top of page
Search

Chelsea vs. Southampton - Leikskýrsla


Gangur leiksins

Chelsea byrjaði af krafti og það var hrein unun að fylgjast með gæðum Havertz, Pulisic og Werner fremst á vellinum. “Turbo Timo” sýndi hversu megnugur hann er með því að skora tvö góð mörk á fyrsta hálftímanum eftir flott einstaklingsframtak. Ef einhver var byrjaður að efast um kaupin á Werner þá heyrast þær efasemdaraddir eflaust ekki lengur. Hann sýndi hversu góður hann er í þessum mörkum - hraðinn, tæknin og “slúttin” á heimsmælikvarða. Maður var farinn að sjá fyrir sér öruggan og þægilegan heimasigur í stöðunni 2-0, en stuttu fyrir lok fyrri hálfsleiksins missir Havertz boltann á slæmum stað á miðjunni og Ings skorar í kjölfarið. Staðan því 2-1 í hálfleik.


Hörmungarnar byrjuðu svo að ganga yfir af alvöru á 57. mínútu þegar Zouma átti afleita sendingu til baka á Kepa. Markvörður með snefil af sjálfstrausti hefði einfaldlega mætt boltanum af krafti og dúndrað upp í stúku, en nei, spænska músin átti þetta líka helauma úthlaup og svo renndi sér svo á stöngina í kjölfarið í einhverri tilviljanakenndri björgunartilraun. Algjör harmleikur þetta mark og undirstrikar í raun hversu langt liðið á í land þegar kemur að varnarleiknum. Við sýndum þó flottan karakter með því að skora strax í kjölfarið eftir flott samspil hjá Pulisic, Werner og Havertz.


Það var í raun lítið að frétta síðasta hálftímann og þó svo að Southampton hafi ógnað aðeins síðustu mínúturnar þá var maður orðinn nokkuð rólegur í sófanum. Sú ró var þó fljót að breytast í mikið uppnám því þegar lítið er eftir af uppbótartímanum fær Southampton aukaspyrnu sem þeir skora upp úr jöfnunarmark - enn og aftur fær liðið á sig mark eftir fast leikatriði undir stjórn Lampard.


Niðurstaðan því svekkjandi 3-3 jafntefli á Brúnni.

Einkunnir (0-10)

Byrjunarliðið

Kepa – 3. Lélegur og óöruggur eins og svo oft áður. Var eins og lítil hrædd mús í marki nr. tvö. Get out.

Azpilcueta – 6,5. Var nokkuð solid og lítið við kapteininn að sakast.

Christensen – 6. Dauflegi Daninn með miðlungs frammistöðu.

Zouma – 5,5. Var flottur í fyrri hálfleik en átti svo dapra sendingu í seinni hálfleik sem kostaði mark.

Chilwell – 7,5. Gefur liðinu svo miklu meira en forverar sínir í vinstri bakvarðastöðunni - ógnandi fram á við og átti stoðsendinguna í fyrsta markinu.

Kanté – 6. Var úti um allan völl eins og vanalega, var duglegur að brjóta upp sóknir og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Á þó miklu meira inni.

Jorginho – 6. Átti flotta sendingu inn fyrir á Werner í marki nr. tvö. Hvarf svo algjörlega í seinni hálfleiknum.

Pulisic – 6. Gerði vel í undirbúningnum á þriðja markinu, en var heilt yfir ekki nógu ógnandi - maður vill meira frá svona gæðaleikmanni.

Havertz – 6,5. Gæðin í þessum dreng eru augljós en hann þarf að passa boltann betur, sbr. mistökin í fyrsta marki Dýrlinganna. Sýndi góða yfirvegun í markinu sem hann skoraði.

Mount – 5,5. Hefur oft verið betri en var þó duglegur að djöflast og átti nokkur fín hlaup.

Werner – 9. Maður leiksins. Skoraði tvö góð mörk þar sem gæði hans komu bersýnilega í ljós. Átti auk þess stoðsendinguna í þriðja markinu.

Varamenn

Ziyech - 6,5. Virkilega gaman að sjá hann fá sínar fyrstu mínútur eftir meiðslin. Gerði svo sem ekki á mikið á þessum tæpu 20 mínútum og þarf klárlega að komast í betri leikæfingu.

R. James – spilaði of stutt til að fá einkunn.

T. Abraham – spilaði of stutt til að fá einkunn.

Niðurstaða

Fyrst og fremst vonbrigði að ná ekki að klára leikinn eftir að hafa verið 2-0 og svo 3-2 yfir. Klárlega tvö töpuð stig. Á móti var vel gert hjá gestunum að koma sé aftur inn í leikinn og ná þessu marki í lokin. Vörnin heldur áfram að leka mörkum og augljóst að Lampard á heljarinnar verk fyrir höndum að bæta varnarleik liðsins - hann gerir það allavega ekki með Kepa í markinu. Það jákvæða sem hægt er að taka úr þessum leik er klárlega sóknarleikurinn og þá sér í lagi frammistaða Timo Werner. Hann var uppi á topp í þessum leik og verður það eflaust áfram. Með hann fremstan og Havertz/Pulisic/Mount fyrir aftan sig er vonandi ávísun á eitthvað gott í komandi leikjum.

KTBFFH

- Árni Steinar

Σχόλια


bottom of page