top of page
Search

Chelsea - Wimbledon í deildarbikar

Keppni: Deildarbikar - 2. umferð

Tími, dagsetning: Miðvikudagur 30. ágúst 2023.

Leikvangur: Stamford Bridge

Dómari: Tony Harrington

Upphitun eftir: Hafstein Árnason

Hvar er leikurinn sýndur: Ekki neinstaðar? Online stream? Ölver kannski?!Leikurinn gegn Luton Town

Fyrsti sigurinn er kominn í hús. Þrír punktar. Stjörnuleikur hjá Raheem Sterling og Malo Gusto átti tvær stoðsendingar í leiknum gegn Luton um liðna helgi. Einnig var það sérstakt ánægjuefni að Nicholas Jackson er kominn með sitt fyrsta mark. Mjög mikilvægt að framherjar setji inn nokkur mörk strax í upphafi leiktímabils upp á sjálfstraust að gera. Það verður þó að segjast, að Luton Town voru ekki sérstaklega erfiður andstæðingur. Við þökkum kærlega fyrir tækifærið til að slípa liðið betur saman. Pochettino ákvað að halda sig við 3-4-3 / 4-2-3-1 hybrid leikkerfið sem hann hefur notað í öllum leikjunum hingað til. Í stuttu máli fer Ben Chilwell nánast í fremstu sóknarlínu á meðan Levi Colwill sér um vinstri bakvarðarstöðuna, ásamt því að vera vinstri miðvörður þegar Chelsea er án bolta. Caicedo situr soldið eftir fyrir framan vörnina. Það hefur verið mjög áhugavert að sjá hvernig Pochettino hefur leyst úr málum eftir að Nkunku meiddist.


Markaðurinn

Við eigum von á einhverjum breytingum. Sagan hjá Romelu Lukaku virðist vera loksins að taka einhvern endi í bili. Yfir 40.000 stuðningsmenn Roma fylgdust með fluginu hans á flightradar skv. Gazzettunni og var honum tekið fagnandi á flugvellinum, líkt og hann væri Díana Prinsessa eða Jesús Kristur á leið inn í Jerúsalem á Pálmasunnudegi. Matt Law, okkar traustasti Chelsea fjölmiðlamaður, greindi frá því að Lukaku hafði samið um umtalsvert lægri laun til að græja málin gagnvart Roma, og ekki nóg með það, þá er hann búinn að semja um launalækkun við Chelsea, ef hann kemur til baka þessi tvö ár sem eru eftir af samningnum. En á móti kemur er 37 milljón punda kaupákvæði í samningnum hans. Þannig að ef hann stendur sig vel á láni hjá Roma, þá er allt eins víst að þeir amerísku eigendur Roma stökkvi til og kaupi hann endanlega. Í þessu tilviki verðum við að hrósa stjórn Chelsea fyrir að draga úr neikvæðum fjárhagslegum skuldbindingum við Lukaku.Það lítur einnig út fyrir að Marc litli Cucurella sé á förum til Manchester United. Í ljósi þess að Luke Shaw meiddist, þá hafa þeir glæsilegu Glazerar sett sig í samband og eru að reyna fá Cucurella lánaðan út leiktíðina. Það kemur allt í ljós á allra næstu dögum hvernig reiðir af, en það er ansi líklegt að þetta gangi upp. Manchester United eru víst komnir að þölmörkum með FFP og kjósa frekar að fá leikmenn lánaða. Einnig heyrði Bayern Munchen mjög óvænt í Chelsea, þar sem Thomas Tuchel vill endurnýja kynnin við Vott Chalobah. Þjóðverjarnir í Bæjaralandi eru það pragmatískir að þeir leyfa ekki Benjamin Pavard að fara til Inter (sem er allt klappað og klárt) þar til leikmaður finnst í staðinn. Sá leikmaður virðist því vera Votturinn okkar, þrátt fyrir að hann sé að stíga uppúr meiðslum. Einnig fór einhver orðrómur í gang að Chelsea vildu kanna það að kaupa Jamal Musiala í staðinn frá Bayern, en höldum okkur á jörðinni. Þeir þýsku myndu bara alls ekki sleppa honum.


