komin í lag.


Ef við horfum á miðjuna, þá höfum við gert frábær kaup í Enzo. Svo traustur og áreiðanlegur – hef samt trúa á því að við höfum ekki séð ennþá það besta frá honum, en guð minn góður – sendingin á Kai! HA!! Sáuð þið það?! Miklar væntingar bundnar við Enzo. Svo erum með Kovacic líka! Við erum líka með N‘Golo Kante! Já krakkar mínir. N‘Golo verður í hóp á morgun! Í fyrsta skipti síðan í ágúst!!! Það var alveg svo langt síðan að mér fannst eins og síðustu covid afléttingarnar voru einmitt þá. NG eins og vinirnir kalla hann – fær séns á að hlaupa sig í form, Einmitt fyrir mikilvægu leikina í meistaradeildinni. Hann er einmitt með þetta þindarlausa form, sem einkennir oft hlaupara frá Austur Afríku. Ef N‘Golo væri ekki í fótbolta, þá væri hann örugglega búinn að vinna gullið á Ólympíuleikunum í 10.000 m hlaupi – a.m.k. tvisvar. Nú er ég búinn að fjalla ölrítið um vörn og miðju, en með sóknina – þá eru svo margir um plássin að þetta verður bara að koma í ljós, en með tilkomu N‘Golo. Þá hef ég fulla trú á því, að liðið getur unnið Real Madrid í meistaradeilinni. Jújú, þeir hentu okkur út síðast, en það er tilefni til að jafna það. Ég held nefnilega, að Real Madrid voru ekkert sérlega hrifnir af því að mæta okkur, miðað við að þrjú önnur lið þóttu talsvert æskilegri. Meira um það seinna.


Framundan er leikur við Everton. Klúbb sem hefur verið í algjöru bulli þar til Sean nokkur Dyche, ákvað að mæta og græja liðið. Hann hefur verið að ná einum og einum úrslitum, en ég reikna ekki með öðru en að hann verjist djúpt með liðið í 4-4-2 eða 4-5-1. Lítið pláss á bakvið vörnina. Þetta verður leiðinlegur leikur. Leiðinlegri en Ökuskóli 1. Ég býst við jöfnum leik, og marki úr föstu leikatriði. Leikurinn er þó seint á laugardegi, þannig að menn verða líklega komnir með enn fordrykk eða tvo þegar líður á.
Meiðslalisti Chelsea er í styttra lagi þessa dagana. Broja fra út tímabilið. Azpilicueta enn a ðjafna sig af heilahristing. Mendy tæpur á fingri. Mason Mount fékk eitthvað í lífbeinið. Faðir vor er frá vegna hnémeiðsla. Aubameyang er tæpur vegna bakmeiðsla og Sterling fékk tak aftan í læri, sem reyndar kostaði hann sæti í enska landsliðinu. Það þýðir að byrjunarliðið verður svona: Kepa verður í markinu. Reece og Chilly í vængbakvörðum. Badiashile, Koulibaly og Fofana eru miðverðir. Enzo og Kovacic eru miðjumenn. Jói Fel og Ziyech verða köntunum. Ziyech hentar vel gegn liðum sem verjast djúpt. Kai Havertz heldur svo framlínunni. Ég ætla ekki að eyða neinum orðum í Everton.

Eins og áður sagði, þá verður þetta snooze fest leikur. Ætla að segja 1-0 sigur úr föstu leikatriði. Badiashile með skalla úr horni.


Áfram Chelsea!!

Comments


bottom of page