Það er víst eftirspurn eftir Malang Sarr, þá frá Fenerbache og sennilega Roma líka. En þar sem Malang Sarr er á 120.000 pundum á viku, þá er ekkert endilega víst hvort hann fari. Hinn ungi og efnilegi Faustino Anjorin sem hefur verið meiddur talsvert síðustu misseri hefur gengið til liðs við Portsmouth á láni. Svo að lokum virðist allt vera klárt í að Callum Hudson-Odoi verði seldur til Nottingham Forest. Callum hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vildi sjálfur fara frá Chelsea, ekki útaf illindum, heldur til þess að fá mínútúr á vellinum. Ef allt gengur upp ættu flestar sölur og lán að vera frágengin.


Leitin að sóknarsinnuðum miðjumanni heldur áfram og hafa margir verið nefndir til sögunnar. Í raun það margir, að silly season er í hámarki, að minnsta kosti hjá stuðningsmönnum Chelsea. Ferran Torres og Raphinha hafa verið nefndir til sögunnar af fjölmiðlum á Spáni. Raphinha er leikmaður sem fellur undir skilyrðin sem klúbburinn setur fyrir sig og fjárhagsvandræði Barcelona standa þeim enn fyrir þrifum og geta til dæmis ekki gengið frá kaupum Joao Cancelo frá City. Emile Smith-Rowe, leikmaður Arsenal hefur einnig verið nefndur sem og Bradley Barcola hjá Lyon. Lyon vildu þó fá Andrey Santos í staðinn á láni, en eftir að hann fór til Forest hafa viðræður fjarað út. Liðsfélagi Barcola, Rayan Cherki, hefur einnig verið nefndur til sögunnar, en líklega er það hæp í Chelsea twitter og Jean Michel Aulas eignadi Lyon er ekki sá auðveldasti til að eiga við. Nýjasta dæmið í fjölmiðlum er svo Cole Palmer hjá Manchester City. Chelsea bauð 35 milljónir punda í hann dag, sem City höfnuðu. Þeir vilja 50 milljónir. Það verður því fjörugt viðskiptalíf í vikunni en það klárast ekki fyrr en nær dregur gluggadegi. Nóg af silly season fréttum að sinni.


Wimbledon


Framundan er leikur í deildarbikarnum við AFC Wimbledon, einnig þekkt sem Dennis Wise leikurinn, eða jafnvel Vinnie Jones slagurinn! Þau sem eru fædd upp úr 1990 ættu að muna eftir Wimbledon FC í ensku úrvalsdeildinni, en klúbburinn var þar til ársins 2000 er hann féll úr deildinni. Skömmu eftir fall niður í Championship deildina var ákveðið að færa klúbbinn frá Wimbledon í suð-vestur Lundúnum, uppí sveit til Milton Keynes, norð-vestur af Lundúnum. Það fór illa í aðdáendur og varð klúbburinn varð gjaldþrota. Þá var nafninu breytt úr Wimbledon FC í Milton Keynes Dons. Ósáttir stuðningsmenn Wimbledon ákváðu því að stofna nýjan klúbb AFC Wimbledon og byrjuðu í utandeildinni og hafa klifrað upp deildirnar í League 2, sem í raun þriðja deildin. Klúbburinn leikur heimaleiki sína á Plough Lane, gamla heimavelli Wimbledon FC. Klúbburinn er helst þekktastur fyrir glæsilegan sigur á Liverpool í FA Cup árið 1988. Hægt er að sjá allan leikinn hér og stiklur hér. Veit ekki með ykkur, en mér finnst mjög skemmtilegt sjá "litlu liðin" vinna titla, sérstaklega gegn Liverpool, einmitt þegar þeir voru á hátindi síns blómaskeiðs á níunda áratugnum. Alvöru cupset! Wimbledon voru þá þekktir undir nafinu “The Crazy gang”, og kölluðu ekki allt ömmu sína. Þekktustu leikmennirnir voru Vinnie Jones, John Fashanu, Dave Beasant, Dennis Wise og Lawrie Sanchez. Þeir spiluðu ákaflega agressífan fótbolta og voru mjög fastir fyrir, sérstaklega Vinnie Jones. Til fróðleiks hvet ég lesendur til að leita uppi myndskeið af Vinnie Jones tækla Eric Cantona og Roy Keane. Það eru ótrúlegar uppákomur.


Vinnie Jones, John Fashanu og Dennis Wise. The Crazy gang.


Wimbledon og Chelsea legends - Dennis Wise (t.v.) og Vinnie Jones (fyrir miðju)

En til allrar hamingju eru AFC Wimbledon ekki lengur með The Crazy gang leikmennina. Félagið fór uppúr National League 2011 og hafa mest megnis verið í League 2, en komust í League 1 2016 og héldust þar til klúbburinn féll aftur í League 2 árið 2022. Þeir spila samt 4-4-2 og hægri vængmaðurinn James Tilley er markahæsti leikmaður liðsins með 4 mörk í 5 leikjum, ásamt einni stoðsendingu á þessu tímabili. Wimbledon hafa unnið 2 leiki og gert þrjú jafntefli sem hefur skilað þeim í fimmta sætið í League 2. Hvort þeir nái að stríða Chelsea eitthvað er óvíst. En sjáum hvað setur.

Chelsea.


Alltaf þegar maður er viss um að eitthvað þá kemur Pochettino með krók á móti bragði. Fyrir leikinn sagði hann að hann að nokkrir mjög ungir leikmenn myndu fá mínútur í leiknum gegn Wimbledon. Pochettino talar um að liðið þarf bikarmentalítet. Hann hefur til að mynda unnið bikarkeppni með Espanyol og hann tekur þessari keppni alvarlega. Af þeim ungu leikmönnum sem fengu séns á tímabilinu var aðeins Alfie Gilchirst sem lék með unglingaliðinu í gær. Þannig að það eru líkur á því að Lucas Bergström, Bashir Humphreys og Mason Burstow fái hlutverk í leiknum, jafnvel fleiri. Einnig má gera fastlega ráð fyrir því að þeir leikmenn sem hafa verið mikið á bekknum fái tækifæri í byrjunarliðinu á meðan fastaleikmenn hvíla fyrir leikinn gegn Nottingham Forest. Ekkert af meiddu leikmönnunum eru klárir. Badiashile og Broja eru að klára sínar endurhæfingar, en spila ekki fyrr en eftir landsleikjahlé. Mudryk líka. Djordje Petrovic, nýji markvörðurinn er ekki kominn með atvinnuleyfi ennþá og tekur ekki þátt. Ég giska á að byrjunarliðið verði í 3-4-3. Í markinu Lucas Bergström. Í vörninni fær Thiago Silva frí, en Colwill og Disasi spila ásamt Bashir Humphreys. Diego Morieira fær sénsinn í hægri vængbakverði og Ian Maatsen verður í vinstri. Romeo Lavia og Lesley Ugochukwue verða á miðjunni á mðan Raheem Sterling heldur áfram frábæru formi og Noni Madueke verða á bakvið Mason Burstow.

Þetta ætti að vera gönguferð í garðinum, sérstaklega þegar leikmenn koma af bekknum. Ég tel að Poch vilji sýna gefa ungum leikmönnum tækifæri en ég vona að hann starti Nico Jackson, en sjáum til. Leikurinn fer 4-0 fyrir Chelsea. Sterling með 2 mörk, Bursow eitt og Jackson setur eitt af bekknum.


KTBFHH!

bottom of page